Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016
ekki,“ segir hann í véfréttarstíl
og glottir.
Hann segir það að sumu leyti
hafa komið sér á óvart hversu erfitt
var að komast út úr þeirri flokkun
að hann væri öfgaumhverfissinni og
lattélepjandi 101-listamaður. „Samt
þekkir maður auðvitað þessa flokk-
unaráráttu úr bókmenntunum, ef
maður hefur gefið út ljóðabók og
gefur síðan út barnabók þá spyr
fólk hvað ljóðskáld sé að vilja með
það að skrifa barnabók. Svo gefur
maður út skáldsögu og þá spyr fólk
hví barnabókahöfundur sé að skrifa
skáldsögur fyrir fullorðna og í kosn-
ingabaráttunni var þetta eins; hvað
er umhverfisáhugamaður að vilja
upp á dekk með skoðanir á öðrum
málaflokkum?“
Alltaf á nýjum og nýjum stað
Nú er ljóðskáldið, leikskáldið,
barnabóka- og skáldsagnahöfund-
urinn búinn að gefa út smásagna-
safn, sem er reyndar afturhvarf til
upphafsins því eina smásagnasafn
hans, Engar smá sögur, var fyrsta
bók hans sem kom út hjá forlagi.
Síðan eru liðin tuttugu ár og Andri
Snær hefur aðallega skrifað skáld-
sögur og barna- og unglingabæk-
ur, flestar í vísindaskáldsagna- eða
fantasíuformi. Í sögunum í Sofðu ást
mín er hann hins vegar á persónu-
legum nótum, hefur forsetafram-
boðið gert hann óhræddari við að
opinbera sjálfan sig? „Ég veit það
ekki. Ég er alltaf á nýjum og nýjum
stað í bókunum mínum en þessi
er öðruvísi en hinar því í þeim öll-
um hef ég skapað heim sögunnar
frá grunni og jafnvel lögmál þess
heims. Þetta er í fyrsta sinn sem ég
skrifa skáldverk þar sem ég nota
heiminn sem skapaði mig. Ég er
miklu nær mér sjálfum og minni
kynslóð í þessum sögum en ég hef
áður verið í bókum mínum. Þetta
er veruleiki sem fólk kannast við.“
Þótt sögurnar í Sofðu ást mín séu
sjálfstæðar þá eru þær settar upp í
tímalega samfellu og mynda heild-
stæðan boga, Andri Snær kallar
þær sneiðmyndir af lífinu. „Þetta
eru allt kjarnahugmyndir sem ég
hef sumar átt mjög lengi, alveg síð-
an ég var tíu ára, og safnið er búið
að lifa með mér lengi. Elstu drögin
að sögu í því eru síðan 1998 þannig
að þetta er eiginlega bók sem hef-
ur orðið til samhliða öllu sem ég
hef skrifað. Kannski má segja að
þetta sé raunveruleikinn á bak við
allar hinar sögurnar mínar. Sum-
ar sögurnar í Sofðu ást mín eru
næstum því sannar og ein þeirra
er alveg sönn því hún er með slík-
um ólíkindum að hún hefði aldrei
gengið upp sem skáldskapur. Síðan
er þarna saga sem heitir Wild boys
og er tilraun til að grípa ákveðinn
hápunkt og lágpunkt hjá minni kyn-
slóð. Mér fannst fyrst að ég væri
ekki að skrifa um „stóru málefn-
in“, sem ég ætti kannski að skrifa
um, en þá var ég bara að hugsa um
stóru pólitísku málin því þarna er
eitthvert stórt málefni í brennid-
epli í hverri sögu; ástin, dauðinn og
það að alast upp við þá hugmynd að
heimurinn muni farast undir kjarn-
orkuógninni, þannig að, já, þetta
er tilraun til að fanga sneiðmyndir
sem hafa markað mig, mína kyn-
slóð og samtíðina.“
Duran Duran maður
Spurður hvort honum finnist hann
vera dæmigerður fyrir sína kyn-
slóð dregur Andri Snær við sig
svarið. „Það er enginn dæmigerð-
ur, við erum öll sérstök, en ég er
hins vegar hluti af mjög dæmigerð-
um vinahópi sem ólst upp í dæmi-
gerðu umhverfi minnar kynslóðar.
Okkar sem ölumst upp í úthverfum,
spilum fótbolta með íþróttafélagi
hverfisins, lendum í Duran Duran
tímabilinu og lifum í umhverfi þar
sem stéttaskiptingin er að vissu
leyti horfin, í Árbænum þar sem
blöndunin í hverfinu var mikil. Vin-
ir mínir sem áttu einstæða foreldra
í hefðbundnum láglaunastörfum
virtust ekki lifa við verri aðstæður
en þeir sem áttu efnaðri foreldra.
