Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 „Þetta er sá mála- flokkur sem þjóðin vill setja í forgang. Þetta eru því svik við þjóðina,“ segir Páll Matthíasson forstjóri LSH „Það er ekki hægt að gera allt á sama tíma, stórbæta kjörin, byggja nýjan spítala og verja tugum milljarða í ný rekstr- arframlög,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Á þriggja ára fresti fá ís-lensk stjórnvöld alvar-lega áminningu úr Pisa-könnuninni um að skólakerfið hér sé alvar- lega brokað. Fyrr í vikunni kom enn slík aðvörun. Íslenskir nemendur standa nemendum næstu landa langt að baki. Við þurfum að fara til Austur-Evrópu til að finna nemend- ur sem standa verr að vígi, til landa sem hafa á umliðnum áratugum gengið í gegnum hrun Sovétkerfis- ins, nauðganir nýfrjálshyggjunnar og brösótta uppbyggingu. Hvers vegna erum við í flokki með þessum ríkjum en ekki okkar næstu nágrönnum? Að hluta til liggur rótin á svip- uðum slóðum. Ísland hefur gengið í gegnum umbreytingar á liðnum árum og þjóðin veit ekki enn hvað hún vill verða. Hér var ekki Sovét- kerfi en líklega fórum við næst því af löndum Vestur-Evrópu. Hér var ekki einn flokkur sem öllu réð held- ur þrír eða fjórir, oftast tveir. Ísland gekk lengra á nýfrjálshyggjutíman- um en nágrannalöndin. Það munaði minnstu að landinu yrði breytt í aflandseyju, skattaparadís fyrir fyr- irtæki og efnafólk. Hér var mjög ýtt undir fyrirtæki á mörkum opinbers og opins markaðar á sama tíma og skipulega var dregið úr opinberri þjónustu og hún veikt. Og hér var Hrunið dýpra en í nágrannalöndun- um vegna þess að nýfrjálshyggjan og klíkukapitalismi gekk hér lengra. Það er því ekki að undra að grunnkerfin okkar séu veik. Þau hafa verið veikt. Pisa-könnunin er ábending um það og að nú dugir ekki að gera meira af því sama. Nú er kominn tími til að gera allt öðru- vísi. Öðruvísi en ríki Austur-Evrópu og líkara því sem nágrannalönd okkar gera, löndin sem eru best í því að halda uppi góðri opinberri þjónustu og öflugu velferðarkerfi. Gunnar Smári ÓLAG 3 × í viku Stjórnmál Viðreisn og Björt fram- tíð hafa ekki enn svarað tilboði Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að taka upp stjórnarmyndunarviðræð- ur. Flokkarnir hafa verið í fimm flokka viðræðum sem Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur leitt síðan hún fékk stjórnarmyndunarumboðið. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatimin.is „Ég bauð þeim upp á viðræður, strax eftir að slitnaði uppúr viðræð- um okkar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við Fréttatímann. „Þeir hafa ekki séð ástæðu til að svara því og frekar kosið að vera í viðræðum um fimm flokka stjórn,“ segir Bjarni. Hann segir ákveðin vonbrigði að menn séu ekki komnir lengra þótt langt sé frá kosningum. „Það er mikil stífni í gangi og ströng skilyrði. Ég hef sjálf- ur verið tilbúinn í viðræður við alla þótt ég telji ekki raunhæft að ná saman við Pírata. En þessi skilyrði hafa komið á óvart.“ En hvaða skilyrði setur Viðreisn sem Sjálfstæðisf lokkurinn get- ur ekki fellt sig við? „Ég ætla ekki að rekja það hér enda vil ég halda þeim möguleika opnum að þetta Svara ekki tilboði Bjarna um viðræður verði samstarfsflokkur okkar í rík- isstjórn. En menn hafa haldið fram ansi stífum skoðunum, bæði á ein- staka málefnum en líka á möguleg- um samstarfsaðilum,“ segir Bjarni. Eins og komið hefur fram hefur Viðreisn útilokað að verða þriðja hjól undir vagni í stjórnarsam- starfi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins en útilokar ekki samstarf við flokkana að öðru leyti. Bjarni Bene- diktsson segir óþarflega stífni ríkjandi í stjórnar- myndunarvið- ræðunum. Mynd | Hari Á að eiga barnið í næstu viku Ný gögn liggja fyrir í máli afgönsku fjölskyldunnar um að móðirin sé kom- in átta mánuði á leið. Mynd | Rut Hælisleitendur „Ég hef óskað eftir endurupptöku hjá kærunefnd á grundvelli nýrra gagna í málinu. Móðirin er komin átta mánuði á leið af fjórða barni og á að eiga 17. desember“ segir Eva Dóra Kol- brúnardóttur lögmaður afgönsku fjölskyldunnar sem hefur verið synjað um hæli hér á landi. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Börnin urðu fyrir lífshættulegri árás talibana í heimalandi sínu og móðir- in er barnshafandi. Ekki lá fyrir að konan, Anisa, væri þunguð þegar Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála synjuðu fjöl- skyldunni um hæli. „Talsmaður fjölskyldunnar var ekki upplýstur um þungun konunn- ar þegar Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli fyrr á árinu og þegar úskurðurinn var kærður í júní kom ekkert fram þar um. Það ríkir hlé- drægni um þessi mál í þeirra samfé- lagi og því kom þetta ekki fram fyrr. Úrskurður kærunefndarinnar kom svo ekki fram fyrr en 27. október. Ég hef óskað eftir endurupptöku hjá kærunefnd á grundvelli nýrra gagna og lagði fram læknisvottorð um að hún ætti von á sér 17. desem- ber næstkomandi. „Ég var búin að sækja um frestun réttaráhrifa á málinu en hef ekki fengið svör við því,“ segir Eva. „Ekki verður hægt að senda þau úr landi fyrr en ákvörðun hefur verið tekin þar um. Hins vegar getur endur- upptakan eðlilega breytt farvegi málsins. Ég get ekkert fullyrt um ákvörðunina en vona að þessi gögn leiði til þess að málið verði endur- upptekið.