Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 26

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Í maímánuði 2015 var söngkonan Moji Abiola stödd á herbergi sínu á Kex hótel á Skúlagötunni. Esjan í alli sinni dýrð blasti við henni frá Skúlagötunni og hún varð ástfangin af fjallinu. Hún drakk þrjá kaffibolla og samdi lagið Ísland. Líklega er það í fyrsta sinn sem stúlka ættuð frá Nígeríu sem- ur lag innblásin af þessu rómaða fjalli. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Við Moji hittumst á Snaps á óvenju gráum degi, 8 nóvember, daginn sem Bandaríkjamenn gengu til forsetakosninganna. Moji hafði þá komið til landsins að spila á Airwaves og kynna nýtt efni hljómsveitarinnar, The Midnights Sons, en hljómsveitina skipa þeir Frosti Jón og Bjarni M. Sigurðsson ásamt Moji. Það er hrollur í henni þennan dag, en með sér til landsins tók hún stutt- an leðurjakka annarsvegar og þykka vetrarkápu hinsvegar. „Mig vantar flík þarna á milli, ég held að ég kaupi mér trefil til þess að brúa bilið,“ segir hún. Moji segir Íslendinga vera mjög tískumeðvitaða, hún segir það ein- kennandi hvernig Íslendingar taka smá tísku frá Evrópu og smá tísku frá Bandaríkjunum, blanda því saman og bæta við smá tvisti og ná fram sínum eigin íslenska stíl. Sjálf er hún líka einhversstaðar mitt á milli, fædd í Bandaríkjunum með rætur í Nigeríu. „Ég fæddist í Atlanta í suðurríkjunum en við flökkuðum á milli Nigeríu og Bandaríkjanna og sem barn dvaldi ég flest jól og sum- arfrí í Nigeríu.“ Pólitíkus og bissnessmaður Þegar Moji segir frá föður sínum og móður og flakkinu á milli Banda- ríkjanna og Nigeríu, rifjast óhjá- kvæmilega upp bækur og smásögur Chimamanda Adichie sem er níger- ískur rithöfundur sem hefur slegið rækilega í gegn. En sögusvið henn- ar er gjarnan líf nígerískra innflytj- enda í Bandaríkjunum sem lifa á milli tveggja heima. Gloria, móðir Moji, flutti til Banda- ríkjanna í nám og útskrifaðist þar sem læknir og kynntist manni sín- um, M. K. O. Abiola, sem var töluvert eldri en hún, viðskiptafræðingur frá skóla í Skotlandi. Faðir Moji, M. K. O. Abiola, á sér stórbrotna sögu, en hann barðist úr sárri fátækt, var eina barnið af 23 börnum pabba síns sem komst á legg. Hann gerðist viðskipta- jöfur mikill og fékk æðstu höfðingj- anafnbót Yoruba ættbálksins. Hann sat í ótal stjórnum í fyrirtækjum og sjóðum á Vesturlöndum og Ni- geríu og fjárfesti og rak ógrynni af fyrirtækjum, stofnaði marga skóla, bókasöfn, sjúkrahús og sitt eigið fót- Moji féll fyrir Esjunni boltafélag í Nigeríu. 1993 bauð hann sig fram til forseta sem endaði með því að hann var tekin fastur og dó síðan daginn sem hann var látinn laus, nokkrum árum síðar. En hann var ekki bara stórtækur á hinu op- inbera sviði heldur kom það Glor- íu í opna skjöldu þegar þau höfðu verið gift um hríð að maður hennar átti margar aðrar konur og fleiri ást- konur, en sumar heimildir segja að hann hafi eignast 40 börn og aðrar 70 börn en Moji okkar er eitt af börn- um hans. Dansmúsík í Nigeríu „Ástandið er ekki gott í Nígeríu,“ segir Moji. „Ofan á spillingu vald- hafa þá er landið núna að ganga í gegnum kreppu. Olían var aðal út- flutningur Nígeríu og með rýrnun olíuverðsins kemur berlega í ljós að infrastrúktur landsins er mjög tæp- ur. Á meðan það voru peningar þá var hægt að halda uppi einhverri blekkingu en núna þegar fólk á veg- um ríkisins, embættismenn, kennar- ar og löggan, fær ekki borgað eykst óánægjan. Upp úr sjötta áratugnum var mikið „braindrain“, fólk sem var með hugmyndir og hugsjónir yfir- gaf landið og spillingin og ójöfnuð- ur fékk frítt spil. Núna eru afkom- endur þessa fólks hinsvegar að snúa til baka til Nígeríu. Þannig að það er fullt af ungu fólki sem er komið til landsins aftur með stórkostlegar hugmyndir um betra samfélag. En gamla fólkið heldur um völdin og sogar alla peninga til sín og á með- an verður almúginn fátækari.