Það fóru allir sjaldan til útlanda,
getan í fótbolta skipti meira máli
en hvaða bíl foreldrar áttu og það
helsta sem skildi fólk að var hvort
það hafði efni á vídeótæki eða Stöð
2. Pabbi var reyndar svo þrjóskur
að þótt við byggjum í stóru húsi
fengum við ekki vídeótæki fyrr en
seint og um síðir. Þeir sem voru að
basla við að byggja risastór einbýl-
ishús voru ekkert endilega fólkið
sem hafði það best fjárhagslega,
þannig að ég held að Árbærinn og
þessi úthverfi á þeim tíma hafi ver-
ið þokkalega einsleit og möguleikar
krakka í mínum vinahópi nokkuð
jafnir. Í dag er vinahópurinn mark-
aðsfræðingar, viðskiptafræðingar
eða hagfræðingar sem starfa sem
yfirmenn og millistjórnendur og ég
myndi segja að okkar bakgrunnur
sé að flestu leyti dæmigerður fyrir
okkar kynslóð. Eiginlega hræðilega
dæmigerður. Þegar ég byrjaði að
skrifa hélt ég að ég ætti enga fram-
tíð fyrir mér vegna þess að ég hefði
aldrei upplifað neitt merkilegt,
það hefði bara ekkert gerst í mínu
lífi sem hægt væri að skrifa um.
Kannski var það þess vegna sem ég
fór út í að skrifa vísindaskáldskap
og fantasíur.“
Það er ekki hægt að tala við neinn
af kynslóð Andra Snæs án þess
að heimta svar við stóru spurn-
ingunni: Duran Duran eða Wham?
„Ég vildi aldrei styggja neinn svo ég
sagði alltaf bara bæði. Ég var alltaf
svo hræddur um að lenda í einelti
eða eitthvað ef ég héldi fram ein-
hverri annarri skoðun en hinir. Ég
var samt Duran Duran-maður, ég
get viðurkennt það núna.“
Erfitt að sleppa texta
Það liggur beint við að draga þá
ályktun að þessi ákvörðun að skrifa
um eigin heim sé einhvers konar
sátt við það að vera sá sem þú ert, er
eitthvað til í því? „Já, það er ákveðin
sátt í verkinu, þótt það sé auðvitað
aldrei neinn alveg sáttur við hver
hann er. Þetta er ekki beint upp-
gjör, mér fannst bara þessi tónn
vera farinn að kalla svo mikið á mig
og vilja fá að koma fram. Reyndar
var ég byrjaður á öðru verki sem
var í 1. persónu og eiginlega ræsti
allt þetta fram. Stundum var ég að
hugsa hvort sumar þessara sagna
ættu kannski að verða nóvellur
eða skáldsögur, sumar hefðu alveg
þolað það, en ég er alltaf hrifnari
af samþjöppuðu formi, mér finnst
ekkert atriði að fylla margar blað-
síður af einhverju.“
Andri Snær segir aðspurður for-
setaframboðið ekki hafa átt neinn
þátt í því að hann ákvað að gefa út
persónulegri bók en áður. „Bókin
var eiginlega tilbúin í fyrra en ég
vildi liggja aðeins lengur yfir henni
og þótt hún hafi nánast alveg ver-
ið tilbúin í apríl tók ég mér þrjá
mánuði til að fara einu sinni enn
í hana eftir kosningarnar. Ég á svo
erfitt með að sleppa textum, það er
alltaf eitthvað sem má bæta. En ég
sé alveg að það er kannski ekkert
vitlaust að gefa út persónulega bók
núna, maður verður svo ópersónu-
legur þegar maður kemur bara
fram með einhverjar meiningar og
hugmyndir um atvinnustefnu án
þess að fólk í rauninni þekki mann
eða bakgrunn manns neitt. Það hef-
ur samt staðið til hjá mér að gefa
út bók með þessum tóni alveg frá
1998, en þá skrifaði ég LoveStar, svo
kallaði Draumalandið á mig og eft-
ir það var ég farinn að þrá ævintýri
svo mikið eftir að hafa verið pikk-
fastur í raunveruleikanum í mörg ár
að ég skrifaði Tímakistuna, þannig
að þessi bók sat alltaf á hakanum.
Nú er ég kominn með hugmyndir
að nokkrum ævintýrum svo ég bara
varð að koma henni út áður en ég
fer aftur að skapa heima.“
Ég ber mun meiri virðingu
fyrir stjórnmálamönnum
eftir þessa reynslu, ég held
ég hafi ekki einu sinni
sett leiðinlegan status um
nokkurn stjórnmálamann
á facebook síðan í apríl.
Þannig að kannski gerði
þetta mig að betri manni.“
Verkir í
liðum?
Fæst án lyfseðils
í apótekum
• Inniheldur Glucosamin súlfat
• Duft í skammtapokum
• Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn
• Nær bragðalaust – með sætuefnum
• Einn skammtur á dag
• Ódýrari valkostur
Við vægri til meðalsvæsinni
slitgigt í hné
Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini,
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal
sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita
ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því
skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu
aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.