Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 36
Ódýrt Pylsur í kartöfl- umús er herra- mannsmatur. Það eina sem þarf að gera er að sjóða pylsur og henda í eina pakkamús og maturinn er tilbúinn. Ein- falt, ódýrt og gott. Vegan Grænmetis pítur fara vel í mallakút. Skerðu niður grænmeti eftir smekk og steiktu besta grænmetisbuff sem hverfisbúð- in býður upp á. Í staðin fyrir hið hefðbunda majónes sem flokkast ekki vegan er hægt að kaupa dýraafurðalaust majónes og krydda þá ertu komin með dýrindis pítusósu. Árstíðarbundið Nú er tími til að leyfa sér. Skelltu í eitt feitt rjómapasta með öllu tilheyr- andi. Skerðu niður tómata, sólþurrk- aða tómata, skinku, ananas og pepper- oni. Skellu rjóma og mexíkó osti í pott og láttu malla. Hitaðu pasta og skelltu öllu saman. GOTT Í MATINN Með eða á móti… hlýjum desember Katrín Helena Jónsdóttir Ég var akkúrat að hugsa um þetta í gær þegar ég keyrði framhjá Aust- urveri. Allt í seríum, ein biluðustu jólahúsin eru auðvitað þarna við Bústaða- veginn og svo er Kringlan spölkorn frá. Og ég hugsaði; já það eru að koma jól, var smá búin að gleyma því. Hvar er jólasnjórinn sem á að vera í stíl við öll þessi jólaljós? Ég sakna snjósins, svellsins á tjörninni, allir strætóar eru á réttum tíma og maður hefur aldrei neina góða afsökun fyrir því að vera of seinn. Mig dreymir um hvít jól. Gígja Haraldsdóttir Það er 5. des- ember og mælir- inn í bílnum mínum um miðjan daginn sýndi 9°, það er eitthvað undarlegt við þetta! Þó að jólaskapið verði yfirleitt til yfir yljandi kakóbolla og piparkök- um þá verð ég að viðurkenna að það er líka alveg næs að sofa korteri lengur því maður þarf ekki að skafa bílinn eða keyra Suðurlandsbrautina með annarri hendi því lásinn á bílhurðinni er frosinn fastur og ekki hægt að loka henni. Dóra Júlía Agnarsdóttir Þrátt fyrir að vera almennt jákvæð manneskja líst mér ekki nógu vel á þetta haustveður desember- mánaðar. Í fyrsta lagi finnst mér kuldinn kósí og ég tek honum sérstaklega fagnandi í kringum jólin. Í öðru lagi er rigning lengst frá að vera uppáhalds veðrið mitt. Í þriðja lagi og mikilvægast af öllu þá er hlýnun jarðar ekkert djók og ég held að það sé örfátt mikilvægara en að vera með- vituð um það að passa uppá jörðina okkar. Verðmat fasteigna verdmat.com

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.