Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 6
73,7 milljarðar kostnaður við grunnskóla 2014 6 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 ● Auka blóðflæði í höfði; ● Slaka á vöðvum í hnakka; ● Bæta öndun með því að slaka á axlasvæði; ● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið; ● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar; ● Bæta virkni meltingar kerfisins; ● Bæta blóðflæði í nára. ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDS- INNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ: FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SLÖKUN OG VELLÍÐAN F YRIR ALL AN LÍK AMANN N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I BYLTING FYRIR ÞREYTTA FÆTUR 7.900 K R. Með fimmsvæða nuddinnleggi UNDRA heilsuinni­ skónna nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgrárri eða ljósri Merino­ull. Komdu og prófaðu! UNDRI HEILSUINNISKÓR B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G Viðskipti Ráðgjafarfyrirtæki Guð- finnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingkonu Sjálfstæðisflokssins, fékk 1,5 milljón króna fyrir vinnu fyrir menntamálaráðuneytið í lok síðasta árs og byrjun þessa og samtals 17,2 á kjörtímabilinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Ráðgjafafyrirtæki Guðfinnu Bjarna- dóttur, fyrrverandi þingkonu Sjálf- stæðisflokksins, fékk greiddar 1,5 milljónir króna vegna vinnu fyrir menntamálaráðuneytið í lok árs 2015 og byrjun árs 2016. Vinnan var vegna undirbúnings á breyting- um á innra skipulagi ráðuneytisins samkvæmt svari frá menntamála- ráðuneytinu. Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, er fyrrverandi samstarfsmaður Guðfinnu úr þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Í október á síðasta ári var greint frá því að fyrirtækið, LC Ráðgjöf ehf., hefði unnið fyrir menntamála- ráðuneytið fyrir samtals 15,7 millj- ónir króna án þess að verkin hefðu verið boðin út. Menntamálaráðu- neytið benti á að verkefnin hefðu ekki verið útboðsskyld sökum þess að upphæðirnar hefðu verið það lágar. Í heildina fékk félag Guð- finnu því 17,2 milljónir fyrir vinnu fyrir menntamálaráðuneytið á kjör- tímabilinu. Auk þess fékk félagið 14,6 milljónir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Út frá ársreikningi LC ráðgjafar ehf. er ljóst að stór hluti vinnu fyr- irtækisins var fyrir opinbera aðila á síðasta ári en launatekjur til Guð- finnu og eiginmanns hennar, Vil- hjálms Kjartanssonar, námu rúm- um sextán milljónum. Auk þess var greiddur út 10 milljóna króna arður til hluthafa. Hagnaður félagsins var tæpar sjö milljónir króna. Guðfinna vill ekki tjá sig um starf- semi félagsins við Fréttatímann, meðal annars svara þeirri spurn- ingu hversu stór hluti af tekjum fé- lagsins hafi komið frá opinberum aðilum eins og ráðuneytum. Guðfinna Bjarnadóttir sat á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á árunum 2007 og 2009 og hefur unnið talsvert fyrir opinbera aðila á síðustu árum, meðal annars menntamálaráðuneytið. Guðfinna gefur ekki upp hversu mikið hún vann fyrir ráðuneytin Þarf að bæta skipulag og auka umræður Skólamál Bæta þarf skipulag hjá grunnskólum, tengslaleysi er á milli stofnana, sveitarfélaga og rík- is, og þörf er á hugarfarsbreytingu um menntamál. Þetta segir Aðal- heiður Steingrímsdóttur, varafor- maður félags grunnskólakennara. Að auki er grunnskólakerfið hér á landi mun dýrara en í saman- burðarlöndum OECD. