Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 8

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Katrín Jakobsdóttir seg-ist ekki vita hvað tek-ur við en fjárlaga-gerðin framundan ætti að draga fram hverjir geti unnið saman og hverjir ekki. „Fólk sakar okkur um að vera stíf á meiningunni en það hefur alltaf legið fyrir að við vildum auka veru- lega útgjöld til velferðar-, heilbrigð- is-, samgöngu- og menntamála. Við erum að standa vörð um þær áherslur sem lofuðum fyrir kosn- ingar. Þessir peningar eru til og það er hægt að ráðast í þessi verkefni án þess að skattpína almenning. Það þarf að vera vilji til að skattleggja hina efnameiri og nota arðinn af auðlindunum í almannaþágu.“ Katrín segir að það hafi verið flókið viðfangsefni að leiða saman flokka sem eru langt til hægri, eins og Viðreisn, og aðra sem séu langt til vinstri í pólitíkinni, eins og VG. Hún ætli ekki að leiða fram ein- hverja sökudólga en það hafi fljót- lega í viðræðunum komið fram sami málefnaágreiningur og síðast. Ekki orðagjálfur Hún segir flokkinn vilja setja fimm milljörðum meira í heilbrigðiskerfið en áformað sé í fjárlagafrumvarp- inu. Þar af fari bróðurparturinn til Landspítalans, þá þurfi háskól- arnir tveimur milljörðum króna meira fjármagn en gert sé ráð fyr- ir í frumvarpinu en Háskóli Íslands sé í fyrsta sinn í langa hríð rekinn með töluverðum halla á næsta ári. Hún segir að auka þurfi fjármagn til almannatrygginga, meðal annars til að tryggja að sambúðarfólk fari ekki jafn illa út úr breytingum á breytingum á almannatrygginga- kerfinu og nú stefni í. Þá gangi ekki að þingið hafi samþykkt sérstaka samgönguáætlun þar sem til stóð að setja 13 til 15 milljarða í mála- flokkinn án þess að það sjái þess einhvern stað í frumvarpinu.“ Katrín leggur áherslu á að áhyggjurnar af þessari stöðu hafi ekki verið orðagjálfur fyrir kosn- ingar. „Mestu verðmæti fólksins í landinu liggja í góðu velferðarkerfi. Þess vegna er okkur full alvara með að setja þessi mál í forgang.“ Voru ekki tilbúin í breytingar Hún segir að auðlegðarskattur, eins og flokkurinn hafi lagt til, hefði gef- ið af sér 10 milljarða, þá gæti sykur- skattur gefið af sér 2 til 3 milljarða en innleiðing hans sé líka mikilvægt lýðheilsumál. Viðreisn hafi ekki ver- ið tilbúin í þessar skattabreytingar. Þá hafi flokkarnir ekki klárað um- ræðu um aðrar skattabreytingar sem flokkurinn hafi viljað, svo sem nýtt skattþrep fyrir fjármagnstekju- skatt og hátekjuþrep. Það hafi hins- vegar verið frekar mikil sátt um hærri skatta á ferðaþjónustuna svo sem hærra gistináttagjald og komugjöld. Og í ljósi umræðunnar er kannski best að taka fram að við lögðum aldrei til að hækka almenn- an tekjuskatt eða virðisaukaskatt á mat eins og einhverjir hafa haldið fram eftir þessar viðræður. Ekki rétt hjá Birgittu „Mér sýnist nú, því miður, VG hafa ákveðið að taka sleggju og lemja sundur brúna sem við náðum að byggja á milli fólks,“ segir Birgitta Harla ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur og VG vinni saman Katrín Jakobsdóttir vísar því á bug að VG hafi gengið erinda útgerðarinnar. Mynd | Hari Jónsdóttir, þingf lokksformaður Pírata, í viðtali við Stundina í gær. Hún sakar Vinstri græn um að hag- ræða staðreyndum í umræðunni og halda því fram VG sé eini flokk- urinn sem vilji berjast fyrir heil- brigðiskerfinu. Það sé ekki sann- gjarnt gagnvart öðrum flokkum sem tóku þátt í viðræðum flokk- anna fimm. „Þetta er ekki rétt hjá Birgittu. Við höfum einfaldlega bent á að uppbygging heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins hafi verið grund- vallaratriði fyrir okkur og þó að all- ir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu þessara mála- flokka þá var ekki nein lending um umfang eins og hefur komið ítrekað fram hjá bæði okkur og talsmönn- um Viðreisnar og ekkert samkomu- lag um tekjuöflun.“ Engin ágreiningur um kvóta Vinstri græn hafa verið sökuð um að ganga erinda útgerðarinnar og vinna gegn stjórnarmyndun flokk- anna fimm til að verja hagsmuni hennar. Katrín vísar þessu á bug og segist vilja að útgerðin greiði mun meira til samfélagsins enda eigi auðlindarentan að skila sér til samfélagsins, það sé enginn ágrein- ingur meðal flokkanna fimm sem ræddu stjórnarmyndun um að rétt sé að innkalla aflaheimildir. Vinstri græn hafi efasemdir um að setja eigi aflaheimildir á uppboð án nokkurra takmarkana en eru tilbúin til að fallast á að hluti aflaheimildanna verði boðinn upp, þó ekki þannig að því fylgi nýtingarréttur til allt að 33 ára, eins og hugmyndir Viðreisn- ar og Bjartrar framtíðar gerðu ráð fyrir í