Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 08.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016 Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is Krimmahöfundar Íslands geta lifað af glæpunum Ársreikningar þriggja vinsælla íslenskra glæpasagnahöfunda: Hagnaður Eignir Arnaldur Indriðason (Gilhagi ehf.) 106.748.195 735.569.696 Yrsa Sigurðardóttir (Yrsa Sigurðardóttir ehf.) 32.260.243 46.651.632 Ragnar Jónasson (Myrknætt ehf.) 1.629.240 3.139.679 Árni Þórarinsson tók áhætttu fyrir áratug síðan og hætti að vinna sem blaðamað- ur til að skrifa glæpasögur. Þetta hefur gengið upp hjá honum þó að hann segist ekki vera orðinn ríkur á glæpasögum sínum. Menning/Viðskipti - Fjórir þekktustu glæpsagnahöfundar þjóðarinnar selja bækur sínar víða um heim og geta lifað á verkum sínum. Sá yngsti, Ragnar Jónasson, nýtur stigvaxandi vin- sælda og hefur gert samning við útgáfurisann Penguin. Arnaldur Indriðason mun innan nokkurra ára verða milljarðamæringur ef hann heldur áfram á sömu braut. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þetta hefur alveg blessast og dugað mér. Annars væri ég dauður,“ segir Árni Þórarinsson, spennusagnahöf- undur sem hefur gefið út níu bæk- ur, aðspurður um hvernig honum gangi að selja bækur sínar og eiga í sig og á með skrifunum. „Þetta þýðir ekki að ég sé að drukkna í peningum en þetta dugar mér. Ég er ekkert að skipta um eldhúsinn- réttingu, kaupa mér nýjasta farsím- ann eða kaupa mér nýja flatskjái. Þetta dugar til ágætrar framfærslu ef maður er ekki mikill neytandi.“ Árni tók ákveðna áhættu fyrir tíu árum síðan, hætti að vinna sem blaðamaður og ákvað að einbeita sér alfarið að bókaskrifum. Bækur hans hafa verið þýddar á meira en tuttugu tungumál. „Frakkland er minn stærsti og besti markaður. Þó bækurnar hafi verið þýddar á tutt- ugu tungumál þá koma tekjurnar að mestu leyti frá Frakklandi og Ís- landi.“ Þá gekk ein bók hans, Tími nornarinnar, sérstaklega vel í sölu í Svíþjóð á sínum tíma. Árni segir að hann viti ekki hversu mikið hann hafi selt af bókum í heildina en segir að um sé að ræða tugþúsund bækur á hverju ári. Árni Þórarinsson hefur ekki far- ið þá leið að stofna einkahlutafélag utan um útgáfu sína eins og þrír af þekktustu spennusagnahöfundum þjóðarinnar: Arnaldi Indriðasyni, Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni. Hagnaður Árna af skrif- unum er því ekki opinber eins og í tilfelli þeirra. Arnaldur er sá spennusagnahöf- undur sem hefur selt mest á Íslandi og erlendis í gegnum tíðina og hef- ur hann efnast vel á skrifum sín- um. Hann er sá íslenski rithöfund- ur sem hefur mestar tekjur af sölu bóka sinna. Í fyrra hagnaðist eigna- haldsfélag hans, Gilhagi ehf., um tæplega 107 milljónr króna og átti félagið tæplega 736 milljónir króna i reiðufé. Hagnaður félags Arnaldar hefur verið rúmlega 100 milljónir á ári um nokkurra ára skeið og greið- ir Arnaldur reglulega tugmiljóna króna arð úr félaginu. Yrsa Sigurðardóttir þénar einnig vel á skrifum sínum en félag henn- ar, Yrsa Sigurðardóttir ehf., hagn- aðist um ríflega 32 milljónir króna í fyrra og ráðgerði að greiða út 25 milljónir króna til hluthafa síns. Fé- lagið átti nærri 47 