Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 47
7 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 NETVERSLANIR Einstakt úrval af unaðstækjum og undirfatnaði Fullorðinsverslunin Adam og Eva sem selur unaðstæki, djarfan undirfatnað og fleira hefur um árabil komið til móts við þarfir viðskiptavina sinna með löngum opnunartíma og öflugri netverslun. Unnið í samstarfi við Adam og Evu. Góð aðstaða er í verslun til að skoða og máta undir-fatnað í næði og þaulreynt starfsfólk veitir aðstoð við val á vörum og viðeigandi jólagjöf- um. Fullorðinsverslunin Adam og Eva, sem státar af stærsta úrvali lands- ins af unaðstækjum, nuddolíum, djörfum undirfatnaði og myndefni, er bæði í Reykjavík og á Akureyri á vefnum www.sex.is. Verslunin við Kleppsveg var stækkuð talsvert í sumar og státar af stórri fatadeild með fjölbreyttu úrvali af djörfum undirfatnaði sem viðskiptavinir geta skoðað og mátað í næði. „Fólk notar mikið vefverslunina sem vörulista til að skoða áður en það kemur til okkar, þannig að þar er alltaf mikilvægt að vefverslun- in endurspegli sem mest úrvalið í búðinni,“ segir Þorvaldur Stein- þórsson, eigandi Adam og Eva, en um 2500 vörur er að finna á www.sex.is. „Við leggjum áherslu á hraða af- greiðslu netpantana og góða þjón- ustu ásamt löngum opnunartíma í verslun. Vefverslun okkar er vinsæl og viðskiptavinir okkar treysta henni, enda með eldri vefverslunum á landinu. Hún hefur verið í þessu formi í um 15 ár. Í versluninni er opið alla daga vikunnar og öll kvöld hjá okkur, og þannig hefur það ver- ið síðan árið 2004.“ Þorvaldur segir að það sé mis- jafnt hvað starfsfólk mæli með sem jólagjöf. „Ef fólk hefur ekki verslað áður mælum við með einhverju einföldu eins og til dæmis góðri nuddolíu og silikon eggi.“ Verslunina Adam og Eva er að finna bæði á Kleppsvegi 150 og í Sunnulíð á Akureyri og einnig á www.sex.is. Adam og Eva er skil- greind sem fullorðinsverslun sem þýðir að vörur í versluninni er ætl- aðar 18 ára og eldri. Fjölbreytt vöruúrval af djörfum undirfatnaði í versluninni Adam og Eva. Gott næði til að skoða og máta. Mynd | Adam og Eva Hreinsa loftið og gefa dásamlegan ilm Ilmolíulamparnir hafa aldrei verið vinsælli Unnið í samstarfi við ilmoliulampar.is Við byrjuðum á þessu fyrir um það bil sex árum, þá opnuðum við ilmoliulamp-ar.is, síðan þá höfum við aðallega verið vefverslun en fólk hefur þó alltaf haft tækifæri til þess að koma til okkar að skoða lampana og velja sér ilm,“ segir Sunna Dís Ólafsdóttir hjá ilmoliulampar.is sem selja vinsælu ZOLO ilmolíulampana. Einnig er verslun við Hafnargötu í Keflavík þar sem allir eru að sjálf- sögðu velkomnir. Yfir 100 ilmir „Fyrst og fremst eru þetta raka- tæki, þeir hreinsa loftið og eru fallegt ljós ásamt því að vera jóna- tæki. Lamparnir eru mjög fallegir og ólíkir, þeir koma í mörgum mis- munandi stílum. Hver og einn ætti að geta fundið sér týpu sem hentar heimilinu eða vinnustaðnum,“ segir Sunna. Lamparnir virka þannig að þeim er stungið í samband og vatn sett ofan í þá, magnið fer eftir stærð vatnstanks í lampa. Sumir nota tækið einungis sem rakatæki og láta þar við sitja en fleiri nota það þó líka sem ilmgjafa. „Við erum með yfir 100 ilmi hjá okkur og einnig hreinar og náttúrulegar ilmkjarna- olíur. Þar má nefna lavender sem er róandi og lemongrass sem er mjög frískandi. Svo erum við með sérstaka flensuolíu; peppermint sem slær á flökurleika eucalyptus sem losar um kvef og hálsbólgu, og orange sem er mjög hressandi og upplífgandi. Flensuolían er langvinsælust hjá okkur núna,“ segir Sunna. Lítið mál er að sinna lampanum, best er að leyfa tækjun- um að klára hvert sinn og ef skipta á um ilm er lampinn einfaldlega skolaður eða strokinn létt að innan með rökum klút. Verslunin hefur verið staðsett í Keflavík frá upphafi og hafa Keflvíkingar verið einkar duglegir að nýta sér nálægðina. „Það eru örugglega ilmolíulamp- ar á hverju heimili í Keflavík,“ segir Sunna og hlær. Fallegir speglar Sunna merkir almenna ánægju með ilmolíulampana og hefur aldrei upplifað annað en að fólk sé afar sátt eftir kaupin - flestir komi og kaupi annan lampa eftir að hafa fest kaup á einum, margir séu orðið með lampa í nánast hverju rými. „Svo er fólk mjög ánægt með ast- maolíuna okkar og höfuðverkja- olíurnar og finnur virkilegan mun. Börnin sofa betur og loftið verður ferskara. Það er yndislegt að hafa þá í svefnherberginu, svefninn verður svo miklu betri. Fólk verður alveg háð þessu og finnur mun ef það gleymir að kveikja á lampanum á morgnana,“ segir Sunna Dís. Bloom blómapottarnir sem eru hollenskir, hafa einnig vakið mikla athygli, þeir koma í mörgum stærð- um, allt frá litlum upp í mannhæðar- háa og sóma sér vel til dæmis undir tré og allskonar plöntur, fólk hefur líka sett gerfitré í þá. Þeir koma með lýsingu og vekja allsstaðar mikla eftirtekt og athygli og eru bæði notaðir inni og úti. Pottarnir eru með afskaplega vönduðu raf- kerfi og þola vel íslenska veðráttu, við notum sparperur í þá sem auð- velt er að komast að. Sjón er sögu ríkari! En úrvalið hjá ZOLO er ekki bara bundið við ljós og blómapotta, nýverið hófu þau til að mynda inn- flutning á fallegum speglum frá breska hönnuðinum Haidée Drew. Speglarnir eru úr akrýl, þeir eru léttir en samt þykkir og eru því mjög flottir á vegg og koma í alls- konar litum og útfærslum. Spegl- ana er hægt að nota eina og sér en einnig er smart að raða þeim saman og setja upp á marga vegu. Verslunin er staðsett á Hafnargötu – Keflavík Vefverslunin er: www.zolo.is Síminn er: 615 3333 Ilmolíulampar Til eru fjölmargar útgáfur af lömpunum svo allir ættu að finna týpu við sitt hæfi. Mynd | Rut Æðislegir blómapottar Útiblómapottarnir BLOOM hafa vakið mikla athygli. Akrýlspeglar Flottir speglar sem hafa hlotið frábærar viðtökur. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.