Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 42
Betra úrval
Þrátt fyrir að verslun á Íslandi sé
afar góð og smæðin og einangrun-
in hái okkur lítið nú til dags er úr-
val vara auðvitað margfalt meira á
internetinu.
Þægilegt
Eftir langan vinnudag langar þig
kannski ekki að fara búðir og alls
ekki með krakkana dauðþreytta
í eftirdragi. Þess vegna er tilvalið
að koma börnunum í rólegheitum
í rúmið, kveikja svo á kertum og
versla í rólegheitum uppi í sófa.
Ódýrt
Það getur verið ódýrara að kaupa
hluti á netinu, ekki síst með afslátt-
arkóðum. Hægt er að gúggla af-
sláttakóða sem eru oft í gangi en
ekki sérstaklega auglýstir, sér í lagi
á bresku síðunum.
Ekkert mál að skila
Ef varan passar ekki eða uppfyll-
ir ekki kröfurnar er ekkert mál að
skila og fá endurgreitt.
Auðvelt að gefa gjafir
Þægilegt er að panta gjafir handa
þeim sem búa ekki á sama stað og
þú - lætur bara senda gjöfina beint
til viðtakanda!
Bara það sem þig vantar
Netverslun ýtir undir að þú kaupir
bara það sem þig vantar eða þú ætl-
ar að kaupa - óþarfa hlutir eru síður
að „detta“ í körfuna!
Auðveldur verðsamanburður
Það er ekkert mál og tekur enga
stund að bera saman verð á sömu
vöru milli verslana.
Engar raðir eða þrengsli
Sumir eru hreinlega með fóbíu fyr-
ir því að vera í mannfjölda og bíða
í röðum. Það eru engar raðir á
internetinu, engin/n að slást við þig
um síðustu buxurnar í þinni stærð
og engin/n andfúl/l að anda í eyrað
á þér í röðinni í mátunarklefann.
Ekkert bílastæðavesen
Hver kannast ekki við það að keyra
hring eftir hring á bílastæðunum
og finna svo eitt sem er frekar tæpt,
þú treður þér samt og smokrar þér
út úr bílnum, festist í hurðinni sem
skellur utan í næsta bíl, eigandinn
kemur brjálaður og þú þarft að
borga tugi þúsunda í viðgerð? Allt
í lagi þetta er kannski ekki svona
slæmt en samt, það er alveg næs að
þurfa ekki að fara út úr húsi til að
versla.
Passa sig líka
Það er líka eins gott að passa sig á
ýmsu þegar kemur að því að kaupa
varning á internetinu. Er fyrirtækið
öruggt? Hvað segja umsagnir? Ertu
að skipta við Asíu eða Evrópu - gott
að vita það upp á stærðir. Er ekki
örugglega hægt að fá endurgreitt ef
varan stenst ekki kröfur? Hver er
sendingarkostnaður? Þó að það sé
bæði þægilegt og hagstætt að versla
á netinu þá þarftu að vera meðvit-
uð/aður um allar þær gildrur sem
þar geta leynst.
Kostir þess að versla
á internetinu
Netverslun er komin til að vera. Hér eru kostir þess
að gera innkaup á internetinu.
Kósí Það er gott að geta setið með kaffibollann – jafnvel vínglasið – og keypt eitthvað fínerí á internetinu.
www.aman.is
Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is
er okkar fag
Víngerð
Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar
www.aman.is
Mikil sala á svörtum föstudegi
87 færslur á sekúndu hjá kortafyrirtækinu Valitor þegar mest lét.
Það fór varla framhjá neinum
að það var svartur föstudagur í
verslunum í lok nóvember. Sífellt
fleiri verslanir hér á landi auglýsa
sérstök tilboð þá helgi og neyt-
endur virðast vera farnir að taka
við sér. Þetta á bæði við á sjálfum
föstudeginum, yfir helgina og á
mánudeginum sem kallast Cyber
Monday en þá er mikið um góð til-
boð í netverslunum.
Korta velta Valitor jókst um 21,4%
á Íslandi um Black Fri day-helg ina.
Um 83% viðskipta Valitor um þá
helg i voru í Evr ópu, á Bret lands-
eyj um og Norður lönd unum, og
17% hér á landi. Í fréttatilkynningu
frá Valitor sagði að viðskiptin
þessa helgi hefðu aukist um
110% frá því í fyrra. Þegar
mest lét mældust 87 færslur
á sekúndu.
Í Bretlandi hefur þró-
unin orðið sú að meira
en helmingur allrar
sölu á Black Friday fór
í ár í gegnum netversl-
anir. Samkvæmt frétt
breska blaðsins Guardi-
an kom 57% kortaveltu í
gegnum netverslanir.
Vökvi Vape Shop | Sími: 6997550 | Hafnarstræti 97 - 5. Hæð | 600 Akureyri
www.vokvi.net | vokvi.com | vokvivape.is | vokvivapeshop.is | vokvi@vokvi.net
vokvivape Vokvi.net
Afsláttar
kóði
í boði út
desembe
r mánuð
í vefversl
un
fyrir lese
ndur
Fréttatím
ans
Afsláttar
kóði:
FT10
Afslattarkóði veitir 10% afslátt af allri körfu, hvort sem í henni séu tilboðsvörur eða annað.
Vökvi er bæði með vefverslun
og almenna verslun á Akureyri.
Við sérhæfum okkur í veipum (Rafrettum)
og ábyrgjumst gæði, gott verð og góða þjónustu.
Sendum frítt á næsta pósthús hvert á land sem er
ef pantað er fyrir meira en 5.000 krónur
ÍSLENSKA NETVERSLUNIN
www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700
Yfir 25.000 vörur í einum smelli.
STÆRSTA
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 20162 NETVERSLANIR