Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 blaðinu fært að auka enn þjón- ustu sína við lesendur, fjölga síðum og efnisþáttum, sem aft- ur fjölgaði lesendum. Sem aftur jók forskot blaðsins á keppinauta sína. Samkeppni áskriftarblaða á auglýsingamarkaði færir því fyrr en síðar stærsta blaðinu einstaka stöðu og mikinn fjárhagslegan styrk. Einokun og fákeppni Styrkur allra miðla á blómatíma fjölmiðlunar á Vesturlöndum byggði því á einokun eða fákeppn- isstöðu við dreifingu frétta, efn- is og auglýsinga. Þessi fyrirtæki uxu upp í mikilvæga samfélags- lega stöðu. Og flest þeirra mættu þessari stöðu með því að axla þá ábyrgð sem fólst í henni. Sumir að miklu leyti, aðrir að nokkru leyti. Þessi þróun verður síðar á Ís- landi en annars staðar. Fyrst og fremst vegna þess hversu seint kviknar á almennum neytenda- markaði á Íslandi. Fram að átt- unda áratugnum var kaupmáttur hér bæði almennt miklum mun lægri en í nágrannalöndunum og neytendavörur fábreytilegri. Vildarfyrirtækjum stjórnmála- f lokka var skammtaður bás á markaði og þau fengu að fram- leiða vörur sínar vernduð fyrir samkeppni. Þegar aðlögunartími íslensks iðnaðar vegna inngöngu Íslands í EFTA á sjöunda áratugn- um rann út á þeim áttunda jókst hér samkeppni og auglýsingar og önnur markaðssetning réði meiru um markaðsstöðu fyrirtækja en hvaða klíku þau tilheyrðu. Áttundi áratugurinn gerði Morgunblaðið að drottnandi fjölmiðli á Íslandi. Og eftir því sem markaðurinn færði blað- inu sterkari stöðu því betur vildi blaðið þjóna almenningi. Þótt Mogginn hafi aldrei kastað grímunni sem eindreginn stuðn- ingsmiðill Sjálfstæðisflokksins þá gerði blaðið margt til að veita góða almannaþjónustu. Þegar leið á níunda áratuginn fór blaðið að nota slagorðið: Blað allra landsmanna. Það var vissu- lega hrokafullt en lýsir engu að síður viðbrögðum blaðsins við yfirburðastöðu sinni á markaði og hvernig það vildi mæta þeirri ábyrgð sem því fylgdi. Morgun- blaðið var að ganga í gegnum sömu umbreytingu og önnur öfl- ug staðarblöð í okkar heimshluta, blöð sem tóku að sér það hlutverk að vera vettvangur alvarlegrar samfélagsumræðu og taka með því þátt í að móta og bæta samfélagið. Dagblaðið markar nýjan tón 1975 stofna Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson Dagblaðið, eft- ir að Jónas hafði verið rekinn frá Vísi. Vísir var einkahlutafélag eins Árvakur, sem gaf út Morgunblaðið, en engu að síður tengt Sjálfstæðis- flokknum. Þorsteinn Pálsson, sem síðar varð formaður flokksins, tók við af Jónasi. Þótt nefna megi nokkrar veik- burða tilraunir áður, þá var stofn- un Dagblaðsins fyrsta alvöru til- raunin til að koma almennum frjálsum fjölmiðli á legg á mark- aðslegum forsendum. Enda hét út- gáfufélagið Frjáls fjölmiðlun hf. og leitaði til almennings um stofnfé. Allir almennir fjölmiðlar á þessum árum voru ýmist reknir af stjórn- málaf lokkum, í nánum tengsl- um við þá og undir verndarvæng þeirra eða þá af ríkinu sjálfu með yfirstjórn skipaðri af stjórnmála- flokkunum. Dagblaðið var rekið til 1981 þegar það sameinaðist Vísi, varð DV og kom út í mörg ár þar á eft- ir undir þeim formerkjum sem Sveinn, Jónas og félagar höfðu markað; óháður fjölmiðilinn sem sótti styrk sinn og umboð út á markaðinn. DV varð síðar eitt af fyrstu fórnarlömbum tæknibreytinga í dreifingu fjölmiðlaefnis. Áður en Fréttablaðið var stofnað 2001 og var ætlað að veita almannaþjónustu án áskriftartekna. Útgáfa þess var svar við fyrirsjáanlegu hruni áskriftarmódelsins. stóru millistéttarblöðin fengu þung högg, áskriftarblöð sem komu út á morgnana, skrapp lausasala á dag- blöðum saman og fjöldi síðdegis- blaða lokaði. Þótt módel Dagblaðsins hafi virkað vel 1975 var það orðið ónýtt árið 2000. Smáauglýsingar voru á leið á Netið, lausasala