Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 12

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 arminGefðu Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Verð frá 39.900 Approach S20 og X40 sem hreyfa við þér! Golfúrin frá Garmin eru með völlum innanlands sem utan og eru einnig heilsu- og snjallúr. X40 er með púlsmæli og forritum til að mæla hlaup, göngu- og reiðhjólaferðir. í Golð S20 X40 Tæknin kippti fótunum undan fjölmiðlum Ekkert fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi stendur vel í dag, metið út frá hefðbundnum mælikvörðum á heilbrigð viðskipti. Á undanförnum árum hafa stærstu fyrirtækin reglulega sótt sér nýtt hlutafé til að brúa taprekstur og lánardrottnar þeirra hafa afskrifað gríðarháar upphæðir. Svo virðist sem það tímabil sé liðið að frjáls markaður standi undir fjölmiðlum sem veita almannaþjónustu. Það á ekki aðeins við um Ísland heldur allan hinn vestræna heim. Efnahagslegur veikleiki fjölmiðla hefur dregið úr getu þeirra til veita almannaþjónustu og hrakið marga þeirra í fang sérhagsmuna. Þetta veikir almannahagsmuni og eykur enn ítök sérhagsmuna í samfélaginu. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Að mörgu leyti eru fjölmiðla-fyrirtæki eins og urðu til upp úr miðri síð- ustu öld undur og stór- merki. Fyrir utan ríkis- útvarpsstöðvar eru þetta einkafyrirtæki sem veita almannaþjónustu. Vara og þjónusta fjölmiðla er annars eðlis en flestra fyrirtækja. Tryggingafélög trygg ja eignir þínar, matvörubúð- in selur þér matinn sem þú borðar og leigubílinn keyr- ir þangað sem þú vilt fara. Fjölmiðlar eru líkari einni strætóleið. Þeir fara þang- að sem hagkvæmast er fyr- ir fjöldann og þú getur tek- ið þér far með ef þú heldur að það bæti líf þitt. Vara og þjónusta fjölmiðla er ekki sniðin að þörfum hvers við- skiptavinar heldur reyna fjölmiðl- ar að veita samfélaginu sem heild þjónustu. Þetta á kannski ekki við um tímarit sem sérhæfa sig í skrif- um um fluguhnýtingar en þetta á sannarlega við hefðbundna frétta- miðla. Þeir höfða ekki til séráhuga fólks heldur þörf fólk til að tilheyra samfélagi, vita hvað gerist innan þess og hvert það stefnir. Þjónusta stórra fjölmiðla er því um margt skyldari almannaþjón- ustu en sölu á vöru og þjónusta sem höfðar til sérþarfa hvers og eins. Það sem er sérstakt við fjöl- miðlafyrirtækin er að þau eru flest einkafyrirtæki sem skilgreina þjónustu sína sem þau væru opin- berar stofnanir. Eða þannig var það um skamman tíma. Efnahagslegur styrkur Efnahagslegur styrkur hefðbund- inni fjölmiðla byggði á einokun eða fákeppni. Hliðrænar útsendingar útvarps og sjónvarps takmörk- uðu burðargetu dreifikerfisins. Í flestum löndum voru aðeins ein til þrjár sjónvarpsstöðvar sem náðu til landsins alls og litlu fleiri út- varpsstöðvar. Í gegnum þessar fáu stöðvar voru dregnar allar þær upplýsingar og auglýsingar sem dreift var. Þessu fylgdi bæði mik- ið áhrifa- og dagskrárvald en líka einstök staða á auglýsingamarkaði. Þar sem sjónvarpsstöðvum var á annað borð leyft að starfa á aug- lýsingamarkaði risu upp öflug fyr- irtæki með mikinn fjárhagslegan styrk. Það er engin sambærileg tækni- leg hindrun í dreifingu dagblaða. Það eru hins vegar efnahagslegar hindranir sem valda því á að á hverju svæði óx upp eitt sterk dag- blað sem drottnaði yfir markaðn- um. Fyrir það fyrsta er hagkvæmara að bera út dagblað í þriðja hvert hús en tuttugasta hvert. Útbreitt blað nýtur þannig stærðarhag- kvæmni og hefur hreinar tekjur af áskrift á meðan kostnaður við dreifingu til áskrifenda étur upp áskriftartekjur blaðs í takmarkaðri dreifingu. En það er þó fyrst og fremst eðli auglýsingamarkaðarins sem varð þess valdandi að á hverjum stað óx upp eitt sterkt dagblað. Aug- lýsingar eru aðgengi fyrirtækja að almannamarkaði og það fyrirtæki sem vill höfða til flestra hefur meiri hag af því að kaupa auglýsingu á 100 þúsund krónur af blaði með 100 þúsund lesendur en auglýsingu á 50 þúsund krónur af blaði með 75 þúsund lesendur þótt snertiverð á lesenda sé lægra í seinna tilvik- inu. Fyrirtæki gæti kannski neit- að sér um að kaupa dýrari auglýs- inguna af útbreiddara blaðinu um tíma en ekki stundinni lengur ef samkeppnisaðili þess fer að aug- lýsa í stærra blaðinu. Af þessum sökum ýtti auglýs- ingamarkaðurinn mjög undir stærsta dagblaðið á hverju svæði. Aukin auglýsingasala gerði stóra Einokun ríkisútvarpsins var afnumin 1986 og sama ár hóf Bylgjan útsendingar. Frá upphafi reyndi hún að axla samfélagslega ábyrgð sína og halda úti öflugri samfélagsum- ræðu og óháðum fréttum. Stöð 2 var stofnuð sama ár og Bylgjan og ekki af minni metnaði til að axla ábyrgð fjölmiðla í almannaþjónustu.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.