Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Eftir að Þórhildur Ída Þórarinsdóttir greindist með krabbamein í öðru brjóstinu, kom í ljós að hún var með BRCA2 stökkbreytinguna, sem veldur stóraukinni hættu á brjóstakrabba- meini og krabbameini í eggjastokk- um. Íslensk erfðagreining hefur haft dulkóðaðar upplýsingar um 1250 íslenskar konur með genið og boðist til að afhendar þær Lands- spítalanum með því skilyrði að kon- urnar verði látnar vita, en leyfi heil- brigðisyfirvalda hefur ekki fengist. „Fyrst var ég mjög hissa og spurði mig ítrekað. Hvers vegna var ekki haft samband. Þessar upplýsingar eru til hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, afhverju megum við ekki fá þær? Mér leið eins og við konurn- ar hefðum klemmst á milli í ein- hverri deilu,“ segir Þórhildur Ída. Núna hafa bæði brjóstin verið tekin, sem og legið og eggjastokkarnir, en framundan er samt erfið lyfja- og geislameðferð. „Ég var með þykkt dökkt hár niður á bak. Ég er búin að klippa það stutt, þá verður mér minna brugðið þegar það fer að detta af,“ segir hún. Krabbamein í eitlum Þórhildur Ída fór í skoðun og við- tal hjá leitarmiðstöð Krabbameins- félagsins árið 2013. Þá var hún með verk í vinstra brjóstinu og einnig hafði hún verið mjög rokkandi í þyngd. Náinn ættingi hennar hafði greinst með brjóstakrabbamein og þurft að fara í brjóstnám og hún spurði bæði lækna hjá Krabba- meinsfélaginu og heimilislækni hvort hún gæti fengið að láta skoða hvort hún væri með BRCA2 stökk- breytinguna í blóðinu. Henni var tjáð að engin ástæða væri til þess í hennar tilfelli. Hún tók málið ekki upp aftur fyrr en hún greinist með brjóstakrabbamein í október. Þá bað hún um að þetta yrði skoðað. „Skurðlæknirinn spurði mig ítrek að, ertu alveg viss? Og hvað ætlarðu að gera ef þú ert með BRCA2, skiptir það máli núna, þegar þú ert búin að greinast? En ég gaf mig ekki og prófið var jákvætt,“ segir hún. „Mér var sagt eftir brjóstnámið, að nú yrði skoðað hvort það væri krabbamein í eitlunum. Ef það fyndist ekki væri ég sloppin. Það voru fimm prósent líkur á krabba- meini í eitlum en því miður reyndist það vera. Lyf og geislar er því það sem koma skal. Núna bíð ég eftir að fara i viðtal 15. desember. Þá fæ ég að vita hverjar lífslíkur mínar eru. Ég er ekki viss hvernig mér líður í þessu öllu, þetta er eins og að lenda í loftárás og rykið er ekki sest.“ Sóar ekki tímanum Þórhildur segist enn vera að átta sig á stöðunni en ætli ekki að sóa neinum tíma í vanlíðan. „Ég var að skrifa meistararitgerð í jákvæðri sálarfræði þegar ég fór í krabba- meinsskoðunina. Maður er bara summa þess sem hefur komið fyr- ir. Og ég er talsvert sjóuð. Ég græði ekkert á því að vera bitur, ég vil frekar nota tímann til að gera eitt- hvað fyrir mig og efla heilsuna eins og ég get.“ Börnin mikilvægust „Það var strax ákveðið að skera burtu brjóstin en ég vildi taka eggjastokkana með enda er tals- verð áhætta á krabbameini þar ef þú ert með BRCA2,“ segir Þórhild- ur. „Þegar eggjastokkarnir höfðu verið teknir fannst krabbamein í öðrum þeirra svo það reyndist rétt ákvörðun. Þá fannst læknunum réttast að taka legið líka.“ Hún segist ekki geta svarað því hvort hún hefði farið í fyrirbyggj- andi brjóstnám ef hún hefði fengið að fara í greiningu árið 2013. „En það hefði breytt miklu fyrir mig, ég hefði allavega farið í reglubundið eftirlit tvisvar á ári og því líklega greinst mun fyrr. Mig tekur sárt til mannsins míns og barnanna. Þegar svona áfall dynur yfir slær það Á að rökræða okkur í hel? „Og hver vill ekki slíkt tækifæri sem getur gert sér í hugarlund hvernig það er að vera í mínum sporum og eiga á hættu að deyja frá manni og börn- um. Og ef fólk er ekki með stökkbreytinguna, getur það bara opnað kampa- vín og skálað fyrir lífinu. Það er hrikalegt að vera í þeirri stöðu að hafa viljað vita, en ekki fengið það.“ Ef við vissum um 200 jarðsprengjur í jörðu á Íslandi, yrði þá staðsetningunni haldið leyndri ef einhver skyldi kjósa það að springa í loft upp, frekar en að burðast með þessa vitneskju,“ segir Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, 53 ára kona sem greindist með krabbamein í öðru brjóstinu 3. október. Myndatexti STÓRVERSLUN SMÁRATORGI VERÐDÆMI DÖMU & HERRAFÖT bolir 1.990,- skyrtur 5.990,- buxur 8.990,- regnbuxur 2.990,- softshellbuxur 8.990,- fóðraðar buxur 6.990,- snjóbuxur 9.990,- flíspeysur 3.990,- softshelljakkar 7.990,- jakkar 5.990,- warmloft jakkar 7.990,- úlpur 14.990,- fóðraðar kápur 13.990,- BARNAFÖT flíspeysur 3.490,- softshelljakkar 6.990,- softshellbuxur 6.990,- snjóbuxur 9.990,- fóðraðar buxur 6.990,- regnbuxur 2.990,- úlpur 9.990,- fóðraðar kápur 9.990,- OPIÐ VIRKA DAGA 11–18 LAUGARDAGA 11–17 SUNNUDAGA 12–16

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.