Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 32

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Íslenskt rapp vekur athygli þessa dagana og nýtur vinsælda. Á ný- liðinni Iceland Airwaves hátíð kom krafturinn greinilega í ljós og ákveðnir listamenn innan íslenska rappsins hafa náð hylli langt út fyr- ir þann hóp sem venjulega fylgist með öllu því sem gerist í þessu mengi tónlistarlífsins. Vinsældir íslensks rapps hafa líklega aldrei verið jafn miklar og hlustun á það jafn útbreidd. Auðvitað notar einn og einn rapptónlistarmaður hér á landi ensku til að tjá sig, ýmist einung- is eða í bland við íslenskuna. Svo virðist samt sem flestir setji sína tónlist, sem auðvitað er rækilega hlaðin mörgum orðum, fram á ís- lensku. Íslenskan virðist því vera málið í íslensku rappi. Öll tungumál góð í rapp Arn ar Freyr Frosta son, sem vak- ið hefur mikla athygli með hljóm- sveitinni Úlfi Úlfi, segir erfitt að leggja mat á það hvort íslenska sé gott eða slæmt tungumál til að rappa á. „Ég veit ekki vel hver mælikvarðinn er. Grunnurinn að rappi er hrynjandin og ef tungu- málið fellur að henni þá geng- ur rappið upp. Ég hef tékkað á röppurum frá öllum heimshorn- um og hef enn ekki upplifað slæmt rappmál. Hrynjandin eða laglín- an ræður ferðinni – tungumálið er bara farþegi.“ Arnar segir að fjölbreytni í rappi á Íslandi sé alltaf að aukast og verða skýrari. „Fyrir einhverjum árum var mikill samhljómur því að innblásturinn kom allur úr sömu uppsprettunni. Í dag sjást meira sérkenni hvers og eins, þessi atriði sem hjálpa fólki að standa upp úr fjöldanum. Senan er sterk.“ Innblástur úr íslenskum veruleika Arnar segir að sér sýnist að þunga- miðjan í textum flestra rapptónlist- armanna hér á landi sé íslenskur veruleiki. „Íslenskir hlustendur eru líka kröfuharðir, fljótir að sjá í gegnum plat og vilja fyrst og fremst eitthvað heiðarlegt sem þeir geta tengt við. Auðvitað eru rapparar samt oft að leika sér með innflutta frasa eða tilvísanir í amerísku sen- una en oftast er það spurning um stílbragð frekar en einhvern þykju- stuleik.“ Jóhanna Rakel Jónasdóttir í rappsveitunum Cyber og Reykja- víkurdætrum hefur vakið nokkra athygli fyrir tónlist sína og texta. „Textagerðin hjá mér er kannski dálítið tvískipt út af því að ég er í tveimur hljómsveitum. Hún er formfastari í Reykjavíkur- dætrum af því að við erum svo margar, 17- 25 talsins – eða ég veit eiginlega aldrei hvað v ið erum margar,“ s e g i r Jó - hanna og hlær. „Í Reykjavíkurdætrum erum við þess vegna með styttri erindi á mann og því eru það oft hlutir sem að brenna á manni sem maður reynir að koma frá sér. Það er sama hvort það er pólitík eða partí, í gegnum textana kemur oft einhver tíðarandi sem greina má í samfé- laginu. Maður reynir að koma til skila hvernig manni líður einmitt þegar við erum að gera eitthvert ákveðið lag.“ Í Cyber segir Jóhanna að texta- skrifin séu dálítið öðruvísi. „Þar erum við tvær og með meiri tíma til að tjá sig. Það er meiri hugsun í konseptinu að baki og við vinnum ákveðið þema í plöturnar. Þar er ég líka að reyna að beygja tungu- málið eftir eigin höfði, blanda öllu saman og gera að einum graut og þess vegna bræða saman ensku og íslensku. Frelsið er meira í hendingalengd og uppbyggingu. Svo er maður ekkert endilega að reyna að ríma, maður er frekar bara að hugsa um að vera nettur.“ Persónuleg tjáning Rapparinn GKR (Gaukur Grétuson) er einn af vinsælustu tónlistar- mönnunum í íslensku rappsenunni þessa dagana. „Ég er bara að rappa um minn veruleika og hann hlýtur að vera íslenskur,“ segir GKR. „Það sem ég rappa um verð- ur að koma b e i nt f r á mér, þetta er bara mitt hjarta. Ég get skrifað niður fullt af texta en það sem ég enda á að setja í lögin mín verður að koma frá hjartanu. Ef það gerir það ekki þá virkar það hvorki fyrir mig eða þá sem hlusta. Inn í mína texta ratar oft tilf- inning sem margir þekkja um að vilja sanna sig. Þá er ég að tala um það hvernig fólki líður þegar því finnst það ekki alveg rétt metið af umhverfi sínu. Við þetta tengja margir. Annars er mjög mismun- andi hvað ég fjalla um í lögunum mínum. Í nýjasta laginu mínu, sem heitir Tala um, er ég í raun- inni með svona hógvært mont og Íslenska rappið er frjálst, einlægt, beitt og íslenskt Íslenskt rapp er á unglingsárum. Það var árið 2001 sem plötur með rapptónlist og textum á íslensku komu fyrst út. Þá riðu XXX Rottveilerhundar og Sesar A á vaðið og nýttu íslenskuna fyrst í rapptexta. Í dag, fimmtán árum síðar, er íslenskan notuð sem aldrei fyrr í þessa tónlist sem aðallega á rætur að rekja vestur um haf, inn í samfélög og reynsluheim þeldökkra tónlistarmanna. En hvernig virkar íslenskan, um hvað eru íslenskir rappararar að rappa, hvaða augum líta þeir textaskrifin og er íslensk hefð að styrkjast í rappheiminum? Fréttatíminn ræddi um rapp við þrjá áberandi listamenn. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Úr Ofurmenni – Úlfur Úlfur: Adidasgalli frá toppi til táar ég stíg út í frostið og díla við grámann ég sýg upp í nefið en minni mig á það að það eru einungis bitches sem gráta einungis bitches sem gráta og við erum stórir og hugrakkir strákar sem ropa og freta og háma í sig hákarl þótt þetta sé ekki neitt sem að ég ákvað Arnar Freyr Frostason úr hljóm- sveitinni Úlfur Úlfur segir að íslensk- ir hlustendur séu kröfuharðir þegar kemur að rappi. „Þeir sjá í gegnum plat og vilja fyrst og fremst eitthvað heiðarlegt sem þeir geta tengt við.“ Myndir | Rut SKÍÐI 22. des. í 7 nætur Netverð á mann frá kr.129.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr.149.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Skihotel Speiereck Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 129.295 m/hálfu fæði Jólaferð Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.