byrjun. Þá vilji flokkurinn einnig hækka veiðigjöldin af þeim kvóta sem ekki fari á uppboð. Aðalmálið sé að tryggja að útgerðin greiði meira til samfélagsins en fái ekki eignar- rétt yfir auðlindinni en sú staða getur skapast ef nýtingarrétturinn sé bundinn í áratugi. Þá vilji flokk- urinn að hluti af laheimildanna verði bundinn við landshluta eða byggðarlög. Alls ekki hafi staðið á henni að semja um útfærslur í þessu efni eins og til dæmis svæð- isbundin útboð og viðræðurnar hafi ekki slitnað vegna þess að VG hafi ekki viljað neinar breytingar í sjávarútvegsmálum. „Það er afar sérkennilegt og beinlínis rangt ef niðurstaðan af þessum stjórnar- myndunarviðræðum er að okk- ur sé stillt upp sem varðhundum kvótakerfisins, það var ekki svo lítið átak að ná því fram að hækka veiðigjöldin í tíð síðustu ríkisstjórn- ar og koma á strandveiðum. Þessar viðræður um sjávarútvegsstefnuna voru ekki komnar á það stig að við hefðum sett stólinn fyrir dyrnar. Sagði óvart satt Katrín hefur mátt þola fremur harða og óbilgjarna gagnrýni í fjöl- miðlum og samfélagsmiðlum eftir kosningar en hún hefur um skeið verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Þannig vakti það að mikla hneykslan þegar hún sagðist vera orðin þreytt á stjórnarmyndunar- viðræðunum og vildi að gert yrði hlé yfir helgi. „Einhverjum fannst þetta mjög hræðilegt, eiginlega reginhneyksli. Ég var þarna orðin hundlasin og þegar blaðamaður- inn spurði mig hvort ég væri þreytt, svaraði ég óvart alveg frá hjartanu. Það mælist stundum illa fyrir þegar stjórnmálamenn segja satt,“ segir hún hlæjandi og segist hafa fengið bréf frá fólki úti í bæ vegna málsins. Konurnar sýndu skilning og sögðu að ég liti illa út og skipuðu mér að fara upp í rúm með koníaksstaup en karlarnir, sem kölluðu sig yfir- leitt áhugamenn um þjóðmál eða eitthvað slíkt, voru mjög skýrir um að þetta væri ekkert annað en hneyksli. „En að öllu gamni slepptu þá vona ég að þessi gamaldags karl- remba sé á útleið úr stjórnmálum, þar sem bannað er að sýna nokkra veikleika.“ Megum ekki missa kúlið Katrín segir harla ólíklegt að VG og Sjálfstæðisflokkurinn séu að fara saman í stjórnarmyndunarvið- ræður enda ólíklegt að Sjálfstæð- isflokkurinn sé að fara að gefa eftir í skattlagningu á efnaðasta fólkið. Hún segir mjög sjaldgæft að slíkir flokkar geti unnið saman og í ljósi þeirra áherslumála sem hún var að lýsa sé varla grundvöllur fyrir slíku samstarfi. En hvað ætli taki þá við?   „Ég veit það ekki. Ég hef ekki upplifað svona andrúmsloft á þingi síðan ég byrjaði í stjórnmálum. Það kemur margt til greina, minni- hlutastjórn, jafnvel þjóðstjórn og ég útiloka alls ekki að við þurfum að kjósa fyrr. Það eru átakatímar og þetta er mikil prófraun fyrir þingræðið. Forsetinn er vissulega að reka á eftir okkur og það er hans hlut- verk. En ég held að við ættum ekki að missa kúlið þótt einhverj- ir gamlir skarfar séu að halda því fram að þetta hafi vanalega tekið einn sólarhring þegar þeir voru og hétu. Það eru mörg lönd í Evrópu sem hafa gengið í gegnum langar og erf- iðar stjórnarkreppur en að lokum hafa hlutirnir blessast. Við erum ekki komin hálfa leiðina þangað þótt við tökum okkur aðeins lengri tíma í að hugsa næstu leiki.“ Hún viðurkennir að það sé þó næsta einkennilegt að svo löngu eftir kosningar sé enn að störf- um ríkisstjórn með þrjá ráðherra innanborðs sem séu dottnir út af þingi. En hvenær er kominn tími til að örvænta eða bara kjósa að nýju? „Ég held að við þurfum að sjá eitthvað til lands, svona um ára- mótin. Já áður en Sigurður Ingi Jó- hannsson flytur áramótaávarp for- sætisráðherra,“ segir hún og hlær. Farið með svarið í ferðalagið Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 • Vegakort • Þéttbýliskort • Ítarlegur hálendiskafli • 24 síðna kortabók • Vegahandbókar App • Þjóðsögur • Heitar laugar o.fl. o.fl. GAGNLEG GJÖF App Snjalltækjaútgáfa (App) fylgir bókinni en í henni er að finna alla þá staði sem eru í bók- inni ásamt þúsundum þjónustuaðila um land allt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að upp úr viðræðum flokkanna fimm slitnaði. „Þótt við þykjum vera óbilgjörn og ég sé kannski ekki vinsælasta manneskjan á þingi núna þá finn ég engu að síður fyrir stuðningi úr samfélaginu sem mér þykir vænt um,“ segir hún í viðtali við Fréttatímann. Vinstri græn eru tilbúin til að fallast á að hluti aflaheimildanna verði boðinn upp, þó ekki þannig að því fylgi nýt- ingarréttur til allt að 33 ára, eins og hugmyndir Viðreisnar og Bjartrar framtíðar gerðu ráð fyrir í byrjun.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.