Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016
ingnum, og klufu þannig land og
íbúa á milli tveggja landa. Tohono
O ódhamar hafa búið á þessu
svæði frá því löngu fyrir tilkomu
markanna og gera enn. Fram að
þessu hafa þeir verið frjálsir ferða
sinna landanna á milli, á eigin
landi, til að heimsækja ættmenni
og vini.
Hvernig ætlar Trump að reisa
múr eftir 2.000 kílómetra löngu
fljótinu? Þar eru fjöll, gil og gljúf-
ur – og þjóðgarðurinn Big Bend.
Hvernig ætlar hann að reisa múr á
milli þéttbýlisstaðanna sem standa
við fljótið þar sem brýr hafa fram
að þessu sameinað þá? Hvern-
ig ætlar hann að koma múrnum
fyrir á víðáttumiklum flæðilönd-
um við árósa Mexíkóflóa? Þar eru
fellibyljir ekki óalgengir. Hvernig
ætlar hann að reisa múr yfir fjöllin
í Coronado National Forest-þjóð-
garðinum? Þar eru fjallstindar allt
að tvö þúsund metra háir. Hvernig
ætlar hann að reisa múr í náttúr-
verndargarðinum Organ Pipe Cact-
us National Monument? Og hvar
fást peningar í þetta allt saman?
Svo mætti lengi spyrja.
Annað vandamál er landareign.
Landið Bandaríkjamegin er ýmist í
eigu ríkisins, sveitarfélaga, indíána
eða í einkaeign. Mörg dómsmál eru
nú rekin, ekki síst vegna óánægðra
nautgripabænda í Texas og fólks
sem býr bókstaflega upp við mörk-
in og vill halda landi sínu órösk-
uðu. Margar jarðir og einkalóðir
hafa þegar verið teknar eignar-
námi.
Umhverfis- og náttúruverndar-
sinnar hafa lýst áhyggjum sínum
yfir röskun á náttúru- og dýralífi og
vistkerfinu öllu, bæði í eyðimörk-
inni og meðfram fljótinu, sérstak-
lega í Río Grande Valley, þar sem
er að finna eitt fjölbreyttasta dýra-
líf Bandaríkjanna. Garðyrkjubænd-
ur í Bandaríkjunum hafa oftsinnis
varað við því að komi ekki verka-
menn frá Mexíkó muni ávextir og
grænmeti rotna á ökrum þeirra.
Kaupmenn í landamæraborgum
beggja vegna hafa lýst áhyggjum
sínum yfir því að múrinn muni
hafa áhrif á verslun í systurborg-
unum og í raun á öll viðskiptasam-
bönd, en stór hluti af framleiðslu
í Mexíkó fer á Bandaríkjamarkað.
Mörg mannréttindasamtök í báð-
um löndum hafa látið í sér heyra
og benda á að farandverkamenn
séu hvorki glæpamenn né hryðju-
verkamenn.
Spurningunum hér að ofan er
ekki auðsvarað. Árum saman hef-
ur verið bent á að hár múr muni
ekki leysa vandann, slíkur múr
verði alltaf óskilvirkur. Vandamál
ólöglegra ferða um landamærin
verður ekki leyst nema með því
að gengið sé út frá sameiginlegri
sögu landanna og horfst í augu við
það hve löndin eru háð hvort öðru.
Kannski sýna orðaskipti verðandi
forseta Bandaríkjanna og sitjandi
forseta Mexíkó best hvað gerist
þegar það er ekki gert: „Þið borgið
múrinn.“ „Nei, þið borgið hann.“
Heimildir má finna
á vefsíðu Hugrásar.
Rimlagirðing milli Calexico, Bandaríkjunum og Mexicali, Mexíkó. Mynd | Kristín Guðrún Jónsdóttir. Landamærahliðið á landi Tohono O´odham fólksins. Mynd | Kristín Guðrún Jónsdóttir
Umhverfisvernd er hluti af samfélagslegri ábyrgð.
Berðu saman plastpoka og fjölnota poka.
Eftir það berðu bara fjölnota poka.
FJÖLNOTA
KOSTAR MINNA
– LÍKA FYRIR UMHVERFIÐ!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
SVARTUR
sterkur og
notadrjúgur120 KR. 150 KR. GRÁR með hólfum fyrir flöskurRAUÐUR léttur og passar í veski180 KR.