“ Hún segir ekki víst hvort málið verði afgreitt áður en Anisa eignast barnið. „Niðurstaðan um frestun réttaráhrifa gæti birst þeim næsta mánudag en svo er aftur á móti spurning hvort það verði alveg lagt til hliðar og endurupptökubeiðnin skoðuð og það gæti tekið lengri tíma. Ég er fullviss um að þau muni ekki vera send úr landi á næstu dögum af því hún er komin svo langt á leið. Það kæmi mér allavega alveg veru- lega á óvart.“ Heilbirgðismál Framlög til Landspítalans hækka um fjóra milljarða samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu og verða rúmir 59 milljarðar. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,” segir Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans. Hann segir að ráðast þurfi í stórfelld- an niðurskurð á þjónustu og fjöldauppsagnir, gangi þetta eftir. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segist hafa ýmislegt að athuga við málflutning stjórn- enda Landspítalans. Menn geti ekki haldið því fram, þótt þeir fái ekki allar óskir sínar uppfylltar, að það sé ekki vilji til að gera betur. Það sé eitthvað nýtt ef ríkisstofnir ætli að fara að segja Alþingi fyrir verkum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Páll Matthíasson forstjóri Lands- spítalans segir þetta í raun þýða að- haldsaðgerðir upp á 5,3 milljarða eða sem nemi nærri tíu prósentum af öllum rekstri spítalans. Þarna sé í raun álíka mikil aðhaldskrafa og á versta ári kreppunnar. „Það verður fullkomið styrjaldarástand á spít- alanum ef ráðast á í slíkan niður- skurð. Þarna er talað um fjóra milljarða, en þar af eru þrír milllj- arðar í launahækkanir og verðbæt- ur.“ Hann segir að það sé því verið að gera spítalanum að fella niður þjónustu í stórum stíl. Hann segir að fagurgali stjórnnmálamanna um að setja heilbrigðiskerfið í forgang hafi engu skilað og að þess sjáist engin merki í fjárlagafrumvarpinu að níutíu þúsund Íslendingar hafi skrifað undir kröfu þess efnis að meira fé yrði varið til heilbrigðis- mála. „Þetta er sá málaflokkur sem Það verður fullkomið styrjaldarástand á spítalanum þjóðin vill setja í forgang. Þetta eru því svik við þjóðina,“ segir hann og segist ætla að berjast áfram fyrir spítalann, enda beri hann ábyrgð á rekstri hans, líka í krísuástandi, þótt það séu ekki náttúruhamfar- ir heldur hamfarir af mannavöld- um. „Ég ætla að berjast fyrir því að Landsspítalinn fái það fé sem hann sannarlega þarf.“ Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segir að aldrei hafi meiri fjármunum verið varið í heilbrigð- iskerfið en alls hækki framlögin um sjö milljarða króna. „Það er ekki hægt að gera allt á sama tíma, stór- bæta kjörin, byggja nýjan spítala og verja tugum milljarða í ný rekstrar- framlög.“ Hann segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi mikinn metnað til að reka hér góða heilbrigðisþjón- ustu en það vanti víða fé, til að mynda í háskólana, vegamálin og löggæsluna. Kostnaður vegna heilbrigðiskerf- isins árið, 2015 var tæpir 200 millj- arðar, þar af komu 160 milljarðar úr ríkissjóði en afganginn greiddu notendur þjónustunnar sjálfir. Flokkur fjármálaráðherra vildi endureisa heilbrigðiskerfið fyrir kosningar en í fimm ára áætlun ríkisstjórnarinnar sem Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur standa að, er stefnt að því að útgjöld ríkisins til heilbrigðismála aukist úr 160 milljörðum króna á tímabilinu í 200 milljarða í lok kjörtímabilsins árið 2020. Tveir f lokkar, VG og Píratar vildu fyrir kosningar að útgjöld til heilbrigðismála yrðu 11 prósent af landsframleiðslu. Þau eru nú um 240 milljarðar króna og vantar því 40 milljarða upp á að heilbrigð- iskerfið sé nægilega fjármagnað, miðað við hin Norðurlöndin. Samfylking og Viðreisn sögðust ætla að bæta um betur og auka ár- leg útgjöld ríkissjóðs um 13-20 millj- arða á ári umfram 5 ára áætlun rík- isstjórnarinnar, útgjöld ríkissjóðs yrðu þannig 220-260 milljarðar árið 2020. Forstjóri Landsspítal- ans segir þetta í raun þýða aðhaldsaðgerðir upp á 5,3 milljarða eða sem nemur nærri tíu prósentum af öllum rekstri spítalans. GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardaga kl. 11-16 grillbudin.is Grillbúðin Þráðlaus kjöthitamælir FULLT VERÐ 7.990 4.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna Er frá Þýskalandi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.