Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Dönsurum troðið í óþægilega hluti Búningahönnuður með samviskubit og innblásin af Bauhaus. „Ég lét dansarana fá allskyns hluti til að vinna með eins og bala, sem ég hugsaði að þau gætu notað sem höfuðföt en fyrsta sem þau gerðu var að setja hann á rassinn á sér. Þannig að ég fór bara að framleiða rosalega mikið magn af skrítnum hlutum úr allskonar áttum. Allskon- ar venjulegir hlutir, hlutir sem þú áttar þig ekkert endilega á hvaðan þau eru því ég er búin að breyta þeim svo þeir eigi heima saman“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlist- armaður, sem sér um búninga- og sviðshönnun í sýningunni Dada- dans. Fullkomið frelsi Þórdís Erla lærði myndlist við Gerit Rietveld Academy í Amsterdam og lauk þar námi 2012. Hún hefur búið hérlendis síðustu þrjú árin þar sem hún hefur staðið að listrýminu Kunstschlager. „Stelpurnar höfðu samband við mig fyrir tveimur mánuðum með þessa hugmynd og ég fór strax á fullt. Ég hef aldrei lent í mótbyr, ég hef bara skotið út hugmyndum og allir mjög sáttir. Ég hef haft fullkomið frelsi allan tímann, mjög góð samvinna“, segir Þórdís Erla en það voru höfundar sýningarinnar og meðlimir Íslenska dansflokksins, Inga Huld Hákonar- dóttir og Rósa Ómarsdóttir, sem sköpuðu sýninguna í tilefni 100 ára afmælis Dadaismans. „Eins og flestir vita hefur Dadaisminn haft gríðarleg áhrif á nútímalist. En það hefur verið lítið fjallað um Dada- isma þegar kemur að dansi. Það voru nokkrar Dada kvendansarar en í listasögunni er lítið fjallað um konur þannig hann hefur eiginlega bara horfið úr danssögunni.“ Innblásin af Bauhaus skólanum Þórdís segir að Dadaismann hafi áhrif á flest alla nútíma listamenn og þar með talið sig: „Ég man að í listasögu í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti fannst mér ótrúlega gaman að læra um Dada, loksins var myndlistarsagan skemmtileg. Fór allt úr þessum þunglamalegu málverkum yfir í eitthvað skemmtilegt sem kannski talar meira til manns í dag.“ Þórdís er líka mjög innblásin af Bauhaus skólanum í hönnun sinni fyrir sýninguna og þá sérstaklega af dansverkinu Das Triadische eftir Oskar Schlemmer, kennara við skólann. Verkið er þekkt fyrir sín geómetrísku form og furðulega búninga: „Ég var komin með sam- viskubit því ég var alltaf að troða dönsurunum í svo óþægilega hluti en dansararnir höfðu bara viljann til að prófa allt nýtt. Dansarar gætu alveg eins verið myndlistarmenn, þau eru svo ótrúlega frjó og ólíkt mér þá hugsa þau svo mikið með líkamanum. Ég hugsaði bara, vá, ég hef tækifæri að gera eitthvað í þessum stíl, ég verð bara að gera það.“ | hdó Geometríkst form og innblástur frá Bauhaus í bland við nútíma-Dadaisma. VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN SÝNINGARINNAR LAUGARDAGINN 12. NÓVEMBER KL. 15.00 · ALLIR VELKOMNIR!FRÍTT INN! SÝNING UM BJÖRGVIN HALLDÓRSSON HJALLAVEGUR 2 · 260 REYKJANESBÆR · ÍSLAND

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.