Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Þetta er alls ekki einfalt mál Vigdís Stefánsdóttir er erfðaráð- gjafi á Landsspítalanum en einstak- lingar úr fjölskyldum með krabba- mein geta leitað eftir erfðaráðgjöf þar sem farið er yfir fjölskyldusögu og gert erfðapróf ef ástæða þykir til. Hún segir að talið sé að um 60 til 70 fjölskyldur á landinu séu með þessa ákveðnu stökkbreytingu í BRCA2 en áhættan innan þeirra sé misjöfn, í sumum þeirra séu sára- fáir með krabbamein en margir í öðrum. „Allir sem greinast fá upp- lýsingar sem þeir geti dreift til ætt- ingja sinna því er líklegt að margir þeirra sem eiga í hlut viti það nú þegar,“ segir hún. „Þetta er alls ekki einfalt mál því hvergi í heiminum er leitað til fólks til að upplýsa það um sjúkdóma, nema þeir séu bráðsmitandi,“ seg- ir Vigdís. „Það er þó verið að skoða ýmsar leiðir til að koma upplýsing- um til þessara kvenna og meðal annars séu viðræður milli stjórn- enda Landsspítalans og stjórnenda Íslenskrar erfðagreiningar. „Það eru ótal stökkbreytingar sem eru sjúkdómsvaldandi og ef það á að til- kynna þessar verður að spyrja hvað á að gera við allar hinar.“ Stökkbreytingar í tveimur gen- um, BRCA1 og BRCA2, auka veru- lega áhættu á brjóstakrabba- meini. Hér á landi hafa um 4% kvenna og 40% karla með brjóstakrabbamein stökk- breytingu í BRCA2 geninu. Það eru meira en sjö- tíu prósent líkur á því að konur sem bera í sér s tök k brey t i n g u n a fá i brjóstakrabbamein eða krabbamein í eggjastokkana. Þær lifa að meðaltali tólf árum skemur en aðrar konur og eru þrisvar sinnum lík- legri til þess að deyja fyr- ir sjötugt. Meðferð og horf- u r s jú k l i nga með brjóstakrabbamein ráð- ast fyrst og fremst af því hversu snemma meinið greinist en hægt er að minnka líkurnar á banvænu krabbameini úr 80 prósentum í 5 prósent með forvörnum. Íslensk erfðagreining hefur boð- ist til að afhenda Landsspítalanum upplýsingarnar en þær eru til hjá fyrirtækinu, dulkóðaðar. Þá verði hægt að láta þá sem eru með stökk- breytinguna vita. Vísindasiðanefnd hefur mælt gegn því og bent á rétt fólks til að vita ekki í slíkum til- fellum. mann fyrst að börnin eru það mikilvægasta í lífinu. Og það versta er að geta ekki fylgt þeim eftir út í lífið.“ Hvar er þetta fólk? Þórhildur segir að starfsfólk Lands- spítalans hafi sýnt mikla nærgætni og umhyggju frá því hún greindist. Þar vinni afbragðsfólks. En það séu greinilega tvær fylkingar í þessu máli og það sé svo viðkvæmt að það sé varla hægt að ræða það. „Ég vildi óska þess að ég yrði síð- asta konan á Íslandi til að ganga í gegnum þetta. Það þarf að leysa þennan hnút. Mér finnst afskaplega sláandi að fólk í kerfinu telji í alvöru að það sé hægt að rökræða þetta árum saman. Á að rökræða okkur í hel á meðan þessar upplýsingar eru til og hægt að gera þær aðgengi- legar. Mér finnst aðalatriðið að þær verði aðgengilegar og að fræðsla um þetta B dæmi verði stórefld. Ég get samt ekki annað en brosað þegar ég heyri fólk vitna til þess að fjöldi fólks vilji ekki vita ef það er með þessa stökkbreytingu. Sjálf hef ég ekki hitt einn einasta og ég á satt að segja svolítið erfitt með að trúa því. Hvar er þetta fólk. Afhverju gefur það sig ekki bara fram. Og auk þess ætti ekki að vera erfitt að hagræða hlutum þannig að þeir sem vilja fái upplýsingar en hinir ekki.” Óttast kannski öngþveiti 0,8 prósent Íslendinga eru með stökkbreytinguna