Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 26

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 26
VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Þú finnur jólagjöfina hjá okkur Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík 554 6969 lur@lur.is www.lur.is Hvíldarstólar og -sófar í miklu úrvali PILLOWISE heilsukoddar fyrir alla Glamour Thermoskönnur KUBIKOFF Ruggustólar TRIPODE lampar Sweet home hnífaparasett fyrir börn JACOB stóll frá Calia Italia Hvíldarsófar í miklu úrvali Gæðarúm frá Belgíu FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Opið alla daga fram að jó lum Velkom in í he imsókn ! NÝTT Náttb orð frá Arte-M Áttu v on á g estum ? Mikið úrva l svefn sófa MADE INDENMARKgæði í gegn 26 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Strangt til tekið hefur þú ekki verið að borða mandarínur undanfarna daga. Og þó. Mandarínur eru frá Mandarín, eins og Kína var stundum kallað. Þær voru fluttar eftir silkileiðinni frá Kína til Mið-Austurlanda og þaðan eftir veldi íslam til Norður-Afríku og allt til Marokkó. Þar döfnuðu mandar- ínutré ágætlega, voru ræktuð áfram en ekki nóg samt til þess að allir séu sammála um að þessi tré séu sérstök tegund. En hvort sem marokkóskar mandarínur eru í raun mandarínur þá hafa þær verið kallaðar tangerínur í öðrum tungumálum en okkar. Nafnið er dregið af Tanger, hafnarborg Afr- íkumegin Gíbraltarsunds. Sjóræningjar Þegar svona ávextir bárust fyrst hingað var kannski ekki tilefni til að gera greinarmun þarna á. Mandarínurnar voru nógu fram- andlegar og næstum álíka langt frá Sauðárkróki til Marokkó og Kína. Ef undan er skilið fólkið sem Jón Jónsson og hollenskir sjóræningjar hans rændu og seldu í Alsírsborg. Jón þessi hét Jan Janszoon og var um tíma kosinn forseti sjóræn- ingjafríríksins í Salé, hafnarvirki rétt norðan við Rabat, núverandi höfuðborg Marokkó. Þar þróuðu sjóræningjar með sér virkt og beint lýðræði á milli þess sem þeir sviptu annað fólk borgaralegum réttindum. Og á þeim tíma voru þar þegar komnir mandarínuekr- ur víða og íslensku þrælarnir því mögulega fyrstu landar okkar sem brögðuðu mandarínur. En það kemur þessu máli náttúrlega ekk- ert við. En tangerína er sem sé ekki mandarína, strangt til tekið. Þar á ofan eru litlar líkur á að mandar- ínurnar sem þú kaupir úti í búð séu frá Marokkó. Þær eru líklega frá Spáni. Og þá Andalúsíu, sem var náttúrlega Marokkó þar til fyrir skömmu, nokkur hundruð árum. Kannski er það vegna þess að sem enginn hefur nefnt þessar spænsku mandarínur sérstöku nafni, til dæmis sevillínur eða málagínur. Kannski eru þær ekki enn orðin sérstök tegund. Bróðir Klement Ef mandarínan frá Andalús- íu, sem þú varst að borða, er án steina þá er hún ekki mandar- ína heldur klement- ína, nefnd eftir bróður Marie-Clé- ment Rodier sem ræktaði upp þetta geldafbrigði með því að splæsa saman mandarínu og app- elsínu. Bróðir Klement var ungur maður sendur af reglu sinni til Alsír þar sem hann þjónaði á mun- aðarleysingjahæli. Þar var illa farið gamalt rjóður með mandarínu- og appelsínutrjám, sem flest voru lítið annað en kræklóttar hríslur þegar bróðir Klement mætti með sína grænu fingur. Ævistarf hans varð þessi lundur og niðurstaðan var afkvæmi mandarínunnar og app- elsínunnar; geldávöxtur sem var rjóðari og safaríkari