Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 48

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 48
48 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Og að koma henni þegjandi til skila. Því það er að- eins rödd Heiðu sem heyrist í bókinni Heiða–fjalldala- bóndinn. Höfundurinn er þá kominn á undarlegan stað að segja nokkur opinber orð um söguhetjuna sína. En svo mik- ið er víst: Þegar bókin var rétt að verða fullskrifuð sagði ég við Heiðu: Við gætum haldið áfram í þrjú ár. Samt yrði ekki sagt um þig síðasta orðið. Heiða svaraði: Það er eins gott, því þá yrði ekkert eftir. Það eru sérstök forréttindi fyrir höfund að ná í „efni“ sem annars liggur ekki á lausu. Ég hef skrifað bók um söguhetju sem er ekki áfjáð í að tala um sjálfa sig, hvorki opinberlega né einkalega. Og þau forréttindi líka að mega opna upp á gátt sveitaheiminn hennar Heiðu, sem er okkur borgarbörnum lokuð bók, jafnvel þótt við höfum eitthvað verið að gutla á sveitabæjum á sumrin. Þá er það spurningin: Ef Heiða er svona þögul prívat- manneskja hvers vegna samþykkti hún þá yfirleitt að um hana væri skrifuð bók? Og hvers vegna tók rótgró- inn skáldsagnahöfundur og ljóðskáld U-beygju og fór að skrifa bók um manneskju sem er til í „alvörunni“. Svo mikið er víst að það eitt hefði ekki dugað þessum höfundi að hitta kvenhetju sem var stórbrotin og heill- andi. En þegar ég var búin að sitja við eldhúsborðið á Ljótarstöðum í fimm mínútur og hlusta á söguna af því hvað það hafði kostað Heiðu af lífs- og sálarkröftum að berjast gegn orkufyrirtækinu sem ætlaði að breyta besta beitarlandinu hennar í uppistöðulón og hafði að engu ákveðin orð hennar um að hún mundi ekki selja landið – þá ákvað ég að skrifa þessa bók. Heiða samþykkti, af því að hún vildi að nákvæmlega þessi hluti af hennar sögu færi sem víðast. Ástæðan fyrir því að bókin var skrifuð er því ein og sú sama hjá höfundi og söguhetju. Og það held ég kunni góðri lukku að stýra. Úr varð svo ekki aðeins baráttusagan heldur heill skaftfellskur sveitasinfónn, þar sem Heiða stjórnar lífinu og verkefnum og hundar og kettir og ær og lömb og einn geithafur leika lausum hala gegnum árstíðirnar fjórar. En bókin er að sjálfsögðu fjórskipt, eftir árstíðum. Og upphaf hverrar árstíðar er markað ferskeytlu eftir Heiðu. Hér byrjar VOR. Heiða á hagyrðingamóti Fólk vorkennir mér oft einstæðingsskapinn, og ég vorkenni fólki oft hjúskapinn. Það var um haust fyrir nokkrum árum að nokkrir karlar í sveitinni urðu alveg arfaillir í smalamennsku, ég stóð utan við þessi læti, enda að smala á öðrum stað, en varð vitni að því þegar þeir þeystu bálillir frá gamla brúsapallinum þar sem rimman átti sér stað í lok dags, fjórhjól og bílar fruss- uðust í allar áttir í trássi við öll umferðarlög, hundarnir áttu fótum fjör að launa, mölin ætlaði aldrei að lenda aftur og svartur reykurinn stóð til himins. Ég fór svona að hugsa þegar ég damlaði Lux gamla heim með hjólið á pallinum hvað það hlyti nú að verða skemmtilegt fyrir eiginkonurnar þegar karlarnir kæmu heim og færu að lýsa deginum… Spýta möl og spóla á fákum sínum. Sprengir alla skala blóðþrýstingur Ég þegi og glotti og þakka Drottni mínum Það að vera slíkur einstæðingur. Eins og má sjá á þessu hagyrðingamóti er Heiða skemmtilega og skrautlega ritfær, og endalaust skap- andi þegar að tungumálinu kemur. Það hafði svo sem ekki farið framhjá mér eftir fimm mínúturnar örlaga- ríku við eldhúsborðið á Ljótarstöðum að Heiða kunni að koma fyrir sig orði. En á því sviði hélt hún áfram að koma mér á óvart, endalaust. Og hún hélt áfram að koma mér á óvart, hvar sem á var litið – einnig þannig var höfund- inum haldið gleðilega við efnið. Það hefur nú verið mín helsta iðja í eitt og hálft ár að hugleiða Heiðu. Hvernig hún fer að því að vera til, hvað rekur hana áfram. Úr hverju hún er gerð. Það næsta sem ég kemst svarinu er að Heiða er eins og íslenska lands- lagið, það er samsetningin sem gerir útslagið. Þeir eru víðar en á Íslandi jöklarnir, hverirnir, fallegu fjöllin og fljótin, en það er hvergi hægt að finna þessa samsetningu í einu og sama landinu – innan seilingar. Á sama hátt liggja dugnaðarvargar á lausu, háttvísar konur og hlé- drægar, stuðboltar, gáfnaljós, fegurðardísir, baneitraðir húmoristar – en að finna allt þetta og miklu, miklu meira til í einni og sömu mann- eskjunni … þeirri sem ger- ir heldur ekki annað en að ögra sjálfri sér, yfirvinna eig- in tregðu – eins og með því að samþykkja bókina sem nú hefur verið skrifuð. Bók um söguhetju sem er miklu lygilegri en allar þær kven- hetjur sem höfundur hefur leikið sér að því að dikta upp í hálfa öld. Þögnin um Heiðu rofin Steinunn Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar um Heiðu Það hefur nú verið mín helsta iðja í eitt og hálft ár að hlusta á Heiðu, konu sem er annars þögul. Mynd | Rut Fjalldalabóndinn Heiða Guðný Ásgeirsdóttir BIRTINGARÁÐGJAFAR Á BETRI STOFU Hefur þú góða þekkingu á markaðsfræðum? Hefur þú menntun og reynslu af vinnu við nýmiðla og aðra miðla? Við leitum að öflugu fólki til að vinna við framúrskarandi birtingaráðgjöf; að skemmtilegum starfsfélögum með góðan skilning á tölfræði, markahópagreiningu og þekkingu á helstu forritum þar að lútandi. Hafðu samband sem fyrst því við göngum hratt frá málum. Umsóknarfrestur til 15. desember. Netfangið er: atvinna@bestun.is www.bestun.is 562 2700 101 reykjavík bankastræti 9

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.