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Það vantar upp á það að aðilar tengi sig saman, að sveitarfélög, foreldrar, ríki og kennarar, tali betur saman. Þá er ekki síst þörf á að hlusta á fagfólk- ið,“ segir Aðalheiður sem finnst of al- gengt að kennarar fái skipun að ofan og þurfi að fylgja óljósum leiðbein- ingum í starfi. Þá sé lítið um raun- verulegt samráð á milli kennara og stofnana. „Að því leytinu til er vont skipulag, og við þurfum að bæta okkur þar.“ Heildarútgjöld Íslands til mennta- mála, sem hlutfall af öllum útgjöldum þess, er langtum meiri á Íslandi en í öðrum OECD löndum, eða 122 stig samkvæmt skýrslu OECD, Education at glance. Meðaltal OECD er 98 stig og tekur til áranna 2005 til 2013. Þau lönd sem komast næst okkur í heildarútgjöldum eru Slóvakía, Kór- ea og Ísrael. Norðmenn komast næst okkur af samanburðarþjóðunum, en þó munar rúmlega tuttugu stigum samkvæmt mælingum OECD. Þess ber þó að geta að þarna inni er með- al annars kostnaður vegna húsnæð- is. Um 80% af kostnaði við rekstur grunnskóla eru laun kennara. „Þegar maður horfir á rekstrar- kostnaðinn, þá erum við dreifbýlt land,“ svarar Aðalheiður Steingríms- dóttir, varaformaður félags grunn- skólakennara, spurð hvernig það geti verið að Íslendingar leggi meira fé en aðrar þjóðir í grunnskólakerfið en uppskeri mun verr. Þess ber þó að geta að ekki er endilega samræmi á milli fjármuna sem er veitt í mennta- kerfi og námsárangurs. „Það er samt engum blöðum um það að fletta, að þegar sveitarfélög- in tóku við skólunum árið 1996, þá fylgdu ekki nægir fjármunir með, og mörg sveitarfélög berjast í bökkum með reksturinn,“ segir Aðalheiður. Heildarútgjöld árið 2014 vegna grunnskóla námu samtals 73,7 millj- örðum og á föstu verðlagi hafa út- gjöld á hvern grunnskólanemanda hækkað úr 1,1 milljón króna árið 2002 í rúmlega 1,4 milljónir króna árið 2014. Þetta þykir veruleg hækk- un sé tekið mið af rannsókn Vífils og Sveins. Í hruninu var samdrátturinn 2,4%, sem var minna en búist var við að sögn Vífils. Aðspurð hvort íslenska grunn- skólakerfið sé einfaldlega illa skipulagt, svarar Aðalheiður: „Það hefur verið einblínt mikið á að bæta aðstöðu en minna hugsað um að skoða innra starf, aðstæður kennara og þeirra kjör.“ Hún segir að ennfremur þurfi að fara í greiningu á því hvernig sé verið að nýta þessa fjármuni. Forstjóri Menntastofnunar, Arnór Guðmundsson, segir mikið fjármagn fara í skólana. „En það er eins og fók- usinn á menntun og kennslu vanti,“ svarar hann spurður um hærri kostn- að vegna grunnskólanema. „Það vantar fjármagn á rétta staði,“ bætir hann við. 488 482 473 2015 Niðurstaða íslenskra nema í PISA könnun OECD Læsi á stærðfræði Læsi á náttúruvísindi Lesskilningur 2000 520 510 500 490 480 470 490 OECD meðaltal PI SA s tig 2003 2006 2009 2012 Íslendingar eru undir meðaltali í öllum fögunum sem voru prófuð í Pisa- könnuninni. Ár Kostnaður á nemanda 215772174321970 23935 27377 *Samanlagður kostnaður á nemendur í grunnskóla í um- reiknuðum dollurum til þess að ná fram meðaltali. Fimmtán ára skólabörn tóku Pisa-könnunina á síðasta ári, og koma verr út en samanburðarlöndin. Könnunin er fram- kvæmd á þriggja ára fresti. Ís la nd Sv íþ jó ð D an m ör k Fi nn la nd N or eg ur

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.