Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 „Ég vaki í alltof marga klukkutíma, búin að innbyrða alltof mikið af koffíni í formi orkudrykkja og kaffibolla. Klukkutímana fyrir próf reyni ég að innbyrða eins mikið af upplýsingum eins og ég get,“ segir Sylvía Hall, nemi á lokaári í Verzl- unarskóla Íslands um morguninn fyrir próf. Stress, svefnlausar nætur og óregla eru kunnulegir hlutir hjá nemendum í prófatíð. Gangar skól- ans fyllast af stressuðum nemend- um sem þylja upp glósur vetrarins í von um að muna allt efni annar- innar þegar þau setjast við próf- borðið og andrúmsloftið er þungt. „Ég vil engan tíma missa. Ég er svo hrædd um að ég gleymi hlut- um ef ég fer að sofa þannig að ég keyri mig út í eins marga klukku- tíma og ég get fyrir próf og vaki alla nóttina. En það fylgir manni ákveðið adrenalín þegar gengin eru síðustu skrefin á leiðinni í próf og það heldur mér gangandi í gegnum þrekraunina.“ „Maður telur sekúndurnar fram að því að dyrnar að prófstofunni opnast. Ég tala aldrei við neinn þegar ég kem inn á prófaganginn því þá stressast ég öll upp. Mér finnst best að vera ein og þess vegna fresta ég eins og ég get að fara inn á prófaganginn.“ Sylvía segir að mikilvægt sé að hugsa vel um sig þegar stress er svona mikill hluti af deginum. Auk þess er mik- ilvægt að hreyfa sig þegar óreglan er svona mikil. „Mér finnst mjög mikilvægt að hreyfa mig á morgn- ana á prófatímanum, annars verð ég klikkuð. Ég borða svo óhollt og óreglulega og næ ekki að halda neinni rútínu nema að fara í rækt- ina. Eina jafnvægið sem finnst í prófunum er hvað er ótrúlega mikið ójafnvægi.“ | hdó Morgunstund Próf, andvökunætur og koffín Sylvía Hall segir stress og svefnlausar nætur fylgja prófatíðinni. Mynd | Rut „Mér finnst þetta svo spennandi ástand til að rannsaka og svo er tíska í mínum huga mikill draumaheimur. Föt eru ekki bara föt, þau geta sagt sögu og verið partur af stærri heimi,“ segir Hildur Yeoman fata- hönnuður en fatalína hennar, Transcendence lendir í versluninni Ki- osk nú í vikunni. Hönnuðurinn fer ótroðnar slóðir í list- sköpun sinni og leitar óhefðbundinna leiða til að fá innblástur. Fatalína listakonunnar og fatahönnuðarins er unnin út frá staðnum á milli svefns og vöku. „Transcendence er augna- blikið þegar þú stendur á brún ímyndunaraflsins og lygnir aftur augunum og læt- ur þig líða inn á lendur hins óraunverulega, sem er í senn hversdagsleik- inn sem allir þekka. Ég fékk aðstoð frá seiðkonu við að búa til seið sem eykur draumfarir og vann mikið af prentum út frá þessum seið.“ Hildur er þekkt fyrir að nota náttúruna og galdra í verkum sínum. Skartgripir hennar hafa slegið í gegn og má búast við nýjum og ferskum gripum með vísun í söfnunaráráttu Hildar. „Hálsmenin eru bróderuð með allskyns steinum sem ég hef sankað að mér. Ég er mikill safnari, það eru allar bækur heima hjá mér fullar af þurrkuð- um blómum og stráum. Íbúðin mín er að breyt- ast í frumskóg núna þar sem ég er með plöntusöfnunar- áráttu. Ég þarf fljótlega að fara að stækka við mig til að koma fleiri plöntum fyrir,“ segir hönnuðurinn og hlær. | hdó Hönnuðurinn fær innblástur frá staðnum milli svefns og vöku. Draumaseiði og söfnunarárátta Hönnuður sem fer ótroðnar slóðir til að finna innblástur. Í nýju línunni mikið af nýjum efnum, þar má nefna ull. Myndir | Saga Sig Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Við erum búnar að tala um þessa bókabúð mjög lengi, þetta er langþráður draumur hjá okkur. Þar að auki var mikil eftirspurn eftir rými í Reykjavík þar sem listamenn og hönnuðir geta sýnt prent- og bókverkin sín sem eru prentuð í litlu upplagi. Okkur langaði að vera með stað sem slík hefð og kunnátta gæti verið sýnilegri og jafnvel reynt að auka áhuga á verkunum og hvetja fólk til þess að gera meira af prent- verkum,“ segir Halla Kristín Hannesdóttir vöruhönnuður, annar eigandi litlu bókabúðir- innar Bækurnar á bakvið sem opnar nú í vikunni. Búðin opnar í bakherbergi í listamannarekna sýningarým- inu Harbinger við Freyjugötu. Halla er aðstandandi búðarinn- ar auk Steinunnar Önnudóttur, myndlistarmanns, sem rekur sýningarrýmið. Að sögn Höllu er mikill áhugi á sjálfstæðri bókaútgáfu á Íslandi. Búðin hefur fengið góðar móttök- ur og margir sótt um að vera með. Prentið er ekki dautt enda er borin mikil virðing fyrir bókinni. „Við höfum báð- ar ótrúlegan áhuga á bókinni sem listformi og sem hlut. Það er mjög sjaldan sem maður hendir bókum, þetta er lang- lífur hlutur. Maður á bækur lengi og gefur þær frá sér eða þær fara aftur í sölu. Þessar góðu viðtökur okkar og fjöldi þeirra sem hafa haft samband við okkur varpar ljósi á það hversu margir eru að vinna að einhverju í höndunum en hafa ekki stað til að sýna verkin. Það er frábært hversu vel fólk tekur í þetta.“ Stöllurnar eru búnar að vera að líta í kring um sig í leit að bókum í búðina og horfðu þær út fyrir landsteinanna til að auka fjölbreytileikann. „Við erum búnar að vera velja efni að utan. Fórum til Stokkhólms að skoða lítið stúdíó sem okk- ur þótti forvitnilegt og er að gera sínar eigin bækur fyrir listamenn og ljósmyndara. Við bjóðum einnig upp á fræðibæk- ur en mestmegnis leitumst við eftir að hafa sjónrænar bækur hérna hjá okkur í litlu bóka- búðinni.“ Mikil virðing borin fyrir bókinni Forvitnileg bókabúð opnar nú í vikunni í bakherbegi sýningarýmisins Harbinger við Freyjugötu. Þar verða í forgrunni bækur sem einstaklingar eða hópar gefa út sjálfir í litlu upplagi. Það er mjög sjaldan sem maður hendir bókum, þetta er langlífur hlutur. Maður á bækur lengi og gefur þær frá sér eða þær fara aftur í sölu. Prentið er ekki dautt að mati Höllu og segir hún að bækur hafa þann eiginleika að verða langlífar. Halla segir mikinn áhuga vera á sjálfstæðri bókaút- gáfu í Reykjavík og lengi hafi vantað stað til að selja þess háttar bækur. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.