Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 30

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Kvikmyndakompan: Ásgeir Ingólfsson skoðar heiminn í gegnum bíó Táningsstúlkan En það er líka vitað að hann hef- ur nú þegar brennt sig á að fljúga of nálægt sólinni, í einhverri ein- kennilegustu Hollywood-sögu síð- ari ára, þar sem við sögu koma ótal útgáfur af sömu mynd, Martin Scorsese og brostnar vonir – og þegar nánar er að gáð, 11. septem- ber og Donald Trump. Kenneth Lonergan er ekkert unglamb – og var þegar búinn að sanna sig sem eitt færasta leikskáld Bandaríkjamanna þegar hann leikstýrði sinni fyrstu bíómynd, You Can Count on Me, árið 2000. Örlögin höguðu því þannig að ég fór með systur minni á myndina, sem var viðeigandi, vegna þess að þótt það séu til ógrynni bíó- mynda um náin sambönd bræðra og nokkrar líka um náin sambönd systra þá eru systkini hvort af sínu kyninu furðu afskipt í Hollywood. Myndin var þrælgóð og það var talað um ungan aðalleikarann, Mark Ruffallo, sem næsta Brando. Það rættist svosem ekki, þótt Ruf- fallo sé frábær leikari – og þó, hefði Brando ekki líka endað á að leika Hulk ef hann hefði fæðst hálfri öld síðar? En Lonergan varð í kjölfar myndarinnar einn eftirsóttasti leikstjóri Hollywood – en þið þekk- ið mýtuna úr tónlistarheiminum um hvað plata númer tvö sé erfið? Prófið að margfalda það með tíu og þá fáið þið út Margaret – næstu mynd Lonnergans. Myndin var ofur metnaðarfullt viðbragð hans við 11. september – og tökum lauk árið 2005. En myndin kom hins vegar ekki út fyrr en sex árum síðar, árið 2011, og fæstir fengu svo mikið sem tækifæri á að sjá hana. Lonnergan lenti í basli við að klippa hana og lagaflækjur fylgdu í kjölfarið, Lonnergan reyndist bara eiga rétt á lokaklippi ef myndin yrði und- ir tveimur og hálfum klukkutíma að lengd. Martin Scorsese og hans frægi klippari, Thelma Schoonma- ker, hjálpuðu til við eitt klipp af mörgum og Scorsese lýsti því yfir að myndin væri meistaraverk. En þegar myndin kom loksins út, 160 mínútur að lengd, var ómögu- legt að segja hvort þetta væri út- gáfan sem Scorsese elskaði eða ekki; lagaflækjur komu í veg fyrir að aðstandendur ræddu myndina að ráði og stúdóið vildi sem minnst &Trump Bráðum verður nafn leikstjórans Kenneths Lonergans á allra vörum. Hann verður tilnefndur til Óskarsverðlauna og Hollywood-stúdíóin munu keppast um undirskrift hans. Held ég. En kannski verður hann bara enn eitt nýstirnið sem flýgur of nálægt sólinni og brennir af sér vængina.Ég veit það ekki, það sem er vitað fyrir víst er þetta; hann og nýjasta myndin hans, Manchester-by-the-Sea, eru talin með líklegustu sigurvegurum komandi Óskarshátíðar – en um réttmæti þess getum við lítið fullyrt, það er ekki byrjað að sýna myndina hérna megin Atlants- hafs og ekki búið að sýna hana nema á kvikmyndahátíðum vestanhafs. Ásgeir Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Lisa þvær af sér blóð ókunnu konunnar. Þriðja mynd Lonergan, Manchester-by-the-Sea, er talin líkleg til afreka á næstu Óskarsverðlaunahátíð. af henni vita, sýndi hana í örfáum bíóum og sendi ekki einu sinni út diska með henni til meðlima Óskarsakademíunnar fyrr en eft- ir ítrekaðar óskir nokkurra gagn- rýnenda sem fannst myndin eiga betra skilið. Hún var þó sannarlega umdeild meðal gagnrýnanda – og