milljóna króna eignir í lok árs í fyrra. Hagnaður fé- lags Yrsu hefur vaxið mjög á liðn- um árum en sem dæmi var hann 22 milljónir króna árið 2014. Yrsa vinnur sem verkfræðingur sam- hliða ritstörfum sínum. Ragnar Jónasson byrjaði að gefa út glæpasögur seinna en þau Arn- aldur og Yrsa enda talsvert yngri. Fyrsta bók hans, Fölsk nóta, kom út árið 2009 og hefur hann síðan gef- ið út eina bók á ári samhliða starfi sínu sem lögfræðingur. Ragnar gef- ur bækur sínar einnig út í mörgum löndum og hafa borist af því fréttir á síðustu mánuðum að verk Ragnars hafi verið seld til nýrra landa. Þá gerði hann í haust samning við bók- arisann Penguin. Hagnaður Ragnars af útgáfu glæpsagna hefur hingað til ekki verið mikill eins og ársreikningar eignarhaldsfélags hans, Myrknætt- is ehf., ber með sér. Vegur Ragnars innan glæpsagnaheimsins vex hins vegar hratt og örugglega, seg- ir Pétur Már Ólafsson, forleggjari Ragnars hjá bókaútgáfunni Ver- öld: „Hann er klárlega á góðri upp- leið. Snjóblinda var ein mest selda glæpasagan í Frakklandi í sumar. Franskir fjölmiðlar komu hingað i vor til að skoða sögusvið Snjó- blindu á Siglufirði.“ Pétur Már seg- ir að bækur Ragnars komi út á fjórt- án tungumálum en að hann sé ekki með nákvæmar sölutölur Ragnars í heiminum á hreinu. „Þetta eru tug- þúsund bækur í hverju landi. Hann er ekki kominn í það að selja millj- ón eintök ennþá en þetta eru alvöru upplög. Árið í ár verður mjög gott ár fyrir hann.“ Atvinnulíf Verst launað að skúra Starfsmenn sem vinna við ræstingar eru með lægstu dag- vinnulaunin, eða 275.000 kr. á mánuði að meðaltali, en starfs- menn á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin að meðal- tali fyrir fullt starf, eða 330.000 kr. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun sem Efling vann fyrir Flóa- bandalagið. Leikskólastarfsmenn kvarta yfir því að vinnuálagið sé of mikið en 73 prósent segja auðvelt fyrir þá að fá aðra vinnu á svipuð- um kjörum. Bílstjórar eru með hæstu heildarlaunin eða 542.000 kr. á mánuði að meðaltali en þeir vinna einnig lengstan vinnudag eða 53,7 klukkustundir á viku að meðaltali. Heildarvinnutími félagsmanna í fullu starfi er 46,9 klst. að meðal- tali. Framkvæmdir Íbúar við Vestur- götu eru að verða brjálaðir vegna framkvæmda Mannverks við Naustareit í Reykjavík. Hávaðinn við byggingu á nýju KEA-hóteli hefur flæmt íbúa í burtu og fram- kvæmdin hefur dregist verulega á langinn. „Óbærilegt ástand,“ segir einn þeirra. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Til að reisa nýtt KEA hótel á lóð- inni við Tryggvagötu hefur ver- ið höggvið stanslaust í klöppina í marga mánuði. Íbúar eru orðnir úrvinda á hávaðanum sem fram- kvæmdunum fylgir og eitt par gafst upp og flutti í burtu. „Við bara gátum þetta ekki leng- ur,“ segir Hörður Ágústsson sem bjó alveg við byggingareitinn. „Við viss- um auðvitað að það stæði til að fara í miklar framkvæmdir en ekki að þetta yrði svona. Maður vaknaði við höggborinn og hann var enn í gangi þegar maður kom heim úr vinnunni á daginn. Þetta ástand hefur verið gjörsamlega óþolandi síðan í sept- ember.