Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 28
Þegar leitað er að mynd-um af kvenskipstjórum á leitarsíðu Google birt-ast fremur annarlegar niðurstöður. Konur í grímubúningum eða stillt upp á kynferðislegan máta á skipsfjöl. Þykjustuskipstjórar. Þegar aftur á móti er leitað að karl- skipstjórum verður niðurstaðan allt önnur. Þá birtast ábúðarmiklir og reyndir karlar, alvarlegir í bragði. Alvöru skipstjórar. Þura Stína Kristleifsdóttir er 27 ára og með margbrotinn bakgrunn, hún starfar sem grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Brandenburg, Vildi komast á sjó Skipstjórn Fjöldi íslenskra kvenna hafa gegnt stöðu formanns á skipum í gegnum tíðina og nokkrar hafa verið skráðar sem skipstjórar stærri skipa. Það var þó ekki fyrr en á níunda áratugnum sem fyrsta konan lauk prófi í skip- stjórn og í dag hafa 11 konur lokið námi við Skipstjórnar- skólann. l 51 nemandi er skráður í dagnám á skipstjórnarbraut í Tækniskólanum í dag. Þar af eru 3 konur. l Þá eru 114 nemendur einnig skráðir í dreifnám í skipstjórn og eru konurnar 2 þar á meðal. Heildarfjöldi við nám í skip- stjórn er því 165 nemendur, þar af 5 konur. Aðalfundur Matvæla-og veitingafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 22. mars n.k. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hilton Nordica, Vox Club og hefst kl. 16.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir fundinn flytjum við okkur yfir á Vox Home og þar verður nýsveinum afhent sveinsbréf og því fagnað að 90 ár eru frá stofnun Matsveina-og veitingaþjónafélags Íslands og 70 ár frá stofnun Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna. Aðalfundur Eyjastelpan Þura Stína fékk ekki vinnu sem háseti þótt hún hafi siglt um heiminn í heilt ár. Fréttablaðið/EyÞór Þura Stína Kristleifs- dóttir er grafískur hönnuður, dj og skip- stjóri. Hún segir karl- lægan kúltúr ráðandi á vinnumarkaðinum. Stelpur verði strax varar við það á ungl- ingsaldri að viss störf séu þeim ekki ætluð. ingar um hálfan heiminn. Þura Stína menntaði sig líka sem grafískur hönnuður og starfar við það í dag. Í auglýsingaiðnaði hallar mjög á konur þegar hærri stöðu- gildi eru skoðuð. Grafískir hönn- uðir eru 40% konur, þær eru 26% af hönnunarstjórum og 23% listrænna stjórnenda. Þessi hlutföll hafa ekki breyst síðustu ár en nær allir fram- kvæmdastjórar auglýsingastofa í dag eru karlar. Á Brandenburg, stofunni sem Þura Stína starfar á, er kona í framkvæmdastjórn. Þura Stína segist heppin. „Hér á Brandenburg er kvenna- auður og hér eru fleiri konur en alla jafna í áhrifastöðum. En kúltúrinn í þessum bransa er karllægur,“ segir Þura Stína og segist þurfa að tala fyrir kynsystur sínar sem starfa í iðnaðinum. „Það er svo undarleg tilfinning að finna hvernig hallar undan fæti þegar við komum út á vinnumarkaðinn, enda stöndum við jafnfætis bekkjarbræðrum okkar í námi. Um leið og námi lýkur þá tekur við sá veruleiki að strákar virðast eiga miklu auðveldara með að fá störf á auglýsingastofum, þótt það mætti halda að það væri meiri ávinningur í að hafa bæði karla og konur á vinnustaðnum enda erum við að tala við almennan hóp, bæði karla og konur. Það er eiginlega óskiljanlegt hvað þessi iðnaður er karllægur,“ segir Þura Stína.   „Svo þurfum við líka að sitja undir fárán- legri launamismunun, eins og er því miður raunin í flestum geirum – þegar þú ert loks búin að fá starfið þá er strákur með sömu menntun að vinna sama starfið á mun hærri launum.