Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 36

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 36
Námskeið / Atvinna / Fasteignir 36 | LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2016 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir „Við höfum það að leiðarljósi í öllu okkar námi að bjóða nútímalega kennsluhætti og lögð er mikil áhersla á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð í námi.“ Mynd | Rut Nýtt og krefjandi stjórnendanám í viðskiptalögfræði Háskólinn á Bifröst býður nú í janúar hagnýtt og krefjandi MBL nám í viðskiptalögfræði sem er hið eina sinnar tegundar á Íslandi en MBL stendur fyrir Master in business law. Unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst Þorbjörg Sigríður Gunn-laugsdóttir, forseti laga-deildar, segir hugmyndina að baki náminu vera þá að um sé að ræða stjórnendanám sem veiti nemendum þjálfun á öllum helstu sviðum viðskiptalög- fræði. Stjórnendanám í viðskiptalögfræði „Nýmælið felst í því að bjóða upp á sérhæft meistaranám í viðskiptalögfræði sem ætlað er sérstaklega til að styrkja stöðu fólks sem hefur reynslu úr fyr- irtækjaumhverfinu og hentar ekki síður fyrir þá sem lokið hafa háskólaprófi af öðrum sviðum en lögfræði. Þannig erum við nú að opna lagadeildina og leggj- um áherslu á breiða og hagnýta menntun sem eflir stjórnendur í lykilgreinum viðskiptalögfræði en þær eru jafnframt lykilsvið við- skiptaumhverfis,“ segir Þorbjörg og bætir við að með þessu sé far- ið inn á svipaðar brautir í meist- aranámi og fólk þekki úr viðskipt- um og stjórnsýslu, með gráðum á borð við MBA og MPA. Samhliða MBL náminu verð- ur boðið upp á þrjár diplóm- ur, sem eru styttri námsleiðir af afmörkuðum sviðum viðskipta- lögfræðinnar. Um er að ræða 30 eininga námsleiðir, þ.e. diplóma í fyrirtækjalögfræði, diplóma í samningatækni og sáttamiðlun og loks diplóma í skattarétti. Nám á eigin hraða þegar þér hentar Við undirbúning námsins var farið í rannsóknarvinnu á samb- ærilegum gráðum erlendis með það að leiðarljósi að bjóða nem- endum upp á allar lykilgreinar viðskiptalögfræðinnar. MBL nám í viðskiptalögfræði er 90 eininga nám án ritgerðar sem hægt er að ljúka á einu og hálfu ári eða á lengri tíma. Þá verður áfram í boði 120 eininga ML gráða í við- skiptalögfræði fyrir þá sem lokið hafa grunnnámi í lögfræði og vilja ljúka fullnaðarprófi í lögfræði með meistararitgerð. Námið verður kennt í fjarnámi en Háskólinn á Bifröst hefur ára- langa reynslu af slíkri kennslu. Fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt nemendum á innri vef skólans. Nemendur geta þannig skipulagt hvenær þeir hlusta á fyrirlestra eftir hentugleika hverju sinni. „Við höfum það að leiðarljósi í öllu okkar námi að bjóða nú- tímalega kennsluhætti og lögð er mikil áhersla á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð í námi. Vinnuhelgar eru mikilvæg- ur þáttur námsins en þá kemur nemendahópurinn saman ásamt kennara og farið er yfir sérstaka þætti námsefnisins og unnin verk- efnavinna,“ segir Þorbjörg. Umsóknarfrestur í námið er til 10. desember, kynntu þér málið á heimasíðu Háskólans á Bifröst www.bifrost.is Námskeið Atvinna Dale Carnegie leitar að söluráðgjafa Helstu verkefni • Öflun nýrra viðskiptavina • Sala og ráðgjöf til núverandi viðskiptavina • Samvinna við þjálfara og bakvinnslu • Samskipti við Dale Carnegie & Associates Hæfniskröfur • Reynsla af viðskiptastýringu eða söluráðgjöf til fyrirtækja er skilyrði • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Kunnátta í MS Office og CRM kerfum • Gott vald á íslensku og ensku Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 21. nóv. nk. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Við leitum að kraftmiklum söluráðgjafa sem er sveigjanlegur, hefur frumkvæði, getur unnið sjálfstætt og umfram allt, brennur fyrir velgengni annarra. Við leitum að aðila sem hefur ástríðu fyrir sölu og því að finna réttu lausnina fyrir fyrirtæki. Dale Carnegie býður upp á líflegt umhverfi og virk tengsl við atvinnulífið. Söluráðgjafar fyrirtækisins vinna í alþjóðlegu umhverfi þar sem meðal annars er boðið upp á ítarlega starfsþjálfun hjá Dale Carnegie & Associates. Dale Carnegie er 100 ára alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í 90 löndum. Markmið Dale Carnegie er að auka hæfni fólks og bæta árangur fyrirtækja. Alls hafa 25.000 Íslendingar hlotið þjálfun bæði á eigin vegum og á vegum fyrirtækja. Í dag starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.