Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Við styrjaldarlok, vorið 1945, undirrituðu fulltrúar þýska hersins, Wehrmacht, uppgjafaryfirlýsingu sem færði bandamönnum og Sov- étríkjunum öll völd yfir því sem áður var landsvæði Þýska ríkis- ins. Fulltrúar hersins geta þó ekki skuldbundið ríki, þjóðréttarlega. Þar sem engin starfhæf eða viður- kennd stjórnvöld voru lengur til staðar litu sigurvegarar stríðsins ekki á það sem fyrirstöðu. Reichs- borgarar segja hins vegar, í krafti þessa, að ríkið hafi aldrei gefist upp, aðeins herinn. Og hér komum við að mörkum hins frumspekilega. Reichsborgar- ar vísa til úrskurðar stjórnlagadóm- stóls Vestur-Þýskalands um gildi sáttmálans við Austur-Þýskaland, 1973. Þar segir að Þýska ríkið hafi lifað af stríðslokin, og sé enn til, þó svo að „vegna skorts á skipulagi, einkum skorts á stofnanavædd- um innviðum“ sé athafnageta þess engin. Þar sem ríkið hefur ekki liðið undir lok, geti Sambandslýðveldið ekki verið arftaki þess. Þ e t t a n o t a Reichsborgarar sem sönnun á mál- stað sínum – en sleppa seinni hluta setningarinnar, sem heldur áfram: Sam- bandslýðveldið er ekki arftaki Þýska ríkis- ins „heldur samt því, þó að landfræðilega nái það aðeins til hluta þess.“ Sambandslýðveldið ehf Í reynd var formleg staða Vestur-Þýskalands sem ríkis háð mörgum vafaatriðum, sem hægri-öfgahreyfingar beittu til áróðurs fyrstu áratugina eftir stríð. Upphafleg stjórnarskrá Sambandslýðveldisins var háð samþykki bandamanna, fullveldi landsins takmarkað og bundið skilyrðum. Frá endursam- einingunni árið 1990 er fullveldi Sambandslýðveldisins aftur á móti afdráttarlaust og möguleg vafamál almennt talin úr sögunni. Þegar lagarök þrýtur eiga Reichs- borgarar þó heilt vopnabúr af upp- nefnum að grípa til. Fremst þeirra er BRD GmbH! – Sambandslýð- veldið ehf! Að þetta svonefnda lýðveldi sé í eðli sínu aðeins fyr- irtæki, stofnað til að arðræna íbúa landsins. Þaðan er stutt í fasísk stef: ef Þýskaland er fyrir- tæki, hverjir stýra því þá? Nú, gyðingar … Yst til hægri í hreyf- ingunni lágu nýnasista- samtök in Deutsches Kolleg, Þýska sambandið. Helfararafneitun, gyðinga- hatur, Þýskaland skuli rísa af hnjánum í hinu fjórða ríki – allt það. Félagið var stofnað árið 1994. Þekktasti for- Adrian Ursache sendir aðdáendum og stuðningsmönnum myndir af sjúkrahúsinu, eftir skotbardaga við lögreglu. Skjaldarmerki ríkisins Ur sem Adrian Ursache stofnaði á heimili sínu. Adrian Ursache, Herra Þýskaland 1998, með konu sinni þegar allt lék í lyndi. sprakki þess var lögfræðingurinn Horst Mahler, áður þekktur sem stofnmeðlimur Rauðu herdeild- anna, með þeim Baader og Mein- hof. Fyrir þá starfsemi var hann dæmdur í fangelsi árið 1975, en var fyrir tilstilli verjanda síns, Gerhards Schröder, síðar kanslara, sleppt úr haldi eftir að hafa afplánað tvo þriðju hluta dóms síns, árið 1980. Bylgjan Mahler hóf lögfræðistörf að nýju átta árum síðar og steig loks fram sem nýnasisti árið 1997. Stjórnvöld leystu Deutsches Kolleg upp árið 2003. Mahler var síðast fangelsaður árið 2009, fyrir hatursorðræðu og fleiri sakir, og situr inni síðan þá. Til að taka af öll tvímæli heilsar hann blaðamönnum með Hitlerskveðju – það er ekki flókið að staðsetja hann hugmyndafræðilega. Í öðrum tilfell- um krefst það meiri vinnu. Í þessari kíkótísku hliðarveröld er Thomas Mann, hómópati frá Bonn og „aðili að ríkisstjórn frírík- isins Prússlands“, sem á 25 ára af- mæli endursameinaðs Þýskalands haustið 2014, leiddi 200 manna „áhlaup á Reichstag“ eins og skipu- leggjendur nefndu mótmæli sín við þinghúsið. Mann er meðal þeirra sem krefjast fullveldis sambands- landanna, hvers fyrir sig, sem hann segir hafa verið stýrt sem nýlend- um – frá og með valdatíð nasista. Og meðal þess sem Adrian Ursache, Herra Þýskaland, hrópaði til lög- reglumanna frá ríki sínu, var: „Nas- istar! Fasistar!“ Stjórnmálafræðingar benda á að í afneitun á réttmæti sambandslýð- veldisins liggi ekki aðeins þræðir milli Reichsborgara og nýnasista, heldur einnig nokkurs hluta Peg- ida hreyfingarinnar, sem mótmælt hefur innflytjendum og móttöku f lóttafólks, og popúlista-f lokks- ins AfD, sem nýtur vaxandi fylg- is. Því sé ekki hægt að afgreiða reichsborgara sem sérvitra einfara – uppgangur þeirra sé jaðarfyrir- bæri í, en þó hluti af, umfangsmeiri öfga-hægribylgju. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.