Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 15

Fréttatíminn - 08.12.2016, Síða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 einokunar á dreifingu efnis og aug- lýsinga grafið undan dagblöðun- um og sjónvarpsstöðvunum um nokkurn tíma og þegar auglýs- ingamarkaðurin féll saman með hruni flestra fyrirtækja á landinu féllu allir fjölmiðlarnir niður í tap- rekstur sem ekki sér fyrir endann á. Þrátt fyrir að bankar hafi af- skrifað marga milljarða af skuld- um Árvakurs og 365 hafa bæði fyr- irtækin verið rekin með miklum halla frá Hruni og reglulega sótt nýtt hlutafé til eigenda sinna. Og þar sem miðlarnir standa ekki lengur undir sér á markaði þá hverfa forsendur almannaþjón- ustunnar. Athyglin eltir pening- ana. Í stað þess að þjóna almenn- ingi með óháðum fréttum og sanngjarnri mynd af samfélaginu hafa miðlarnir leitast við að þjóna eigendum sínum, uppsprettu pen- inganna. Eigendum þjónað Óskar Magnússon, fyrrum útgef- andi Morgunblaðsins og sá sem safnaði saman núverandi hluthafa- hópi sem samanstendur mest af kvótaeigendum, lýsti fyrir skömmu að markmið hópsins hafi verið að nýta blaðið til þriggja hluta; að berjast gegn samningaleiðinni í Icesave, að berjast gegn hækkun veiðigjalda og að berjast gegn inn- göngu í Evrópusambandið. Hvort sem eigna má Mogganum allt þetta, þá er ljóst að sigur vannst í öllum þessum málum. Kaup kvóta- greifa á Mogganum var því aðgerð sem gekk upp. Í þessari viku hafa miðlar 365 gengið einkar hart fram varðandi hlutafjáreign Hæstaréttardóm- ara löngu fyrir Hrun og meint tap þeirra vegna falls bankanna. Undirliggjandi er sú kenning að dómararnir séu vanhæfir í að dæma í málum er snerta Glitni, starfsmenn bankans eða fyrrum eigendur. Aurum-málið er nú á leið til Hæstaréttar og miðað við fyrri dóma í Hrunmálum má telja líklegt að Hæstiréttur snúi við sýknudómi héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum að- aleigenda 365 og maka núverandi aðaleigenda. Kastljós fjallaði um sama mál á mánudaginn en síðan hefur Rík- isútvarpið birt fréttir og viðbrögð sem benda til að ekkert óeðlilegt hafi verið með viðskipti dómar- anna fyrir Hrun eða hæfi þeirra eftir Hrun. Fréttamiðlar 365 halda hins vegar áfram að fjalla um mál- ið eins og um stórkostlegt hneyksli sé að ræða. Af þessum dæmum má sjá hvaða afleiðingar það hefur þegar mark- aðurinn stendur ekki lengur undir almannaþjónustu fjölmiðla. Þeim hættir til að þjóna þeim sem eru uppspretta rekstrarfjárins. Í þess- um tilfellum eigenda sem bæta upp hallarekstur með nýju hlutafé. Fjarsk iptaf y r ir tækin hafa keypt, eða ráðgera að kaupa upp, sjónvarpsstöðvar til að styðja við sölu á fjarskiptum. Síminn hefur keypt Skjá einn og Vodafone hef- ur lengi haft til skoðunar að kaupa Stöð 2 og fylgistöðvar. Tilgang- ur þessararstöðva verður þá ekki lengur hefðbundinn almannaþjón- usta fjölmiðla heldur eins og fram- lenging af markaðsstarfi fjarskipta- fyrirtækja. Nýrra leiða leitað The Guardian hóf söfnun styrktar- framlaga fyrir skömmu, bæði til reksturs blaðsins en ekki síður vefsins, sem lesinn er af frjáls- lyndum vinstrimönnum og áhuga- mönnum um stjórnmál og samfé- lag víða um heim. The Guardian er haldið úti af sjálfseignarstofnun, sem hefur það að markmiði sínu að halda úti gagnrýninni fjölmiðlun og fréttaflutningi. Þegar Reykjavík Media, fyrir- tæki Jóhannesar Kr. Kristjánsson, birti upp úr Panamaskjölunum í samstarfi við ýmsa fjölmiðla síð- ast liðið vor hóf það söfnun áheita á Karolinafund. Kjarninn hefur einnig safnað stuðningsáskriftum og þegar DV var selt undan núver- andi starfsmönnum Stundarinn- ar söfnuðust töluvert af slíkum áskriftum. Útvarp Saga auglýsir reglulega eftir stuðningsframlög- um hlustenda. Það má vel vera að þarna sé að fæðast það módel sem getur staðið undir fjölmiðlum í almannaþágu. Markaðurinn ber miðlana aðeins hálfa leið og til þess að geta staðið undir öflugri blaðamennsku þarf almenningur að leggja eitthvað til. Áskriftarmódelið var eitt af fórnarlömbum tæknibreytinga. Það virkar enn hjá smærri og sér- hæfðari miðlum en verður ólík- lega stofninn að tekjum fjölmiðla sem starfa á almennum markaði. Og það er einmitt hrörnun þessara stóru almannamiðla sem hafa haft mest skaðleg áhrif á Vesturlöndum. Mikill fjölda nýrra miðla á Netinu hafa ekki náð að taka yfir hlutverk gömlu almannamiðlanna sem sí- kvikur þjóðfundur þar sem helstu deilumál samtímans eru krufin og lausna leitað á þeim. Fjölgun miðla hefur myndað gjár í samfélögum, ekki brúað þær. En hvort sem einhverjum tekst að finna lausn á vanda fjölmiðl- anna er ljóst að það tímabili sem við þekkjum best og sem mótað hefur samfélög Vesturlanda er liðið. Tæknibreytingar sem brutu niður einokun og fákeppni á fjöl- miðlamarkaði sendi okkur aftur á nítjándu öld þegar forverarar nú- tímafjölmiðla urðu til í deiglu sam- félagsbreytinga, haldið úti af hug- sjónum fremur en hagnaðarvon. Breytt tækni gróf undan efnahags- legum styrk fjölmiðlanna og því samkomulagi sem þeir hföðu gert við almenning og markaðinn; að veita sanngjarna almannaþjónustu gegn einokunar- eða fákeppnis- stöðu sinni. Ef almenningur finnur ekki leiðir til að byggja upp að nýju fjölmiðla í almannaþjónustu munu leifar af gömlu fjölmiðlunum enda hjá þeim sem hafa aukalega hags- muni af rekstri þeirra; hvort sem það eru markaðsdeildir fjarskipta- fyrirtækja, sérhagsmunahópar eða einstaklingar með ríka hagsmuni af tilteknum fréttaflutningi. „Rekstur allra þessara miðla gekk brösuglega. Helgarpósturinn og Pressan fóru á hausinn þegar kreppti að á auglýs- ingamarkaði í reglulegum niðursveiflum á Íslandi. Stöð 2 lifði þessar sveiflur af en varla þó. Segja má að Stöð 2 sé fyrirbrigði sem skilaði hagnaði þrjú ár af hverjum tíu, var við núllið fjögur ár af hverjum tíu en tapaði stórt þrjú ár af hverjum tíu.“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.