“ Moji óttast mest að stjórnleysi og glæpir muni aukast við þetta ástand og hefur áhyggjur af sinnuleysinu af því henni sýnist fólk vilja bara gleyma. Hún segir þetta sinnuleysi endurspeglast í þeirri músík sem er vinsælust Í Nigeríu, sem er dans- músík, músík sem fólkið notar til þess að gleyma að það er svangt og á ekki peninga fyrir mat. Hlustendur framkvæma En er músíkin þess konar afl sem gæti bylt samfélagi? „Það veltur á ýmsu,“ svarar Moji. „Í músík hefur þú bæði flytjandann og hlustandann og ef eyrun nema ekki það sem er í boði, þá gerist ekkert. Tónlistarfólk er fólkið sem býr til hljóðrásina en hlustendurnir eru þeir sem verða að framkvæma.“ En Moji telur fólk vera afskiptara í dag og flestir hugsi aðeins um eigin hag. Þrátt fyrir internetið lifi fólk einmanalegu lífi, meira núna en áður fyrr. „Öll þessi samskipti á netinu geta líka haft öfug áhrif, fólk er í minni raunveru- legum samskiptum og þunglyndið eykst bara hjá fólki allsstaðar.“ Moji vitnar í úrræði við þunglyndi sem hún hafi heyrt um þegar fólki er ráðlagt að minnka notkun sína á samfélagsmiðlum þegar það er að ganga í gegnum sálarháska og þung- lyndi. „Við lifum á tímum þar sem við vitum meira um hvort annað en nokkurn tíma fyrr, en fólk er samt ekki í raunverulegum samskipt- um þegar þau fara fram á feisbúkk, twitter og instargram,“ segir hún. Þrjú ár að segja upp Moji fær sér sopa af kamilluteinu og segir síðan ákveðin „Okkur er flest- um ljóst hvað er að gerast í heimin- um, stríð og vondir hlutir, en fólk er kannski ekki tilbúið að bregðast við. Í það heila hefur dregið úr þátttöku fólks í friðarstarfi og sjálfboðaliða- starfi, en allir eru tilbúnir að borga fyrir eitthvað sem snýr að þeirra eigin öryggi. Við erum ekki tilbú- in til þess að breyta heiminum til hins betra. Kannski tekur það þetta tíma.“ „Það tók mig þrjú ár að taka ákvörðun um að segja upp verk- fræðistarfi mínu í olíuiðnaðinum og helga mig músíkinni. Ég lærði verkfræði í Pennsylvaníu og fékk starf í olíuiðnaðinum í Texas. Ég vann á vettvangi sem teymisstjóri á borsvæðinu. Þegar olíuiðnaður- inn hrundi árið 2014 þá fékk ég mig lausa. Ég hafði unnið 60-80 tíma á viku og var mjög óhamingjusöm. Yfirmaður minn sagði að það hefði ekki gerst í 30 ár á hans tíma að einhver segði upp til þess að fylgja draumum sínum en hann hló, hann hafði komið að sjá mig syngja og hann var ánægður með ákvörðun mína. Þannig að þegar það var verið að segja upp fólki í fyrirtækinu sem ég vann hjá, þá grét fólk af angist en ég hló af ánægju yfir því að vera loksins laus. Samstarfsfólk mitt hélt að ég væri að fá taugaáfall af því að ég var að missa vinnuna,“ segir hún og hlær. Glen Hansard Þegar Moji hætti að vinna í olíu- iðnaðinum ákvað hún að treysta lífinu með opnum hug. En Glen Hansard verður að kallast sterkur áhrifavaldur í lífi hennar. Glen Á síðasta ári sagði Moji sig frá vinnu til margra ára hjá olíufyrirtæki í Houston í Texas og tók meðvitaða ákvörðun um að snúa sér að músík sinni. Myndir | Alda Lóa OrkupOkinn Allt sem þú þArft HOll Og góð OrkA

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.