Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Bagalegt vandamál hefur sprottið upp í Akrahverf-inu í Garðabæ sem hefur stórlega misboðið réttlæt- iskennd nokkurra íbúa. Frétta- blaðið greindi frá ástandinu í gær og ræddi við vonsvikna hús- eigendur. Samkvæmt deiliskipulagi eru grasflatir við nokkrar götur hverf- isins sem valda því raski fyrir íbúanna að þeir eiga erfitt með að koma bílaflota sínum fyrir í inn- keyrslunum. Grasflatirnar þrengja aðgengið. Litlir bílar eiga erfitt með að keyra yfir grasið. Vélfræðingurinn Kristján Ólafs- son er einn þeirra sem þarf að glíma við vandann og finnur fyrir því daglega hvað grasið er óheppi- lega staðsett. „Í flestum þessum húsum eru tveir bílar og jafnvel þrír og stundum koma gestir,“ sagði Kristján sem hefur þrýst á yfirvöld að grípa til aðgerða. Bæj- arstjórn Garðabæjar fór yfir málið á fundi og komst að þeirri niður- stöðu að deiliskipulaginu yrði ekki haggað. Bæjarstjórinn myndi ræða við Kristján. Enn blasa þó grasflatirnar við vegfarendum. Íbúar finna til samfélagslegrar ábyrgðar víðar en á Ökrunum. Skemmst er frá því að segja að í nágrannahverfinu, Arnarnesi, varð viðskiptamaðurinn Frið- rik Ingi Friðriksson fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í fyrra að horfa upp á þjófa stela bensíni af bíl sem stóð fyrir utan heimili hans. Auk þess hafa ferðamenn vanið komur sínar á rútum inn í hverfið á sumrin og Friðrik er ekki hrifinn af því. Enn frem- ur hefur komið fram sú krafa að göngustígur fyrir almenning, sem liggur samfellda leið með- fram strandlengju höfuðborgar- svæðisins, fái líka að umlykja Arnarnesið. Slíkt myndi kalla á enn frekari umferð ogz eftirlits- lausar fólksferðir um verðmætu- stu sjávarlóðir hverfisins. Friðrik telur umsvifalaust tíma til kominn að setja upp hlið til að sporna við því að þjófar og aðrir misyndis- menn komist inn á Arnarnesið. „Hægt að gera þetta svipað og í Hvalfjarðargöngunum. Þetta opn- ast þegar ekið er að því. Svona hlið eru víða á Íslandi. Þetta snýst fyrst og fremst um öryggi. Þetta myndi auka öryggi íbúa og hækka fasteigaverð,“ sagði hann í samtali við DV. Ekki myndaðist þó sam- staða um málið meðal íbúa þó fjölmargir hafi lagt baráttu Frið- riks lið. Hverfið er enn opið upp á gátt. Hvergi hefur þó reynt jafn mikið á þolinmæði íbúa höfuðborgar- svæðisins og í rótgrónu hverfi í austurhluta Reykjavíkurborgar þar sem Barnaverndarstofa tók upp á því að festa kaup á einbýl- ishúsi undir starfsemi Barnahúss fyrir nokkru. Til stóð að færa starfsemina úr löngu sprungnu STEYPT YFIR FRJÓAKUR Skapandi hugsun í skólum Vegna uppsagna verður meiri áhersla lögð á frístundir í framtíðinni - Skóla og frístundasvið húsnæði yfir í nýja húsið strax eft- ir kaupin. Glöggur húseigandi við götuna var ekki lengi að sjá fyrir raskið sem þessi starfsemi myndi kalla yfir nærliggjandi hús. Um- ferð og ónæði gæti aukist og gjör- breytt þeim anda sem ríkt hafði í götunni um árabil. Auk þess væri ekki útséð með það að starfsemi eins og Barnahús gæti haft áhrif á fasteignaverð í hverfinu. Þegar húsið var keypt var ekki talið að breyta þyrfti deiliskipulagi á svæðinu og því gaf byggingarfull- trúi út leyfi fyrir breyttri notk- un hússins. Húseigandinn glöggi kærði þá ákvörðun og voru fram- kvæmdir við húsið stöðvaðar í nokkra mánuði í kjölfarið. Málið fór eins og dæmin í Garðabænum þar sem samfélagslega meðvitaðir íbúar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir kerfisræðinu. Þó lýðræðislega kjörnir fulltrú- ar sitji í bæjarstjórnum landsins og gefi álit sitt á deiliskipulagi og reglugerðum, er ekki alltaf hægt að treysta því í blindni að póli- tíkusar finni bestu lausnirnar. Auðvitað mætti mögulega leysa vandann í Akrahverfi með því að nota þann bíl sem kemst auðveld- ar frá bílskúrnum til að sækja fólkið sem þarf að leggja svolítið frá húsunum. En það væri auðvit- að rask líka. Sem betur fer hafa ekki allir þolinmæði í að sitja aðgerðalaus- ir undir ögrandi deiliskipulagi og bíða eftir að kerfið sveigi sig að þörfum fólksins. Stundum þarf að taka málin í sínar hendur og gera eins og íbúi Frjóakurs sem hefur fengið sig fullsaddan. Ryðja gras- inu í burt. Þóra Tómasdóttir Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re ys t á n f yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M 78 53 6 Frá kr. 89.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 10 nætur. Frá kr. 106.195 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 130.195 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 30. nóvember í 21 nótt. Compostela Beach Golf Club Hotel Villa Adeje Beach BÓKAÐU SÓL Í NÓVEMBER Frá kr. 56.315 GRAN CANARIA TENERIFE Frá kr. 57.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 57.995 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 119.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 13 nætur. Los Tilos Frá kr. 56.315 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 56.315 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 67.380 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 6 nætur. Roque Nublo Frá kr. 69.955 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 í gistingu. 30. nóvember í 20 nætur. Stökktu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.