Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Rannsókn Banani vinsælastur til að þykjast svara í símann Þetta staðfesta vísindamenn við John Hopkins háskóla. Samkvæmt rannsókn sem vísinda- menn við Johns Hopkins háskóla birtu nýverið eru bananar sá ávöxtur sem lang oftast er gripið í þegar fólk þykist svara í símann. „Rannsókn okkar sýnir að sá hlutur sem fær fólk oftast til að þykjast svara í símann sé ban- ani, eða í nærri 100 prósent til- fella.“ Þetta segir Martha Gross, einn rannsakenda, sem benti á að þegar fólk situr við hliðina á ávaxtakörfu og byrjar að líkja eftir símhringingu velji það nær undantekninga- laust að bera banana upp að eyranu og útiloka þannig alla aðra ávexti. „Í rannsókninni var enginn sem kallaði „halló?” í epli eða þagði í nokkur augnablik með plómu upp við eyrað til að hlusta á hinn enda línunnar. Þá voru held- ur ekki dæmi um að berjum rigndi niður úr vínberjaklasa og viðkom- andi segði: Klikk! Klikk!.“ Hjá langflestum sem hringja eða svara ímynduðum símtölum með ávöxtum, er það annað hvort ban- ani eða ekkert. | bg „Halló? Eridda banana búðin?” Líftími Íslendinga oftast 2 til 4 ár Fréttatíminn tók saman hver líftími Íslendinga væri ef eins væri komið fyrir þeim og dýrum sem alin eru til matarframleiðslu. Flestir lifðu í tvö til fjögur ár. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Dýrum sem eru alin til matar- framleiðslu er úthlutaður stuttur lífaldur. Mikill munur er á nátt- úrulegum lífaldri dýra og þeim lífaldri sem mannfólkið úthlutar þeim. Á hverju ári deyja um 1,2 millj- arðar af tveimur milljörðum svína, 515 milljón kindur tveimur millj- örðum og 300 milljón nautgripir sömuleiðis af tveimur milljörðum. Þá falla hátt í 50 milljarðar af 19 milljörðum hænsna. 55 millljón manns deyja á hverju ári sem eru 0,8% mannkyns en í tilfellum dýra sem maðurinn elur deyja 60% svína, 50% kinda, 30% nautgripa og 263% hænsna. Til að viðhalda þessum dýrastofnum samhliða þeim fjöldamorðum sem á þeim eru framin hefur maðurinn fundið leiðir til að dýrin fjölgi sér stöðugt. Sumir vilja líkja lífi þessara dýra við útrýmingarbúðir því útrýming þeirra er stöðug og staðföst. Fréttatíminn skoðaði meðal- líftíma dýra sem að staðaldri er slátrað afar ungum. Það á við um dýr sem alin eru upp með venju- legum hætti, í ákveðinni starf- semi, mannúðlega, með sjálfbærni að leiðarljósi, fóðruð með grasi, eða lífrænt ræktuð. Til saman- burðar má sjá líftíma Íslendinga en meðalaldur þeirra er 83 ár. Dýr Aldur þegar slátrað / Lífaldur Maðurinn til samanburðar Svín 6 mánuðir / 10—12 ár Maðurinn 0—4 ára / 83 ára Gyltur til undaneldis 3—5 ár/ 10—12 ár Maðurinn 0—35 ára / 83 ára Naut 18 mánuðir / 15— 20 ára Maðurinn 0—7 ára / 83 ára Mjólkurkýr 4 ár / 15—20 ár Maðurinn 0—17 ára / 83 ára Kjúklingur 5—7 vikur / Allt að 8 ár Maðurinn 0—2 ára / 83 ára Varphænur 1—2 ára / Allt að 8 ár Maðurinn 0—21 árs / 83 ára Lamb 6—8 mánuðir / 12—14 ára Maðurinn 0—4 ára / 83 ára Geit 12—20 vikur / 12—14 ár Maðurinn 0—3 ára / 83 ára Kálfur 1—24 vikur / 15—20 ár Maðurinn 0—2 ára / 83 ára Önd 7—8 vikur / 6—8 ár Maðurinn 0—2 ára / 83 ára Gæs 15—20 vikur / 8—15 ár Maðurinn 0—3 ára / 83 ára Kanína 10—12 vikur / 8—12 ár Maðurinn 0—2 ára / 83 ára Kalkúnn 4—5 mánuðir / Allt að 15 ár Maðurinn 0—3 ára / 83 ára Sendum frítt á næsta pósthús ef verslað er fyrir meira en 3.000 kr á kunigund.is auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 2. desember Blaðauki um jólaskraut auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 16. desember Blaðauki um jólagjafir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.