Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.11.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 12.11.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Hætti að vinna og byrjaði að hjóla Jón Benedikt Björnsson ákvað að hætta að vinna liðlega fimmtugur og hélt upp á starfslokin með því að hjóla Jakobsveginn. Ferðin var upphafið af pílagrímsvega- og hjólaáráttu sem sér ekki fyrir endann á. „Ég fór á stíginn með mikið van- traust á sjálfa mig og mjög neikvæða sjálfsmynd í hnakktöskunni,“ segir Ragnhildur Inga Aðalsteinsdótt- ir skrifstofustjóri, en hún hjólaði Jakobs veginn ásamt eiginmanni sínum í september síðastliðn- um og lítur á ferðina sem hluta af þroskaferli sem hófst fyrir þremur árum síðan. „Ég hef alltaf verið ofboðslega feimin og til baka og aldrei viljað taka þátt í neinu. Svo fyrir þremur árum síðan fór ég í mjög meðvitaða sjálfsvinnu til að reyna að bæta mig, læra að skora á sjálfa mig og fara út fyrir þægindarammann. Þessi ferð var hluti af því ferli og ég hefði til að mynda aldrei talað við blaðamann hér áður.“ Hver dagur var sigur Hluti af sjálfsstyrkingu Ragnhildar Ingu var að komast í betra líkam- legt form svo hún ákvað að breyta algjörlega um lífsstíl. „Ég ákvað að byrja að borða hollari mat, og minna af mat, en ég hef alltaf ver- ið í yfirþyngd sem hefur líka haft áhrif á þessa neikvæðu sjálfsmynd. Ég kom mér í betra form og eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara stíginn fórum við maðurinn minn að hjóla reglulega,“ segir Ragn- hildur Inga. Hún segir þau hjónin hafa upplifað ferðina á mjög ólíkan hátt. Eiginmaðurinn hafi ekki farið í gegnum sömu andlegu upplifun og hún sjálf. „Hver dagur var ákveðinn sigur og á morgnana var ég alltaf tilbúinn að takast á við nýjan dag. Ég fann fyrir svo mikilli ánægju og þakklæti yfir því að geta þetta. Þak- klæti yfir því að hafa heilsu og eiga fjölskyldu sem hvatti mig áfram. Ég var ekki ánægð með sjálfa mig áður en ég fór en ég er mjög ánægð með það hvar ég er stödd í dag. Og mér finnst vegurinn hafa sýnt mér fram á að ég geti tekist á við ýmsa hluti eins og allir aðrir.“ Gott að hjóla og hugsa Ragnhildur segist hafa verið mikið ein með sjálfri sér þrátt fyrir að hafa verið með eiginmanninum og í hóp- ferð. „Fyrstu dagarnir voru mjög erfiðir því þá fórum við yfir Pýrena- fjöllin og það var mjög heitt. En eftir að leið á ferðina þá hætti maður að spá í brekkurnar fyrir framan sig og horfði frekar niður á veginn og bara hjólaði. Maður vissi innst inni að brekkan myndi koma hvort sem er og það eina sem þýddi var að tækla hana. Þetta auðvitað styrkir mann í trúnni á sjálfan sig. Ég gerði mér ekki ljóst fyrir fram hvað ég myndi gera mikið af því að hjóla ein með sjálfri mér en það gerðist ósjálfrátt. Mér fannst mjög gott að hjóla og hugsa og það er eitthvað sem mað- ur gerir ekki mikið af í hversdagslíf- inu. Og þegar maður kemst svona út úr hversdagssjálfinu þá fer maður að velta lífinu fyrir sér,“ segir Ragn- hildur sem fór að velta fortíðinni mikið fyrir sér og hvernig hún hefði mótað sig sem manneskju. „Ég var ekkert að spá í þetta áður en þessar hugsanir komu upp í hug- ann á meðan ég hjólaði, ekki síst því hópurinn byrjaði alla morgna á því að tala saman og velta allskonar hlutum fyrir sér, sem svo fóru með okkur út í daginn. Ég fór að hugsa um það hvar ég hefði gert mistök í lífinu og komst að því hver mestu vonbrigði í mínu lífi hefðu verið. Áður fyrr gafst ég alltaf upp því ég hafði enga trú á sjálfri mér og ég lét aldrei verða af því að gera það sem mig langaði til að gera. Eftir því sem leið á ferðina gerði ég mér betur grein fyrir þessu og ég fann sterkar fyrir því að ég gæti ennþá breytt því sem ég er ekki ánægð með, og stjórnað mínu lífi sjálf. Það var mjög frelsandi tilfinning.“ Ragnhildur Inga getur ekki beðið eftir að komast aftur á stíg- inn og hefur ákveðið að skella sér í kvennaferð í vor þar sem verður bæði gengið og hjólað. „Ég er komin út fyrir þægindara- mmann og ætla að halda áfram að skora á sjálfa mig. Yngri sonur minn sagði við mig um daginn að ég væri svo miklu glaðari núna en áður og ég held það sé rétt hjá honum. Ekki það að ég hafi ekki verið glöð áður en gleðin er meiri núna.