Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 46
Sífellt fleiri versla á netinu
Allt að 55% aukning í pakkasendingum hjá Póstinum milli ára.
Sífellt fleiri
Íslendingar kjósa
að kaupa inn á
netinu. 35% fleiri
pakkasendingar
voru hjá Póstinum
innanlands í nóv-
ember en í sama
mánuði í fyrra.
Mynd | Getty
„Við höfum orðið varir við mjög
mikla aukningu á póstsendingum
vegna netverslunar. Sendingarn-
ar koma mikið frá þessum helstu
netverslunarlöndum; Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Kína, Þýskalandi
og Norðurlöndunum en það hefur
líka orðið aukning í netverslun inn-
anlands sem er mjög ánægjulegt,“
segir Brynjar Smári Rúnarsson, for-
stöðumaður markaðsdeildar Pósts-
ins.
Pakkasendingum hjá Póstinum
fjölgaði um 43% á milli ára á tímabil-
inu frá ágúst til loka október og
aukningin er rakin að mestu leyti
til netverslunar. Í nóvember var
aukningin 55% erlendis frá og 35%
innanlands í sama mánuði í fyrra.
Brynjar segir að talsvert álag sé
af þessum sökum á pósthúsum og
bendir fólki á að heppilegt sé að
sækja sendingar fyrri hluta dags,
þegar minna sé að gera. Þá er einnig
hægt að panta heimsendingu eða
skrá sig í Póstbox sem eru víðsvegar
á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru að-
gengileg allan sólarhringinn.
Nú er jólaverslunin að fara á fullt,
eruð þið tilbúin í atið?
„Já, við erum tilbúin. Þetta er
skemmtilegasti tími ársins hjá Póst-
inum, þetta er okkar tími.“
Lækkandi gengi gjaldmiðla hef-
ur vitaskuld sitt að segja. Í gær stóð
dollarinn í 110 krónum og breska
pundið í 139 krónum. Slíkar tölur
eru hvetjandi fyrir neytendur og
ekki skemmir heldur fyrir að tollar
hafa verið lækkaðir. Hjá Póstinum
er því búist við enn meiri fjölgun
pakkasendinga á næsta ári.
& margt fleira
skemmtilegt...
Eyrún Ævarsdóttir
alla föstudaga
í viðtali á
föstudaginn
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 20166 NETVERSLANIR
Gæðahönnun
á myrinstore.is
Falleg hönnun í vefverslun Mýrinnar
Unnið í samstarfi við Mýrina
Mýrin í Kringlunni heldur úti frábærri vefverslun þar sem meðal annars er hægt er að kaupa
íslenska, finnska og spænska
hönnun, allt gæðamerki sem vakið
hafa athygli. Hægt er að fá vörur í
öllum verðflokkum svo hægt er að
panta jólagjafir sem henta öllum.
Vitanlega er sent um allan heim.
Barnafatalínan As We Grow er
ákaflega vinsæl en hún er fáanleg í
netverslun Mýrinnar.
Finnska merkið Samuji er afar
vinsælt, bæði í fatnaði og heimil-
isvörum, hönnunin er klassísk og
falleg.
Valdar vörur frá Farmers Market
eru í vefversluninni, meðal annars
sláin vinsæla Katanes sem gengur
allt árið.
Barnafatalínan As We Grow er ákaflega vin-
sæl en hún er fáanleg í netverslun Mýrinnar.
KATANES Hörslá frá Farmers Market
Kristín Thelma
Hafsteinsdóttir.
Ótrulega flottir spænskir treflar
á frábæru verði. Mynd | Hari
SAMUJI Falleg viðarbox undir hvað sem er.
Allskonar fallegt Trébretti frá SAMUJI
og skart dásamlegt skart fyrir jólin. SAMUJI Tuikku buxur.
Orri Finn Dásamlegt skart frá Orrafinn