sem er mun hærri tíðni en víðast hvar annars staðar. „Kári Stefánsson forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar hefur sagt að ekki sé vitað um neina stökk- breytingu sem stytti lífslíkur jafn- mikið og þetta,“ segir Þórhildur Ída. „Hvernig getur fólk réttlætt að gera ekkert í málinu. Þeir siðfræðingar sem vilja ekki að fólk fái að vita um þessa sjúkdómshættu af því að það vilji það kannski ekki, ættu kannski að hugsa um okkur hin, sem fáum ekki að vita, þótt við vilj- um það. Fólk óttast kostnaðinn en það kostar að reka hérna heilbrigð- iskerfi. Þetta er hluti af því. Menn óttast kannski öngþveiti þegar allar þessar konur mæta og vilja fá heil- brigðisþjónustu. Það verður þá bara svo að vera.” Hún segist ekki gera lítið úr því hversu yfirþyrmandi það sé að fá þær fréttir að maður hafi greinst með stökkbreytinguna en það sé siðferðisleg skylda að leysa þetta mál, enda er það sennilega minna yfirþyrmandi en að greinast með krabbamein. „Ef þú greinist með þessa stökkbreytingu áttu samt sem áður val og getur hagað lífi þínu eft- ir því,” segir hún. „Til dæmis get- urðu valið að eignast börn fyrr, vera í þéttara og öflugra eftirliti, stunda sjálfsskoðun og vera almennt á varðbergi.“ Hún bendir á að þetta þýði ein- faldlega að fólk fái tækifæri til að bregðast við áður en það er of seint. „Og hver vill ekki slíkt tækifæri sem getur gert sér í hugarlund hvern- ig það er að vera í mínum sporum og eiga á hættu að deyja frá manni og börnum. Og ef fólk er ekki með stökkbreytinguna, getur það bara opnað kampavín og skálað fyrir líf- inu. Það er hrikalegt að vera í þeirri stöðu að hafa viljað vita, en ekki fengið það.“ Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri erfða- rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur leitað til Persónuvernd- ar eftir leyfi til að afkóða upplýsingarn- ar og veita erfða- upplýsingar en eins og staðan er núna vísar fyrirtækið á erfðaráðgjöf Lands- spítalans. Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi. KJARAKAUP 4.430.000 kr. VW Passat Highline 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.330.000 kr. 900.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 2.750.000 kr. VW Caddy Maxi 1.4 TGI / MetanBensín / Beinskiptur* Fullt verð: 3.210.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér e r a ðe in s sý nd ur h lu ti af b ílu m í bo ði . F ul lt ve rð e r v er ð hv er s bí ls m eð a uk ab ún að i. Au ka bú na ðu r á m yn du m g æ ti ve rið a nn ar e n í a ug lý st um v er ðd æ m um . * Fi m m á ra á by rg ð gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með mm ára ábyrgð. Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin! Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KJARAKAUP 2.270.000 kr. VW Polo Trendline 1.0 MPI / Bensín / Beinskiptur Fullt verð: 2.420.000 kr. 150.000 kr. Afsláttur 460.000 kr. Afsláttur Vistvænn KJARAKAUP 3.190.000 kr. Skoda Octavia G-Tec Ambition 1.4 TGI / MetanBensín / Beinsk. Fullt verð: 3.510.000 kr. 320.000 kr. Afsláttur Vistvænn KJARAKAUP 4.950.000 kr. MMC Outlander Intense / 4x4 / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 5.590.000 kr. 640.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 2.450.000 kr. Skoda Rapid Spaceback Ambition 1.2 TSI / Bensín / Beinsk. Fullt verð: 2.890.000 kr. 440.000 kr. Afsláttur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.