“ Jón Benedikt Björnsson hafði aldrei ferðast á hjóli þegar hann fór Jak- obsveginn árið 2001. Síðan þá hefur hann hjólað um alla Evrópu og stefnir næst á að klára pílagrímaleiðina frá Konstantínóbel til Rómar. Mynd | Rut „Ég var liðlega fimmtugur þegar ég hætti í vinnunni. Ég var búinn að vera lengi í starfi sem var mjög skemmtilegt og gjöfult en það tók frá mér mikinn tíma og leyfði mér ekki lengur að eiga mikið líf utan við það. Mér fannst ég þurfa að velja hvort ég vildi verða þar innlyksa eða hvort að ég tæki stökk út í óvissuna, og ég gerði það. Ég held að ég væri dauður ef ég hefði ekki gert það,“ segir Jón Benedikt Björnsson, sálfræðingur, rithöfundur og mikill áhugamaður um pílagrímsvegi. Árátta að ferðast á hjóli „Þetta var árið 2001 og ég ákvað að halda upp á starfslokin með því að fara þessa leið og ég ákvað að fara hana á hjóli og byrja í Vezelay í Frakklandi og fara það sem er kall- að „franska leiðin“. Ég ákvað að fara á hjóli því leiðin er löng og ég vildi svigrúm til að taka króka,“ segir Jón sem var um hálfan annan mánuð á leiðinni og fór um 2000 km. „Þar sem ég var á hjóli þá fylgdi ég vegunum sem eru til hliðar við stíginn því óneitanlega þá trufla hjólreiðamenn göngumenn og öf- ugt. Ég gisti í sæluhúsum sem eru ódýrir gististaðir þar sem hægt er að fá fleti og aðstöðu til að elda og þvo sér. Oft eru þetta gömul hús sem hafa verið notuð í þessu skyni frá því á miðöldum. Þetta gekk allt vel og ferðin var afskaplega ánægju- leg,“ segir Jón sem var einn á ferð og skrifaði bók um upplifun sína, Á Jakobsvegi, auk þess að hafa síð- an haldið fjölda námskeiða um veg- inn. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég ferðaðist á hjóli en síðan hefur þetta orðið hálfgerð árátta hjá mér. Ég hef farið lengri leiðir á hjóli á hverju ári síðan, annaðhvort einn eða í félags- skap,“ segir Jón en hann hefur hjólað í kringum allt Eystrasaltið, suður um alla Evrópu og austur til Kaspíahafs. Í fyrra hjólaði hann Ólafsveginn, elstu pílagrímaleið norður Evrópu. Jakobsvegurinn hefur fylgt honum allar götur frá starfslokum og hefur hann hjólað veginn tvisvar og gengið í pörtum alls sjö sinnum. Lífið breytist eftir veginn „Jakobsvegurinn er ofboðslega skemmtileg leið á svo margan hátt. Hún er svo falleg með svo fjölbreytt landslag, byrjar í fjöllunum, fer um vínhéraðið Rioja og niður á láglendið þar sem kornforðabúr Spánverja er og svo upp á hásléttuna og yfir fal- leg fjöll. Það er mikil saga á veginum og af því að þetta var ein mikilvæg- asta pílagrímsleið í Evrópu þá tíðk- aðist að ýmist höfðingjar og kóngar gáfu fé til að auðvelda pílagrímum ferðina. Með fénu voru byggð veg- leg guðshús eða klaustur á leiðinni, þetta voru svokölluð guðsþakkar- verk sem kostuðu betri móttöku á himnum, þannig að meðfram vegin- um er úrval af list þriggja tímabila. Þarna er rómversk byggingarlist, gotnesk og svo síðast barrokk, auk þess sem áhrif máranna sjást víðsvegar á leiðinni.“ „Það er orðið mjög mikið um að fólk fari þessa leið því hún er fræg og sumir fara og hjóla hana á viku. Þetta fólk er ekki skoða það sem leiðin hefur upp á að bjóða held- ur bara að hreyfa sig. Leiðin verð- ur miklu gjöfulli ef maður þekkir til hennar og veit hvað maður er að sjá. Þetta er þægileg leið og það er auðvelt að fara hana á eigin veg- um. Flestir fara þessa leið af blandi af löngun til að hreyfa sig og menn- ingaráhuga en það eru mjög margir sem fara leiðina á einhverskonar tímamótum. Sérstaklega komast þeir sem ganga hana einir ekki hjá því að vera á tímamótum því mér finnst það vera þannig að lífið verði öðruvísi eftir að hafa farið þessa ferð.“ Uppgötvaði mestu vonbrigði lífsins Því lengra sem Ragnhildur Inga komst áfram veginn því meðvitaðri varð hún um mistök fortíðarinnar. Ragnhildur Inga er tiltölu- lega nýkomin af stígnum en hún og eigin- maður hennar hjóluðu 842 km á tólf dög- um í septem- ber. Hún segir ferðina hafa verið hluta af þroskaferli sem hófst fyrir þremur árum. Mynd | Hari Göngufólk hvílir lúin bein við dóm- kirkjuna í Santiago de Compostela þar sem heilagur Jakob postuli á að vera grafinn. Hörpuskelin, sem finnst víða á ströndum Galicíu, er tákn Jakobsvegarins. Sagan segir að þegar líkamsleifar heilags Jakobs voru sendar með skipi frá Jerúsalem til Spánar hafi bátnum hvolft á leiðinni en að líkama Jakobs hafi rekið á land með hörpuskeljum. Eins er hægt að líta á línurnar í skelinni sem mætast á einum stað sem myndlíkingu fyrir þær fjölmörgu leiðir sem liggja til Santiago de Compostela. Lítið klaustur á leið til Santiago, Basilica de Sta. Maria de Funate. Sagan er við hvert fótmál á stígnum og sérstaklega mikið er um rómanska byggingarlist.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.