Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 26
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Alain Passard er sextugur að aldri og hann hefur áhuga á tvennu, mat og tónlist. Foreldrar hans voru tónlist- armenn en fjórtán ára gamall sagði Passard þeim að hann vildi verða matreiðslumaður. Mataráhuginn kom frá ömmu hans og í viðtöl- um er Passard tíðrætt um þau djúpu áhrif sem matargerð ömmunn- ar hefur haft á metnað hans í gegnum árin. Amma kenndi honum þannig að umgangast opin eld sem er mikil- vægur í hefðbundinni franskri matargerð og Passard hefur nýtt sér í gegnum árin. Á unglingsárum réð Passard sig sem aðstoðarmann í eldhús í Par- ís, Reims og Brussel og drakk í sig alla þá reynslu sem eldhúsin höfðu að geyma. Hann skólaðist í sígildri franskri matargerðalist hjá stjörnu- kokkum sem gáfu unga mannin- um séns á að sanna sig. Á níunda áratugnum náði hann tvívegis að skreyta sig með tveimur af stjörnun- um eftirsóttu á tveimur mismun- andi veitingastöðum. Arpège Árið 1986 kom Alain Passard fót- unum undir sinn eigin rekstur. Þá keypti hann veitingastað af fyrrum yfirmanni sínum og breytti nafni staðarins úr Archestrate í Arpège. Nafnið lýsir aðdáun matreiðslu- meistarans á tónlist og vísar í brotinn hljóm, þar sem hver nóta er spiluð sjálfstæð. Sjálfur leikur Passard á saxófón og er tíðrætt um að fegurð hreyfingar- innar tengi þetta tvennt saman: tón- list og matargerð. Í hans huga snýst matargerðarlist að stórum hluta um líkamstjáningu. Arpège er í sjö- unda hverfi Parísar, ekki langt frá In- valides byggingun- um þar sem Napol- eon Bonaparte er grafinn. Þar rekur Passard sinn skóla í matargerðarlist rétt eins og Napoleon lét skóla hershöfð- ingja sína í Invalides. Á veitinga- staðnum brýnir Passard fyrir sínu starfsfólki að slípa til skilningarvitin og brýna þau til að átta sig á öllu sem bragði og framsetningu mat- arins kemur við. Öll skilningarvitin eru undir. Arpège gekk vel eftir að Passard setti hann á stofn. Hægt og rólega söfnuðust stjörnurnar á staðinn og árið 1996 voru þær allar þrjár komnar á sinn stað. Það þýddi þó ekki að Passard væri alsæll og sáttur við hvert matargerðarlist sín væri að þróast. Í hinu hefðaríka franska eldhúsi vinna stjörnukokkar sig upp eftir Michelin- stjörnukerfinu. Þegar þeir hafa náð í allar stjörnur n- ar þrjár sem í boði eru taka þeir sjaldnast mikl- ar u-beygjur í matar- gerðarlistinni. Stjörnu- kokkurinn Alain Passard er undan- tekning sem sannar regluna. Bíræfnasti kokkur Frakklands Alain Passard færði grænmeti í heiðurssess í matargerð sinni fyrir 15 árum. Þrjár Michelin- stjörnur voru undir, en framtíðarsýnin gekk upp. Eins og fleiri stjörnkokkar hefur Alain Passard miðlað reynslu sinni og hugmyndum í  matreiðslubókum. Rauðkálssalatið hans Passard er fallegra en flest önnur. Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Falleg jólatré Fáðu þér sígræna gæðajólatréð - sem endist ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 www.gervijolatre.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 26 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.