Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 28

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 28
er írskur rokk-þjóðlaga músík- ant og þekkist úr kvikmyndunum Commitment og Once. Hann var á tónleikaferðalagi með hljómsveit sinni í Houston í nóvember 2009. Moji var meðal áhorfenda og hann heyrði í henni út í áhorfendahópn- um. „Röddin mín getur verið ansi hávær en Glenn heyrði í mér og kall- aði mig upp á svið og við tókum lag- ið saman. Þetta var örlagaríkt kvöld að því leyti að það kviknaði í mér þessi þrá að vinna við músik aftur. Ég hafði lagt til hliðar draum um óperusöng en þarna kviknaði eitt- hvað innra með mér. Við sungum saman „High hopes“ en ég þekkti ekki lagið þá en söng samt á minn hátt með honum. Nokkrum árum síðar hitti ég aftur Glen á Írlandi þar sem hann og Eddie Vedder hit- uðu upp fyrir Springsteen tónleika. Ég var í tveggja vikna fríi á Írlandi árið 2013 og kynntist fullt af yndis- legu fólki í gegnum Couchsurf- ing sem er netsamfélag í kringum heimagistingu. En eitt leiddi af öðru og aftur fór Moji á svið með Glen en núna á íþróttavelli í Írlandi sem tók mörg þúsund manns. Hún tók tvö lög, High hopes og Her mercy með þeim Glen og Eddie Vedder. „Í vinnunni heima þurfti ég oft að standa fyrir framan hóp af mönnum og útskýra stöðuna eða fara með er- indi og leið alltaf illa, mér var líkam- lega illt en þarna á sviðinu á íþrótta- vellinum fyrir framan mörg þúsund manns leið mér stórkostlega vel, eins og í stofunni heima hjá mér. Ég vissi hvað áhorfendur vildu heyra frá mér og ég vissi að ég gat gefið þeim það sem þeir vildu.“ Og þá var ég sann- færð, þetta er það sem ég vil gera. Ég þurfti bara að safna mér peningum, sem tók mig tvö ár. Frosti á Dillon Eftir að hafa fengið sig lausa frá starfinu í Houston flaug Moji til Ís- lands á leið sinni til Parísar. „Ég kom við á Dillon kvöldið áður en ég tók flugið til Parísar. Þetta sama kvöld hafði Frosti (Frosti Jón Runólfsson) hlaupið í skarðið fyrir Andreu sem er D.J. á Rokkbarnum. Um tvö leytið um nóttina fór ég að spjalla við Frosta sem endaði með því að við fórum heim til hans að semja mús- ík. Ég vissi ekkert um hann, hvort hann ætti fjölskyldu eða neitt. Hann spilaði fyrir mig hljóðrás eftir sig og Bjarna (Bjarna M. Sigurðsson) sem býr í sama húsi og hann. En Bjarni nota bene vaknaði við hávaðann í okkur. Ég hlustaði fyrst á eitt lag, en það hentaði mér ekki og síðan kom annað lag og ég gat sungið með því. Ég sagði, við skulum taka þetta upp og ég söng inn á. En þarna um nóttina sömdum við „Broken Bird“ sem er lag númer þrjú á plötunni okkar.“ Fimm lög á mánudegi Ég flaug síðan til Parísar en Frosti sendi mér póst og sagði: „Hæ, það eru allir mjög ánægðir með upp- tökuna okkar, ef þú kemur aftur til landsins væri gaman að hittast og spila meira saman.“ Þannig að á bakaleiðinni til Bandaríkjanna hitti ég Frosta og Bjarna. Ég afsakaði mig við Bjarna en við höfðum haldið fyrir honum og fjölskyldunni vöku um nóttina sem við Frosti gerðum Broken Bird. Bjarni gaf lítið út á það en þakkaði mér fyrir að biðjast af- sökunar. Við settumst síðan niður og pöntuðum pítsu og hlustuðum á músíkina þeirra Bjarna og Frosta og ég söng og samdi og við tókum upp. Við Bjarni vinnum dásamlega vel saman, Bjarni er stórkostlegur gítaristi og við sömdum saman al- veg áreynslulaust. Eitt lagið varð til þegar Bjarni var að stilla gítar- inn sinn og þegar hann snerti svona strengina, þá sá ég þessa Nevada eyðimörk fyrir mér og þá varð til saga og ég byrjaði að syngja, „Daddy was a bad man, meener than the devil,“ og út kom lagið Cut me down. Ég held við höfum kannski breytt tveim orðum í endanlegu útgáfunni. „Yes, thank you“ Músíkin ykkar nær yfir alla ameríska grasrótarmúsík, kántrí, blús,rokk, fólk og röddin þín er svo mjúk og blíð