Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 54

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Hljómsveitin Ambátt er ný í íslensku tónlistarlífi en hún er samstarfsverkefni lista- mannsins Pan Thorarensen og tónskáldsins Þorkels Atlasonar. Fyrsta plata sveitarinnar heitir Flugufen og inniheldur sjö ný lög. Hún er komin út á vínyl og í stafrænu formi á netinu, meðal annars á Spotify. „Ambátt er eiginlega framhald á verkefni okkar Þorkels frá árinu 2012 þegar við gáfum saman út plötu,“ segir Pan Thorarensen. „Ætli megi ekki segja að við séum að formfesta það sem þá gekk svona líka vel og gefa því nafn. Við spiluðum þessa nýju tónlist tvisvar á Airwaves og það var mjög hressandi, við erum með eðal fólk með okkur. Þarna eru til dæmis þýski trompetleikarinn Sebastian Studn- itzky og söngkonan Katrína Mogensen úr Mammút.“ Pan segir að vinna við nýju plötuna hafi tekið sinn tíma. „Ætli það séu ekki þrjú ár síðan við byrjuðum á henni, þannig að það er mikil hamingja með þetta. Við sækjum áhrif víða og það er kannski dálítið erfitt að flokka þessa tónlist. Við kom- um úr raftónlistar geiranum en Þorkell hefur auðvitað verið með annan fótinn í „sígildari“ tónlist. Þetta er tilraunakennt efni, sumir tala um póst-rokk og jafnvel einhver skynvíkkandi áhrif. Þetta eru margir stílar og vel blandaður hrærigrautur,“ segir Pan og hlær. Hann segir spennandi tíma fram undan hjá Ambátt við að kynna tónlistina á nýju plötunni fyrir sem flestum. Stefnt er að útgáfutónleikum í janúar. | gt Jólakrukkur Krukkur safnast saman á heimil- inu allt árið og í enda árs eru eld- hússkáparnir fullur af tóm- um krukkum. Ef þú ert með töfrafingur í eldhúsinu nýttu þá þann hæfileika í jólapakk- ann! Hér eru nokkrar hugmynd- ir að ætilegum og ódýrum hlutum í jólakrukkuna: • Heimagerðar smákökur. Sörur eða lakkrístopp- ar eru jafngildir gulli fyrir þann sem nennir ekki að baka. Settu nokkrar af gómsætu jóla- kökunum þínum í krukku og gefðu gleðina áfram. • Döðlupestó og kex. Flestum finnst gott að eiga eitthvað gómsætt að bíta í á milli jóla og nýárs. Fullkom- in tvenna fyrir þá sem eru komnir með nóg af smákökum er heimagert pestó og kex. Skelltu döðl- um, hnetum, basil-laufum, sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk í blandara og úr verður ljúfengt döðlupestó. Taktu Ritz kex úr pakkanum og settu í fallega krukku. Fullkom- in tvenna. Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Hrefna Björg Gylfadótt- ir, grafískur hönnuð- ur og ljósmyndari, deilir sinni uppá- halds ljósmynd með Fréttatímanum. „Ég rakst á þessa mynd þegar ég var að fara í gegnum gamlar „slides“ myndir frá ömmu og afa. Ég sá að þar var heill hellingur af dýrmæt- um minningum og ákvað að búa til ljósmyndabók fyrir þau.“ „Myndirnar voru teknar á filmu og hafa margar varðveist vel. Mér finnst þær fallegar vegna þess að afi notaði aldrei „flash“ og því fá litirnir að njóta sín í náttúrulegri birtu. Það er líka áhugavert að hugsa til þess hvað ljósmyndarinn þurfti að vanda sig við myndatök- una, sérstaklega þar sem ég er vön því að geta smellt af þangað til mér líkar niðurstaðan. Afi var duglegur að taka myndir af ömmu og strák- unum þeirra. Stundum eru mynd- irnar mjög uppstilltar en oft hefur honum tekist að fanga fullkomin augnablik sem sýna tíðarandann og stemninguna í lífi þeirra fyrir vestan svo vel.“ „Þessi ljósmynd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér því hún lýsir ömmu, sprelligosanum og döm- unni fullkomlega. Á myndinni er amma með lagningu og á hæla- skóm hangandi uppi í tré að gant- ast við strákana sína í Vatnsfirði á Barðaströnd. Eftir ljósmyndum ömmu og afa að dæma fóru þau oft í lautarferðir út í sveit. Amma breytti þó ekki út af vananum og klæddist hælaskóm og oft var hún meira að segja með rúllur.“ „Amma hefur alltaf verið fyrir- mynd mín því hún kann að leika sér. Þrátt fyrir háan aldur segir hún skemmtilega frá liðnum tíma og því er gaman að geta flett í gegnum ljósmyndabókina með henni.“ Uppáhalds ljósmyndin: Amma á hælaskóm hangandi uppi í tré Á myndinni sést amma Hrefnu hangandi uppi í tré að gantast við strákana sína. Það er hugurinn sem gildir Jólin snúast um fjöl- skylduna og sam- verustundir. Til þess að minnka fjárhags- áhyggjur landans ákvað Fréttatíminn að taka saman nokkrar ódýrar og skemmti- legar hugmyndir af ódýrum jólagjöfum. Geisladiskur Áttu draum um að verða söngvastjarna? Láttu drauminn rætast um jólin. Semdu nokkur lög eða taktu nokkur uppáhalds lög eftir átrúnaðargoðið. Taktu lögin upp í tölvunni og settu á geisladisk. Geisladiskar eru komn- ir aftur í tísku. Ljóðabók úr prentaranum í vinnunni Finndu ljóðskáldið innra með þér og semdu nokkur kvæði. Handskrifaðu þau niður eða ritaðu í tölvuna og gerðu að ljóðabók. Gott er að nýta sér tæki og tól sem eru manni næst. Prent- aðu ljóðabókina í prent- aranum í vinnunni og þá er enginn prentkostnaður. Núna ertu orðið ljóðskáld og getur gef- ið allri fjölskyldunni ný prentaða ljóðabók eftir þig í jólagjöf. Mynd eftir krakkana Nýttu alla fjölskyldumeðlimi þegar kemur að því að búa til jólagjafirn- ar. Láttu börnin setjast við borð og skelltu jólatónlist á fóninn. Segðu krökkunum að fara í teiknileik og þú getur fengið þér blund á meðan. Gefðu svo teikningarnar til fjölskyldumeðlima. Hver elskar ekki að fá persónulega teikningu frá litlum frænda eða frænku. Bómullarskífur Verum vistvæn þessi jólin. Taktu upp heklunálina og nýttu afgangs garn sem hefur safnast upp á heimilinu. Nýttu garnið í að gera margnota bómullarskífur. Skífurn- ar geta verið nýttar í að hreinsa farða af á kvöldin í stað einnota klúta. Auðvelt í framkvæmd og fegrar baðherbergi vina og vanda- manna. byko.is GROHE Aquatunes Bluetooth hátalari. Hlustaðu á tónlist í sturtunni eða baðinu. Vatnsheldur hátalari með hleðslustöð. Frábær í jólapakkann Ambátt er samstarfsverkefni þeirra Pan Thorarensen og Þorkels Atlasonar. Ambátt fer á flug

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.