Fréttatíminn - 06.01.2017, Síða 24

Fréttatíminn - 06.01.2017, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Breytingar fram undan Undanfarin misseri hefur velferð dýra verið rædd í kjölfar frétta af búum og býlum þar sem ekki hefur verið vel staðið að aðbúnaði dýra. Það hefur varla farið fram hjá nein- um að umræðan um grænmetisfæði og vegan-lífsstíl er orðin mjög há- vær hér á landi og segir Jón það ekki koma sér á óvart, miðað við það sem á undan er gengið. Aðspurður segist hann líka hafa stundað sína eigin persónulegu naf laskoðun varðandi kjötát. „Undanfarin ár hef ég reynt að sneiða hjá vissum kjöt- vörum en leyft mér að borða aðr- ar. Ég hef ekki farið út í það enn að sneiða algjörlega hjá kjöti en ég er að velta því fyrir mér.“ „Rétt eins og þjóðirnar í kringum okkur þá stöndum við frammi fyr- ir miklum breytingum. Við erum að horfa upp á mikla iðnvæðingu í landbúnaði og umhverfisvanda- mál aukast stöðugt. Við komumst ekkert hjá því að velta þessu fyrir okkur. Við verðum að vera sveigj- anleg í mataræði og tilbúin til að breyta um lífsstíl. Það blasir við að það þurfa að vera breytingar. Við þurfum að hugsa vel um það hvern- ig landbúnað við viljum hafa hér á landi og halda áfram að velta þess- um málum fyrir okkur.“ Dýraverndunarlöggjöf flestra landa í dag byggir á hugmyndum breska heimspekingsins Jeremy Bentham (1748-1832) en hann hélt því fram að meginspurningin þegar kemur að framkomu okkar við dýr sé ekki hvort þau hafi rökhugsun, heldur hvort þau finni til. Sendill flytur hundakjöt í Hanoi héraði í Víetnam í mars 2015. . Vöruflutningabílar fullir af svínum, kindum og hænsnum er ekki óalgeng sjón á vegum í Vestur-Evrópu en þegar við sjáum hunda í stað hefðbundinna húsdýra bregður okkur. Animal Liberation eftir Peter Singer (1946) kom út árið 1975 og olli straumhvörfum. Þar gagnrýnir Singer framkomu okkar í garð dýra út frá hugmyndum sínum um tegundafordóma, þ.e. að rétturinn til lífs sé háður því hvaða tegund það sé sem um er rætt. Í bókinni líkir hann yfirráðum mannsins yfir öðrum tegundum á jörðinni við þrælahald. Franski heimspekingurinn René Decartes (1596-1659) á eina frægustu setningu heimspekisögunnar, Cogito ergo sum, eða Ég hugsa og þess vegna er ég. Hann taldi dýr aftur á móti ekki hugsa og þar af leiðandi gætu þau ekki skynjað sársauka. Það hefur alltaf verið manninum ofarlega í huga að finna réttlætingar og rök fyrir því að borða og nota dýr. 8.499 kr. DUBLIN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 7.499 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 6.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 14.999 kr. ALICANTE f rá T í m a b i l : m a í 2 0 1 7 19.999 kr. SALZBURG f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 WOW takk! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.