en mandarín- an og minni, sætari og síður súr en appelsínan. Það sem er skrítið við þessa sögu er ekki sú staðreynd að munkur hafi breytt sköpunarverki Guðs og búið til eitthvað sem alls ekki var til í náttúrunni. Það er mandarín- an sem er það skrítna í sögunni. Hún er upprunalega frá náttúr- unni, varð til án afskipta manns- ins. Svona meira og minna, auð- vitað hefur maðurinn valið bestu trén aftur og aftur og flýtt þannig þróuninni í átt að meiri sætindum, lausari berki og hentugri stærð. Í heimi mandarínunnar vinnur sætasta stelpan á ballinu. Frumávextirnir fjórir Bæði klementínan í sögunni og appelsínan eru sköpunarverk mannsins. Appelsína var búin til með því að krossrækta mandar- ínu og pómeló. Pómeló er stærri en mandarínan, græn og bragð- dauf. Pómeló hefur aldrei almenni- lega slegið í gegn. Hún er eins og Bankó, ekki kóngur en faðir kónga. Appelsínan sækir stærð sína til pómeló. Og svo tók einhver appel- sínuna og krossræktaði hana aftur saman við pómeló og fékk út grapealdin. En allt gerðist þetta fyrir svo löngu síðan að við vitum ekki hverjum datt þetta í hug eða hver framkvæmdi. Það er ekki til neinn Mr. Grape sem fann upp gra- pealdin eða systir Epli frá Kína sem fann upp appelsínuna. Og það á við um svo til alla sítrusávexti sem þú borðar. Þetta eru allt meira og minna sköpunarverk manna. Fyrir utan mandarínu og pómeló skaffaði náttúran aðeins formóður sítrónunnar (sem á flestum tungu- málum kallast sítróna, á meðan fólk kallar það sem við nefnd- um sítrónu lemónu eða eitthvað ámóta) og fáséðan ávöxt sem kall- ast papeda. Það er úr þessum fjór- um höfuðávöxtum sem allt hitt var ræktað; blóðappelsínur, límónur, sítrónur, ugly, grape og hvaðeina. Súkkat er frumsítróna Fyrir utan mandarínuna rekumst við sjaldan á þessa höfuðávexti. Ég man aldrei til þess að hafa séð papeda. Það sem kemst næst því er nákominn ættingi, kaffir límóna sem mikið notuð í tælenskri og indverskri matargerð; ávöxturinn, börkurinn og líka blöðin. Pómeló sést stundum úti í búð og er ágæt- ur en grófari og bragðminni en þau afkvæmi sem hann hefur getið af sér. Sítrónan gamla er kölluð lækn- ingasítróna á mörgum tungum og þótti frábært lyf löngu áður en menn vissu hvað C-vítamínskortur gat gert fólki. Þessi sítróna sést sjaldan í búðum í sinni uppruna- legu mynd, en það er meira en lík- legt að þú hafir borðað hana sem súkkat í einhverri jólakökunni. Undir berkinum er þykkt hvítt hold sem verður að súkkati sé það soðið niður í sykri. Sítrusávextirnir hafa þannig ýmis ráð til að læða sér í jólahaldið hér í norðrinu. Tangerínur eru hluti jólanna vegna þess að upp- skerutíminn er seint á haustin og í byrjun vetrar á norðurströnd Afríku. Súkkatið er sítrusávöxtur sem hefur verið geymdur til jól- anna, jólakakan er í raun sítrónu- og appelsínukaka með þurrkuðum vínberjum; minning frá sumrinu sem var. Nú nálgast jólin og lifnar yfir öllum. Og fátt er glaðara en mandarína. Nema ef vera skyldi mandarínupartí í kassa. Trékassinn er endurminning frá þeim tíma að ávextir voru fágæti. En mandarínan sjálf er skyndibiti frá Guði, einn fárra sítrusávaxta sem ekki er sköpunarverk mannsins. Allt sem þú vilt vita um mandarínur en þorðir ekki að spyrja Mandarínur geta breytt eldhúsborði í jólahald.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.