“ Í apríl reif Mannverk niður hið sögufræga Exeter-hús á reitnum. Byggingarfulltrúi borgarinnar sagði fyrirtækið hafa farið langt út fyrir gildandi leyfi og kærði niðurrifið til lögreglu. Mannverk er enn að störf- um á lóðinni og hafa framkvæmd- irnar undið upp á sig og tekið lengri tíma en upphaflega stóð til. Íbúar í nágrenninu eru orðnir langþreyttir á hávaðanum. Þann 29. nóvember tilkynnti Naustareitur á heimasíðu sinni að til stæði að nota höggbor- inn á reitnum í 2-3 daga. Borinn er enn í stanslausri notkun og íbúarnir eru alveg að verða brjálaðir. Lára Hanna Einarsdóttir er ein þeirra sem er óhress með raskið. „Ég heyri ekki sjálfa mig hugsa, þó ég loki gluggunum. Samt bý ég svona 200 metrum frá.“ Hún hefur verið heimavið að glíma við veik- indi að undanförnu og segir óbæri- legt að heyra stöðugt í höggborn- um. „Ég hef haft þetta yfir mér á hverjum einasta degi. Þetta er al- veg geggjað ástand og það er galið að byggja 110 herbergja hótel innan um svona gömul hús.“ Íbúar við Vesturgötu að ærast Tónlist Kristinn Sigmundsson bassasöngvari er meðal lista- manna sem eru tilnefndir til bandarísku Grammy tónlistar- verðlaunanna fyrir árið 2016. Tilkynnt var um tilnefningar á miðvikudag í Bandaríkjunum. „Þetta er skemmtilegt og kem- ur á óvart. Þetta er með flottari uppfærslum sem ég hef tekið þátt í og verkið sjálft er æðisgengið,“ segir Kristinn sem tók þátt í óp- eru bandaríska tónskáldsins John Corigliano Draugarnir í Versölum. Bæði uppfærsla Los Angeles óper- unnar á verkinu og upptaka á því eru tilnefnd til Grammy-verðlauna. Óperan er meira en lítið blóð- ug og en hún gerist í framhalds- lífi aðalsfólksins sem fór illa út úr frönsku byltingunni. Í verkinu fór Kristinn með hlutverk Loðvíks sext- ánda Frakkakonungs. „Þó að ég sé kóngurinn var hlutverkið mitt ekki stórt en uppsetningin var geysilega mannmörg,“ segir Kristinn. „Sýn- ingarnar voru sex eða sjö talsins, uppseldar upp í rjáfur með góðum fyrirvara en uppfærslan var gríðar- lega dýr. Fyrir mann sem syngur aldagamla tónlist f lesta daga er mjög gaman að fá að taka þátt í ein- hverju sem er nýtt og spennandi. Tónskáldið tók þátt í æfingunum og sendi mér jafnvel tölvupósta um þær. Þú getur ímyndað þér hvernig er að fá tölvupóst frá Mozart,“ segir Kristinn og hlær. | gt. Kristinn Sigmundsson tilnefndur til Grammy verðlauna Kristinn Sigmundsson í hlutverki Loð- víks sextánda í óperunni Draugarnir í Versölum eftir John Corigliano. Lára Hanna Einars- dóttir heyrir ekki sjálfa sig hugsa fyrir höggbornum. Svona er fyrirhugað að Naustareiturinn líti út þegar fram- kvæmdirnar eru yfirstaðnar. Útlendingastofnun Hælisleitandi kveikti í sér Hælisleitandi hellti yfir sig bensíni og kveikti í sér í gær við húsnæði Útlendingastofnunar á Víðinesi. Lögregla segir að mað- urinn sé illa brunninn en hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki var vitað um líðan mannsins þegar blaðið fór í prentun. Þetta var annað útkallið sem lögreglan sinnti í Víðinesi í gær en um hádegisbilið hótaði annar hælisleitandi að skaða sig. Ekki kom þó til þess, en sá maður var fluttur á lögreglustöð. Áfalla- teymi Útlendingastofnunar var kallað út til að hlúa að íbúum og starfsfólki í Víðinesi. | vg

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.