“ Þura Stína segir nauðsynlegt að ráðast í átak á borð við #kvenna- störf. „Það er full þörf á því, ég er ekki viss um að strákar skilji þenn- an veruleika sem við búum við og það er gott fyrir stelpur líka að átta sig á því að það þarf að pota í veggi, búa sér til pláss, ryðja sér leið. Við stelpurnar finnum strax fyrir því að okkur eru ætluð sérstök störf strax þegar við erum unglingar. Þannig erum við strax skilyrtar. Þetta á til dæmis við um þjónustustörf. Það eru fáránlega fáar stelpur að vinna í eldhúsi, við matargerð. En mjög margar reiða fram matinn og eru í þjónustu. Ég bað um að fá að starfa í eldhúsi og þurfti að sækja það fast áður en það fékkst í gegn. Þetta er bara eitt örlítið dæmi,“ segir Þura Stína. „Það er mikilvægt að vinna gegn því að við séum strax hólfuð niður í hlutverk. Það er alveg fárán- legt að lenda í þessu strax sem ungl- ingur, þegar maður er fimmtán, sex- tán ára og að mynda sér skoðun á lífinu. Ég vona að það sé að breytast. Það eru auðvitað engin störf sem eru #kvennastörf. Þetta er úrelt og ég geri allt sem ég get til að hvetja fólk til að breyta viðhorfi sínu.“ Þura Stína telur að hluti vand- ans sé innræting sem hefjist strax í barnæsku. „Við eigum að vera eitthvað eitt frekar en annað. Við eigum ekki að vera að trana okkur fram, vera fyrir eða taka pláss,“ segir hún og tekur dæmi úr eigin æsku. „Ég var tólf ára og tók þátt í Rímna- flæði (keppni í rappi og rímum). Ég þorði ekki að vera ein og bað aðra stelpu um að fara með mér. Þegar við komumst áfram upp úr forkeppninni og vorum einu stelp- urnar varð ég fyrir stanslausu áreiti frá strákum. Um að ég væri athyglis- sjúk, af hverju ég væri að taka þátt í rappkeppni, ég væri ekkert góð. Ég  fékk alltaf þá tilfinningu að ég væri fyrir strákunum. Ég væri að taka þeirra pláss.“ Þessi sama tilfinning grípur um sig á fullorðinsárum. „Við tókum þetta líka fyrir, Reykjavíkurdætur, á íslensku tónlistarverðlaunum í opnunar atriðinu. Þá fylltum við sviðið af íslenskum tónlistarkonum. Því að í tónlistarbransanum erum við stanslaust að fá að heyra að konur séu svo fáar í bransanum og/ eða við séum annaðhvort ekki til í að koma fram vegna óframfærni eða aðrir séu betri en við. Þetta er enn þá orðræða í fjölmiðlum,“ segir hún. er plötusnúður og lærður skipstjóri. Þegar hún nefnir að hún sé mennt- uð sem skipstjóri þá er það iðulega dregið í efa. Hún er spurð hvort hún sé nú í alvörunni með pungapróf. „Ég finn að ég er hætt að nenna að furða mig á þessum skökku við- horfum. Ég fann mikið fyrir þeim þegar ég byrjaði að dj-a. Þá var fólk mikið að bjóðast til að hjálpa mér með tæknileg atriði. Strákum fannst ég hljóta að þurfa hjálp við að tengja inn í kerfi eða eitthvað slíkt og vissu síðan kannski minna en ég. Og ég er  ekkert að biðja um hjálp. Þarf hana bara ekkert. Þetta gerist ítrekað og er alltaf jafn baga- legt,“ segir Þura Stína. „Það trúir því enginn að ég sé skipstjóri. Ég er alin upp í Vest- mannaeyjum og var þar í fisk- vinnslu. Ég vildi nýta bakgrunn minn og ná mér í smábátaréttindi. Ég gerði það og var úti að sigla skútum í tæpt ár. Ég byrjaði í Tyrk- landi, sigldi í gegn um Miðjarðar- hafið og yfir Atlantshafið og endaði í Karíbahafinu. Þegar ég kom heim var ég full sjálfstrausts. Ég er frökk að eðlisfari og finnst alla jafna ekk- ert útilokað. Ég var bara viss um að ég væri búin að sanna mig. Ég var með tilskilin réttindi og hafði öðl- ast reynslu,“ segir Þura Stína sem var ábyrg fyrir skútunum sem hún sigldi, með tilskilin réttindi eða upp að 24 metrum og atvinnuréttindi upp að 13 metrum. „Ég fór því og sótti um hjá stóru útgerðunum og líka bátum með eigin útgerð. Ég sótti um á mörgum stöðum og bara um almennt pláss háseta á togurum. Með reynslu mína af siglingunum og fiskvinnslu er ég meira en vel hæf í þau störf.  Í stuttu máli fékk ég ekki starf. Frá stóru útgerðunum fékk ég bara staðlað svar, þar var algjört áhuga- leysi. Þetta var auðvitað svolítið áfall,“ viðurkennir hún. Launin eru enda eftirsóknarverð og ævintýra- þorstinn ekki slokknaður eftir sigl- Ég er frökk að eðlisfari og finnst alla jafna ekkert útilokað. Ég var bara viss um að Ég væri búin að sanna mig. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -B 8 1 C 1 C 7 8 -B 6 E 0 1 C 7 8 -B 5 A 4 1 C 7 8 -B 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.