Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 hverfa Lætur jólagjafir Guðný Þórarinsdóttir bókagerðarmaður er grúskari af guðs náð og hefur sankað að sér gersemum frá því hún var lítil stelpa. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Jólatré frá Ameríku „Ég fékk þetta tré í jólagjöf frá afa og ömmu þegar ég var eins árs. Ég var mjög upptekin af því að skreyta það þegar ég var lítil og þess vegna er það kannski dálítið illa farið. Það rétt hangir saman, elsku ræfillinn. Mér þykir af- skaplega vænt um það og þetta er mitt uppáhaldsjólaskraut, alltaf það fyrsta sem ég tek fram fyrir jólin. Ég er hætt að skreyta það en þó það sé svona mikill ræfill þá þykir mér það alltaf jafn fallegt. Afi var hæstaréttadóm- ari og ferðaðist mikið til Ameríku og hefur örugglega keypt tréð þar. Hann keypti líka fullt af fínum kjólum á okk- ur frænkurnar sem ég vildi að ég ætti í dag. Æðislegir ballkjólar með sérpilsum og glitrandi perlufestum, við höfðum aldrei séð annað eins.“ Ævintýri í albúmum „Þegar amma var ung setti hún öll sín kort í albúm. Þetta var það langflottasta sem ég hafði séð þegar ég var lítil og þegar ég fór í heimsókn þá bara sat ég dol- fallin og lifði mig inn í öll ævintýrin. Þetta eru flest útlensk jólakort en líka einhver póstkort. Þegar amma dó komu þessi albúm í minn hlut og mér þykir alveg óskaplega vænt um þau. Mér þykir ennþá gaman að fletta í gegnum þau og hef meira að segja látið skanna einhver þeirra inn og prentað út og selt sem jólakort.“ Að kafna í drasli „Við erum nokk- ur saman með flóamarkað sem kallast Portið og þess vegna er ég alltaf með full- an bíl af dóti og drasli. Þegar ég var svo sextug um daginn teiknaði tengdasonur minn þetta afmæliskort frá fjölskyldunni. Þarna er ég alveg að kafna í drasli með síðasta geirfuglinn og allt heila klabbið í kringum mig. Maðurinn minn gerir oft grín að því hvað ég er mikill safnari og segir til dæmis að jólagjafirnar sem ég gefi honum eigi það til að hverfa og endi svo á internetinu,“ segir Guðný og skellihlær. Listakonan í fjörunni „Mér finnst þessi stytta alveg rosalega flott en maðurinn minn erfði hana eftir frænku sína sem var barnlaus. Styttan er eftir Elísabetu Geirmundsdóttur sem bjó í Eyjafirði og sá fjölskyldu sinni farborða með því að búa til svona styttur. Hún var kölluð listakonan í fjörunni en ég vissi ekkert um þessa listakonu áður en við eignuðumst styttuna og fannst mjög gaman að heyra sögu hennar. Í dag eru verkin hennar orðin mjög eftirsótt og það er víst farið að gera eftirlíkingar af þeim en undir minni styttu stendur einmitt: „Eftirlíkingar bannaðar“. Eurovision 1989 „Dóttir mín, Guðrún Dalía, mál- aði þessa mynd þegar hún var í barnaskóla. Mér finnst hún svo skemmtileg mynd en hún er af Sverri Stormsker og Jóhönnu Linnet í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1989. Dóttir mín er einmitt píanó- leikari í dag sem gerir þetta eigin- lega ennþá skemmtilegra.“ Mynd | Rut WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.