á dagblöðum hafði hrunið og síðdegið, þegar fólk var við vinnu, varð vaxtartími netmiðla. Staða DV var líka alla tíð veik. DV var næststærsta blaðið og fékk alltaf mun minni sneið af aug- lýsingamarkaði en ætla mætti af lestri blaðsins. Þótt 50 prósent landsmanna hafi lesið helgarblað DV skilaði það ekki nema um fjórðungu þeirra auglýsingatekna sem Morgunblaðið fékk út á rúm- lega 60 prósent lestur. Einokun afnumin Á eftir DV stofnaði Alþýðuflokk- urinn tvívegis til blaðaútgáfu sem átti að byggjast á markaðslegum forsendum; Helgarpóstinn 1979 og Pressuna 1988. Á þessum árum var Alþýðuflokkurinn farvegur kröfunnar um kerfisbreytingar á Íslandi, að Ísland yrði normalíser- að og samfélagið mótað að því sem tíðkaðist í nágrannalöndun- um. Flokkurinn seldi bæði blöð- in frá sér stuttu eftir útkomu og þau urðu í nokkur ár farvegur fyr- ir nýja tegund blaðamennsku, lík- ari því sem þekktist í okkar heims- hluta. Það er síðan ekki fyrr en Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur sonur hans stofna Fréttablaðið 2001 sem alvörutilraun er gerð til að koma á fót dagblaði sem lýtur markaðsleg- um forsendum; aflar tekna á opn- um markaði gegn loforði um al- mannaþjónustu og óháðar fréttir. Í millitíðinni er einkaleyfi ríkis- ins á útvarps- og sjónvarpsrekstri afnumið og Bylgjan og Stöð 2 hefja útsendingar 1986. Báðar stöðvar ráku öflugar fréttastofur og reyndu af metnaði að axla samfélagslega ábyrgð sína með margháttaða samfélagsumræðu. Þótt margar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hafi verið stofnaðar eftir þetta er Bylgj- an og Stöð 2 enn stærstu frjálsu ljósvakamiðlarnir. Tilhneigingin varð sú að eigendur Bylgjunnar og Stöðvar 2 keyptu upp samkeppni eða héldu úti stöðvum til að hindra samkeppni. Rekstur allra þessara miðla gekk brösuglega. Helgarpósturinn og Pressan fóru á hausinn þegar kreppti að á auglýsingamarkaði í reglulegum niðursveiflum á Ís- landi. Stöð 2 lifði þessar sveiflur af en varla þó. Segja má að Stöð 2 sé fyrirbrigði sem skilaði hagn- aði þrjú ár af hverjum tíu, var við núllið fjögur ár af hverjum tíu en tapaði stórt þrjú ár af hverjum tíu. Ef stöðin hefði verið í eigu einhvers sem lagði til hliðar fé á góðu árunum til að mæta þeim slæmu hefði reksturinn kannski gengið upp. Rekstur Bylgjunn- ar var öruggari enda var staða hennar á sínum markaði, út- varpsmarkaði, sterkari en Stöðv- ar 2 á sjónvarpsmarkaði. Hrunið breytir öllu Um og upp úr aldamótum hafði umbreyting íslensks fjölmiðla- markaðar frá f lokksdrifnum blöðum yfir í markaðsdrifna fjölmiðla gengið yfir ef Ríkisút- varpið er undanskilið. Umbreytt Morgunblað og Fréttablaðið voru sterkust á dagblaðamarkaði, Ríkissjónvarpið, Stöð 2 og Skjár einn kepptu á sjónvarpsmarkaði, Bylgjan og Ríkisútvarpið á út- varpsmarkaði og mbl.is og visir.is á netinu. Innan um og saman við voru smærri aðilar. Sumir þessara miðla voru í ágætum rekstri og stóðu vel undir sér; Morgunblað- ið, Fréttablaðið og Bylgjan. Önnur lifðu á væntingunum um að geta híft sig upp fyrir núllið. Við Hrunið breyttist flest. Þá höfðu tæknibreytingar og afnám Dagblaðið var stofnað 1975 og markaði tímamót; fyrsti fjölmiðilinn sem vildi starfa á markaði og veita almenningi frjálsa og óháða fréttaþjónustu. Alþýðuflokkurinn var fyrir 35 árum farvegur kröfunnar um kerfisbreytingar og nýtt Ísland. Liður í því var að hleypa Helgarpóstinum af stokkunum 1979, blaði sem var í forystu nýrrar blaða-mennsku um tíma. Blaðið var síðan selt einkaaðilum. Eins og Alþýðuflokkurinn hafði stofnað Helgarpóstinn á sínum tíma stofnaði flokkurinn Pressuna 1988 til að ýta undir frjálsa fjölmiðlun. Eins og með Helgar- póstinn seldi flokkurinn Pressuna síðar meir. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.