Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Þrátt fyrir að vera á ólík-um aldri og með ólíkan bakgrunn ná bandarísku tónlistarmennirnir Wa-dada Leo Smith og Vijay
Iyer vel saman. Þetta eru forvitni-
legir menn, leitandi og ljóngáfaðir.
Wadada, sem upphaflega hét
Ishmael Leo Smith, fæddist
árið 1941 í bandaríska suðrinu, í
bænum Leland í Mississippi, bæ
sem annars er þekktastur fyrir
að vera fæðingarbær frosksins
Kermit. Smith lék í lúðrasveitum
og rythma- og blústónlist áður en
frjálsari tónlist tók yfir hugann.
Í upphafi áttunda áratugarins
hófst tilraunakenndur ferill sem
getið hefur af sér ýmis verkefni, til
dæmis Gullna kvartettinn svokall-
aða sem tónlistarmaðurinn hefur
leitt til margra ára í ýmsum mynd-
um. Það var inn í þá sveit sem
Smith fékk píanóleikarann Vijay
Iyer fyrst til að leika með sér.
Smith tók rastafaritrú á níunda
áratugnum og tók um leið upp
nafnið Wadada sem merkir ást.
Hann hefur kennt tónlist við Cal
Arts listaháskólann, jafnt djass
og tónlist fjarlægra heimshorna,
til dæmis hefur hann smíðað
hljóðfæri sem fæstir kunna að
nefna. Útlitið skemmir ekki fyrir
dulúðinni, með rastafari flétturnar
þykku minnir hann helst ljón með
þykkan makka, enda heitir hann
auðvitað Leo að millinafni.
Wadada Leo Smith hefur
nokkrum sinnum komið til Íslands
með hljóðfæri sitt og leikið með ís-
lenskum tónlistarmönnum.
Sjálflærður vísindamaður
Vijay Iyer er sonur indverskra
innflytjenda, fæddur árið 1971 og
ólst upp í New York fylki. Hann
lærði ungur á fiðlu en á píanó eftir
eyranu og er að mestu leyti sjálf-
lærður á það. Miklir hæfileikar í
stærðfræði nýttust vel. Iyer er með
háskólagráðu í stærð- og eðlis-
fræði frá Yale háskóla og doktors-
gráðu frá eðlisfræðideild Berkeley
í snúnum tónvísindafræðum.
Vijay Iyer er hlaðinn verðlaun-
um. Djasstímaritið Down Beat
valdi hann þannig djasspíanista
ársins 2014 og djasstónlistarmann
ársins 2015. Hann er í dag prófess-
or í tónlist við Harvard háskóla.
Með bakgrunn sinn í vísindum
hugsar Iyer heilmikið um tíma
og rúm í tónlistarsköpun sinni
og þar ná þeir Wadada Leo Smith
vel saman. Yngri maðurinn lýsir
þeim eldri sem hetju sinni, vini
og kennara. Hann hefur sagt að
þegar Wadada spili gerist eitthvað
fornt og dulmagnað í rýminu sem
tónarnir fylla. Hver salur sem þeir
koma fram í er einstakur, endur-
kast rýmisins hefur mikil áhrif á
lifandi spunatónlist og karakter
hljóðfærisins sem Iyer situr við í
hvert sinn gerir það líka. Ýmist eru
það píanóin í tónlistarsölunum
eða hljómborð og tölvubúnaður.
Kosmísk kerfi
Nýjasta samstarf þeirra Vijay og
Wadada er plata sem þeir gáfu út
hjá ECM útgáfunni og heitir upp
á íslensku Kosmísk hrynjandi í
hverju slagi. Hjarta plötunnar er
svíta sem tileinkuð er indversku
myndlistarkonunni, Nasreem
Mohamedi, sem hefur eftir dauða
sinn árið 1990 vakið mikla athygli
á Vesturlöndum, til dæmis setti
Metropolitan safnið í New York
upp sýningu með verkum hennar
í fyrra.
Nótur og tónhugmyndir eru
grunnur að kerfum sem tónlist-
armennirnir smíða á sviðinu, en
hver flutningur á tónlist þeirra fé-
laga er einstakur. Frelsið er algjört
og það óvænta er velkomið. Þó
tónlistin virki á suma laus í rásinni
segir yngri maðurinn að hvert
hljóð sem sá eldri sendi frá sér sé
úthugsað til að þjóna tónsmíðinni
sem verður til í hvert sinn upp á
nýtt, alveg einstök.
Tveir ólíkir menn sameinast í leit að rétta andblænum og
samruna sínum í tónlist. Annar þeirra á að baki langan feril sem
trompetleikari í framúrstefnusveit bandarískra djasstónlistarmanna,
hinn er tónlistarmaður og stærðfræðingur og einn forvitnilegasti
djasspíanisti samtímans. Þeir heita Wadada Leo Smith og Vijay Iyer
og ætla spinna tóna sína á tónleikum í Hörpu á mánudag.
Vísindalegur
bakgrunnur
Vijay Iyer
hefur haft
áhrif á tónlist
hans, enda
stutt milli
stærðfræði
og tónlistar.
Myndir | Getty
Alfrjálsir og með
kosmíska krafta
Nýjasta plata þeirra Wadada og Vijay
heitir A Cosmic Rhythm With Each
Stroke. Erlendir gagnrýnendur tóku
plötunni vel á síðasta ári.
Wadada Leo
Smith heldur í
dag úti Gullna
kvartettin-
um, Silfur
sveitinni og
hljómsveitinni
Organic. Aust-
ræn speki hefur
mikil áhrif á
hugmyndaheim
Wadada og
nálgun hans að
tónlistinni.
13.999 kr.
MONTRÉAL f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7
16.999 kr.
TENERIFE f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7
7.999 kr.
BARCELONA f rá
T í m a b i l : m a rs 2 0 1 7
16.999 kr.
LOS ANGELES f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7
16.999 kr.
SAN FRANCISCO f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7
14.499 kr.
BOSTON f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7
Vertu
memm!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.