mynd sem varð hreinlega fræg fyrir það hve fáir hafa séð hana. Ef hún hefði komið út á réttum tíma hefði hún mögulega náð á skottið á uppgjör- inu við 11. september – fjögur- -fimm ár eru ekki svo mikið í tilfelli Hollywood þegar þarf jú að skrifa handrit, finna fjármagn og leikara og taka upp og klippa. En árið 2011 var farið að fenna yfir atburðina og enn frekar núna þegar ég sá hana loksins, helgina áður en Ameríka kaus Trump. En mögulega var það bara betra – það er þráður sem tengir báða atburði og Margaret er hluti af þeim þræði. Hvar varst þú þegar turnarnir féllu? Margaret fjallar um Lisu, unglings- stúlku í einkaskóla í New York. 11. september er í nálægri fortíð myndarinnar – það er rifist um at- burðina í tveimur kennslustundum en annars koma þeir ekki við sögu, ekki beint. En líf Lisu tekur stakka- skiptum þegar hún ætlar að kaupa sér kúrekahatt. Hún sér strætóbíl- stjóra, leikinn af áðurnefndum Mark Ruffallo, með einmitt slíkan hatt á hausnum. En strætóhurðin skellur á and- litið á henni, hún reynir að ná sam- bandi við hann – kallar í gegnum glerið á meðan strætóinn fer af stað: „Hvar keyptirðu þenn- an hatt?“ Strætóinn stoppar ekki en hún nær athygli bílstjór- ans, mögulega eru þau að daðra hvort við annað, mögu- lega er hann bara að reyna að segja henni að láta sig í friði. Við fáum aldrei botn í það, því það er komið rautt ljós. Bílstjórinn sér það ekki og keyrir á konu sem er að ganga yfir gang- braut. Lisa er fyrst á vettvang, heldur á alblóðugri konunni í örm- um sínum á meðan líf hennar fjar- ar út. Konan kallar á Lisu, ekki þó þá Lisu sem heldur á henni, heldur á nöfnu hennar, löngu látna dóttur sína. Lisa er skiljanlega í losti. Mögu- lega upplifir hún líka einhverja samsekt og vorkennir bílstjóran- um – og lýgur því í skýrslutöku að ökuljósið hafi verið grænt. Hún verður sífellt skapverri og óút- reiknanlegri í kjölfarið, hvort sem er í samskiptum við einstæða móð- ur sína, strákana í skólanum eða kennarana. Á endanum snýr hún svo við blaðinu og vill breyta frá- sögn sinni. Það er þá sem einhver sérstak- asti kafli myndarinnar hefst. Lisa fer í herför. Herför fyrir sannleik- anum, herför til þess að koma strætóbílstjóranum af götunni, herför fyrir hefnd. Hún er á löng- um köflum algjörlega óþolandi – en þökk sé rafmögnuðum leik Önnu Paquin og því hvað persónan er óþægilega kunnugleg getur mað- ur ekki annað en haldið áfram að horfa. Það sem er óþægilega kunnug- legt er þessi árátta Lisu til að láta þessa atburði snú- ast um sig sjálfa. Þrátt fyrir að hún hafi aldrei þek k t kon- una og dauði hennar hafi ek k i h a f t nein bein áhrif á l íf hennar, fyr- ir utan blóð í fötum og Lonergan leikur fjarstaddan föður Lisu í Margaret, hér er hann í símanum að tala við dótturina. Myndin var ofur metn- aðarfullt viðbragð hans við 11. september – og tökum lauk árið 2005. En myndin kom hins vegar ekki út fyrr en sex árum síðar, árið 2011, og fæstir fengu svo mikið sem tækifæri á að sjá hana. auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 2. desember Blaðauki um jólaskraut auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 3. desember Blaðauki um jólagjafir auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 2. desember Blaðauki um jólaskraut

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.