Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 28

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 sagði ég bara: „Já, já, ég skal fara, ég er enginn kommúnisti.“ Síðan kom ég þarna austur eftir í steikj- andi hita, íklædd vetrarfötum og úr varð mjög áhugavert ár.“ Lífið í Moskvu kom Pálínu ósköp venjulega fyrir sjónir, enda brauð- stritið víðast hvar áþekkt, en í Moskvu annaðist Pálína tvo unga syni sendiherrahjónanna. „Þetta var auðvitað stór borg, en af því að ég var úr sjávarþorpi þá fannst mér ekkert ólíkt að koma til Moskvu og að koma til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Mér fannst til dæmis miklu tilkomumeira og fallegra að koma til Akureyrar í fyrsta sinn en til Reykjavíkur. Hér fyrir sunnan varð ég meira vör við fátækt þar sem fólk sem hrúgaðist í bæinn í leit að vinnu. Sömu tilfinninguna fékk ég síðan þarna í Mosku miklu síðar. Borgin dró að sér fólk utan af landi í von um atvinnu og betra líf sem brást auð- vitað oft. Maður var svo sem ekkert vanur því að hafa það eitthvað sér- staklega gott sjálfur, þannig að lífið þarna var bara eins og annars stað- ar, barátta fyrir venjulegt fólk.“ Í Bolshoi En Moskvuborg var bauð líka upp á ýmislegt fyrir tónlistaráhuga- konuna Pálínu Árnadóttur. Hún minnist þess til dæmis þegar Hauk- ur Morthens kom til Moskvu til að syngja á Heimsmóti æskunnar sumarið 1957. Hún heilsaði upp á Hauk og kvintett Gunnars Ormslev á klúbbi í borginni eftir að hafa hlustað á þá trylla æskulýðinn. Þeir voru hissa að rekast á Íslending sem byggi í borginni en tóku Pálínu vel. Moskva bauð líka upp á þyngri tónlist en sveifluna hans Hauks. Á sýningu Íslensku óperunnar á Ev- gení Onegin í Hörpu á dögunum rifjaðist það upp fyrir Pálínu þegar hún sá verkið sextíu árum áður í Bolshoi leikhúsinu fræga í Moskvu. Bolshoi leikhúsið í Moskvu um það leyti sem Pálína vandi komur sínar þangað. Verkamenn gera allt tilbúið fyrir 1. maí hátíðarhöld á Rauða torginu Moskvu árið 1956. Í bakgrunni er kirkja heilags Basils. „Það var auðvelt að fá miða í óp- eruna fyrir íslenska sendiráðið og ég fékk oft að fara með því ég var með mikinn tónlistaráhuga, allt frá barnæsku. Sá áhugi kom líklega frá mömmu sem var mjög músíkölsk, spilaði á orgel í kirkjunni á Rauf- arhöfn í gamla daga. Ég man að mér þótti ægilega gaman á þessari uppfærslu á Onegin. Þarna sat mað- ur á besta stað innan um alls kon- ar fínt fólk en þegar óperan hófst hafði ég litla trú á söngkonunni, en þeim mun meiri á söngvaranum. Það snérist síðan fljótlega við, söng- konan var stórkostleg með algjöra gullrödd en söngvarinn ómöguleg- ur, enda hafa Rússar aldrei átt góða tenóra.“ Það skal engan undra að Pálína hafi hrifist af aðal söngkon- unni því þar hefur líklega verið á ferðinni hin goðsagnakennda rúss- neska sópransöngkona Galina Vis- hnevskaya, sem var eins og hálfgerð stofnun í sovésku tónlistarlífi á þess- um árum. Þegar Pálína heyrði verkið aftur á dögunum í Hörpu rifjaðist upp þegar hún sá óperuna með Odd- nýju Thorsteinsson forðum daga. Hún naut tónlistarinnar en sá illa á sviðið enda orðin sjóndöpur. Líf með börnum Eftir vinnuna í Moskvu nýtti Pálína tækifærið til ferðalaga í Evrópu. Hún fór ásamt vinkonum sínum til Ítalíu og heimsótti frænku sína í Englandi áður en hún fór heim og snéri til fyrri starfa á Vesturborg. „Ég kann ekkert nema íslensku og hef aldrei kunnað, en mér tókst að gera mig skiljanlega hvert sem ég fór. Ég talaði bara hægt íslensku og líka með höndunum. Það gekk í Moskvu og víðar,“ segir Pálína og hlær. Pálína Árnadóttir giftist aldrei og er barnlaus, nema hvað að hún bar ábyrgð á velferð fjölmargra barna á barnaheimilum Reykjavíkur árum saman. „Ég ætlaði mér bara að vera fóstra og stefndi ekkert á að vera forstöðukona. Ég vildi vinna með krökkunum en svo lenti mað- ur alltaf í þessu yfirmannshlutverki með því sem því fylgdi. Heimilin stækkuðu og oft fylgdu þessu erf- ið samskipti við foreldra sem áttu í erfiðleikum, til dæmis við ein- stæðar mæður og feður sem ekki fengu að taka þátt í uppeldi barna sinna, en yfirleitt gekk þetta vel og var gefandi. Það var skemmtilegt og gott að vinna í kringum börn, en ég skildi aldrei hvernig það átti að vera hægt að reka heimili og sinna slíku starfi forstöðukonu, ég fór alltaf seinust úr húsi,“ segir Pálína Árnadóttir. „Söngkonan var stórkost- leg með algjöra gullrödd en söngvarinn ómögu- legur, enda hafa Rússar aldrei átt góða tenóra.“ POTTURINN STEFNIR Í 45 MILLJÓNIR FÖGNUM AÐVENTUNNI MEÐ GLITRANDI MILLJÓNUM Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn Gildir til 28. nóvember * Miðast við 1,5 index Verð áður: 95.800 kr. *Tilboðsverð: 47.400 kr. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.