Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 18

Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 18
Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Kerfin í samfélaginu, rétt eins og orðin, eru mannanna verk en á ný-liðnu ári var mikið talað um kerfisbreytingar. Orðið er svo sem ekki nýtt af nál- inni, kemur fyrst fyrir í íslenskum dagblöðum á lýðveldisárinu 1944 í tengslum við strætisvagnaferðir í Reykjavík. Síðan þá hafa kerfin í ís- lensku samfélagið vaxið og dafnað og þeim fjölgað að sama skapi. Kerfi eiga það til að festast í sessi ef þau eru ekki þeim mun ónýtari og þau byggja á mislangri hefð. Notkun orðsins „kerfisbreytingar“ gefur til kynna að eitthvað sé að í kerfunum okkar, þau séu hætt að þjóna hagsmunum hins breiða fjölda og farin að stjórna sér sjálf, vera til sjálfs sín vegna. Upp í hugann koma „kerfislægar villur“ sem líklega voru vinsæll frasi eitthvert árið og sem blasa við augum þegar verst lætur. Myglu, leka og sjúk- linga frammi á göng- um á Landspítalanum hlýtur að vera hægt að f lokka sem slíkar villur hjá samfélagi sem telur sig í hinu orðinu alveg frábært og á heimsmæli- kvarða. Það gleymist líka stundum að kerfin eru til komin fyrir fólkið en ekki fólk fyr- ir kerfin. Menntakerfi, heilbrigðiskerfi, landbún- aðar- og sjávarútvegskerfi hljóta að snúast um hags- muni heildarinnar. Þeim hlýtur að hafa verið ætlað að bæta lífskjör, möguleika og af- komu sem flestra. Að baki vonum um kerfisbreytingar búa líka áhyggj- ur af aukinni misskiptingu auðs í samfélaginu og að þeir ríku fljóti ekki bara ofan á kerfunum, kaupi sig fram fyrir raðir þegar kemur að þjónustu eða njóti einir ávaxtanna sem framleiðslukerfin bera. Kynsegin Veröldin er flókin og verður sífellt flóknari. Um það vitna ekki bara flóknar kerfisbreytingar sem ákall er gert um, heldur líka breytingar á sjálfsmynd einstaklinganna sem byggja samfélagið. Lýsingarorðið kynsegin finnst ekki í orðabók en festi sig engu að síður í málinu á síðasta ári, þó orðið sé eilítið eldra. Kynsegin vísar til þess hóps sem skilgreinir sig ekki til karla eða kvenna og er því utan hefðbund- innar og kerfislægrar f lokkun- ar kynjanna. Kynsegin fólk er því kerfisbreyting holdi klædd. Hug- myndir okkar um kynin eru að víkka og breytast. Kynsegin fólk er hópur sem rétt er að veita athygli en kynsegindagur var haldinn í annað sinn á árinu 2016, 20. apr- íl. Athygli vakti líka að breytingar á stefnumótasmáforritinu Tinder sem gerðar voru á árinu gera nú notendum það mögulegt að skrá kyn sitt á 37 mismunandi máta, fyrir utan hin hefðbundnu karl- og kvenkyn. Ekkert er sem áður og kerfin og kynin þurfa að taka mið af nýjum veruleika. Hrútskýringar Hin kerfisbundnu kyn, karlar og konur, höfðu auðvitað s í n s a m - skipti á árinu og nokkurra ára gamalt orð, hrút- skýringar, festi sig í sessi til að lýsa því hvernig einhver útskýr- ir eitthvað fyrir öðrum, oft- ast karlmaður fyrir konu, á lítillækkandi hátt. Hrúturinn sem tekur að sér að skýra heiminn er því eins konar kynbund- inn sjálfviti (bess- erwisser) sem alltaf veit allt best, þó hann viti kannski ekki neitt um það sem um er rætt. Það má til dæmis fullyrða að mörg af deilu- málunum sem þyrlast upp á samfélagsmiðlum (mis-alvar- legir stormar í vatnsglösum lands- manna) mótist af slíkum sjálfvitum og viti menn, tilfinningin ágerist að karlkynið sé þar meira áberandi, hrútarnir eiga sviðið. Þetta þarf að breytast, hlustun á fjölbreytt sjón- armið úr fjölbreyttum áttum þarf að bæta. Þarmaflóra Hvort slík umræða á sam- félagsmiðlum hafi oft áhrif á innri líkamlega virkni þeirra sem verða vitni af henni skal ósagt látið, en í það minnsta var orðið þarmaf lóra nokkuð áberandi á nýliðinu ári. Orðið er hins vegar ekki sérlega nýtt. Þarmaflóra t i l dæm- is rædd í íslenskum dagblöðum á tíunda ára- tug síðustu ald- ar þar sem meðal annars er spurt: „Ertu með tímasprengju í þörm- unum?“ Orðið þarmaflóra og það hve sprelllifandi það virðist vera í vitundarlífi landsmanna ber því vitni hvernig orðin geta lýst upp myrkustu afkima mannlegrar tilvistar. Hin stórmerka virkni þarmanna með öllum sínum milljónum baktería er heillandi, svo heillandi að námskeið eru haldin um þetta innra kerfi okkar og hvernig við viljum leiða fram kerfisbreytingar á því. Rétt eins og uppgötvanir á óravíddum geimsins eða dulmagni hafdjúpanna stækka alheiminn fyr- ir okkur er þarmaflóran svið sem enginn má láta framhjá sér fara. Þar sannast það margkveðna að góðar hægðir eru gulls ígildi. Aflandsfélag og Hú! Tvö áberandi orð á síðasta ári má segja að standi í eins konar nástöðu eða jafnvel andstöðu hvort við annað. Aflandsfélag er þannig orð sérhagsmuna, eigingirni og sjálf- hverfu á með- an upphróp- ið Hú! sem þjóðin framdi undir taktföstum trommuslætti á EM síðasta sum- ar sýnir fram á samtakamátt og sameiningu sem býr með þjóðinni þegar best lætur. „Aflandið“ er furðulegt land sem auðvitað er ekki til sem slíkt. Það er komið til af enska orðinu offshore, en fyrirtækin sem þar eru rekin eru heldur ekki til nema sem skálkaskjól í djúpum skúffum. Aflandsfélag er orð 21. aldar, af- kvæmi nýfrjálshyggju og komið til vegna glufanna sem sumir kunna að nýta sér í skattalöggjöfinni sem aðrir hafa hvorki ástæðu, þörf né tækifæri til. Leynilegt brask í aflandinu kveik- i r s íða n hugrenningar um út- laga, þá sem hafa sagt sig úr lög- um við samfélag manna, velkj- a s t u m höfin og geta að ein- Orðin móta heiminn Við gefum lífinu og heiminum í kringum okkur merkingu með því að tala um það sem fyrir augu ber. Ný orð þarf stundum til að lýsa breyttum veruleika, til að varpa ljósi á ákveðna strauma í samfélaginu. Fréttatíminn veltir sér upp úr nokkrum orðum sem lýstu upp nýliðið ár, 2016, og veltir fyrir sér hvað þau segja um íslenskt samfélag. 18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.