á köflum en svo sveiflar þú þér yfir í eitthvað annað, og tekur Kate Bush í nefið? „Ég ímynda mér rödd mína sem væri hún hljóðfæri, og ég er alltaf dá- lítið öfundsjúk út í gítar og píanó þar sem hægt er að spila hljóma, röddin er aðeins ein nóta í einu. Þannig að ég reyni að finna leið til þess að nota röddina eins og hljóðfæri, ná út fyrir takmörk hennar, upp fyrir og út fyr- ir textann sem ég er að flytja. En eftir að við sömdum fimm lög á þessum mánudegi fór ég aftur á Kex að hvíla mig og hlustaði á lögin aftur og lagaði sitthvað. Á miðvikudegin- um voru þau tilbúin til flutnings á tónleikum sem við héldum á Dillon daginn fyrir flugið mitt heim. Þegar ég hlustaði á upptökurnar í flugvél- inni og lenti á JFK þá lofaði ég mér að ég skyldi alltaf vera opin og móttæki- leg fyrir öllu því góða sem er í boði í lífinu. „Yes thank you.“ Hlýri á Snaps Natalie DJ Yamaho kemur inn á Snafs og sest hjá Moji. Þær panta sér báðar hlýra í hádegismat. Þegar þjónninn er horfinn dæsir Natalie, „ég er með svo miklar áhyggjur af kosningun- um. Ég er jafnvel að hugsa um að finna mér eyðieyju og flytja þangað með hænu og gítarinn, í alvöru, ég er stödd þar núna. Ef hann verður kosinn þá fer ég ekki til Bandaríkj- anna á næstunni, það er alveg bók- að.“ „Ég bið fyrir kosningunum,“ segir Moji, „það getur allt gerst. Ég á eftir að fylgjast með viðbrögð- um fjölskyldu minnar á SnapChat í kvöld, við erum 150 manns sem töl- um saman á SnapChat og það eru alltaf gífurleg viðbrögð þar við öllu sem Trump segir og gerir,“ segir Moji og hlær. „Það er einn úr fjölskyldunni, frændi minn, sem ætlar að kjósa Trump og hann fékk þvílík við- brögð frá hinum sem spurðu hann hvort að hann elskaði ekki móður sína? Hvernig getur þú kosið mann sem fyrirlítur allt kvenfólk ef hann hefur ekki kynferðislega ánægju af því? Frændi minn varð alveg óður. En Trump er vá og hann fyllir marga með ótta um líf sitt í Bandaríkjun- um, hann hótar að senda Mexíkana til Mexíkó og Afríkumenn til Afr- íku og þetta er sérstaklega ógnvekj- andi fyrir börn sem hlusta á þennan ósóma í honum. Sonur vinar míns kom heim um daginn og sagði við pabba sinn: Trump segir að við eig- um að fara til Mexíkó en pabbi ég þekki engann í Mexíkó! Það verður hryllilegt ef maður sem er rasisti, sexisti og borgar ekki skatta verður forseti Bandaríkjanna. Eftir hlýrann kveð ég Moji og Natalie sem hafa undanfarið verið önnum kafnar að spila á Airwaves í sitt hvoru lagi, en þennan eftirmið- dag, 8 nóvember, gafst þeim loks- ins tími til þess að setjast niður fyrir framan græjurnar og skiptast á mús- ík og stilla sig saman. Vonandi kem- ur eitthvað undurfagurt úr þeirri samvinnu. En platan sem kom út fyrir stuttu með Moji and the Midn- ights Sons spratt meir og minna fram fullkláruð á einum mánudegi á síðasta ári. Falleg músík. 28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Moji kom til Íslands með opinn hug og hjarta og uppskar samkvæmt því. Fyr- ir stuttu kom út diskur hennar með íslensku piltunum úr The Midnight Sons. Natalie DJ Yamaho sagðist ætla að flytja á eyðieyju ef Trump næði kjöri en Moji segir Trump endurspegla reiða fólkið. „Það er einn úr fjöl- skyldunni, frændi minn, sem ætlar að kjósa Trump og hann fékk þvílík viðbrögð frá hinum sem spurðu hann hvort að hann elskaði ekki móður sína? Hvernig getur þú kosið mann sem fyrirlítur allt kvenfólk ef hann hefur ekki kynferðislega ánægju af því? 9.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : j a n ú a r - j ú n í 2 0 1 7 9.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 5.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : j a n ú a r - a p r í l 2 0 1 7 9.999 kr. DUBLIN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7 Nú er ferðalag! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.