Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 40
Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og myndlistamaður. myNd/gva Í dag verður opnuð sýningin Stóll í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ þar sem fjöldi stóla eftir íslenska hönnuði verður til sýnis. Samhliða sýningunni mun Elsa Nielsen, grafískur hönn- uður og myndlistarmaður, sýna teikningar sínar af hluta stólanna undir heitinu #einnádag auk þess sem veggspjald og póstkort með teikningum hennar verða til sölu í safninu. Það var Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunarsafnsins, sem hafði samband við Elsu á síðasta ári eftir að hafa fylgst með #einádag teikningunum hennar árið 2015. Þar skrásetti Elsa líf sitt með því að teikna eina mynd á dag úr lífi sínu og birta á Facebook og Instagram. Upphaflega bað hún Elsu um að teikna nokkra valda gripi úr safn- eigninni og varð stólasafnið fyrir valinu. Þá segist Elsa hafa komið með hugmyndina að teikna einn stól á dag í febrúar og leyfa þannig fólki að fylgjast með verkefninu fæðast. „Þannig fléttaðist skipulag sýningar þeirra og teikningarnar mínar svona skemmtilega saman. Í tilefni af HönnunarMars hóf ég leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn, og teiknaði einn stól á dag í febrúar, #einnádag. Það var erfitt að velja stólana því það eru margir áhugaverðir stólar til á safninu. Starfsfólk safnsins valdi 28 stóla út frá hönnunarsögu og einnig með það í huga að sýna fjöl- breytileikann í íslenskri hönnun. Stólarnir eru eftir jafn marga flotta ólíka hönnuði.“ Fræðandi verkefni Veggspjaldið sem selt er í Hönnunarsafn- inu er í stærðinni 50x70 cm og einnig verður selt úrval gjafakorta með teikningum af íslenskum stólum. „Ágóði af sölu þessara vara rennur til upp- byggingar safn- kosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.“ Elsa segir verkefnið hafa verið mjög skemmtileg og fræðandi. „Marga af þessum stólum þekkti ég fyrir, en það voru einnig nokkrir sem ég hef oft séð og ekki áttað mig á að væru íslensk hönnun. Það sem mér fannst samt standa upp úr er þegar Sóley vinkona mín sá teikninguna af stólnum Sóley á Instagram undir #einnádag. Þá sagði hún mér að pabbi hennar, Valdimar Harðarson, hefði hannað hann á sínum tíma og nefnt stólinn í höfuðið á henni. Stór- skemmtileg fróðleiksviðbót sem ég vissi ekki af. Stóllinn Sóley er eitt fárra íslenskra húsgagna sem hefur náð vinsældum á alþjóðavísu og vakti mikla athygli þegar hann kom á markað árið 1984.“ Nýjar vörur á leiðinni Myndasería Elsu frá 2015, #einádag, hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. „Ég fékk styrk frá Hönn- unarsjóði til að efla vörulínu úr #einádag teikningunum mínum og nú bíð ég spennt eftir sýnishorni af sængurverasetti og fleiri servíettum. Þetta litla teikniverkefni sem hófst 1. janúar 2015 er því aldeilis búið að taka skemmtilega stefnu upp á við.“ Nú styttist í HönnunarMars og ætlar Elsa að vera vakandi og næra sálina með fallegri hönnun og fróð- leik að eigin sögn. „Svo er ég með í samsýningu á Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu, en þar sýnum við nokkrir grafískir hönnuðir góðar tillögur sem var hafnað og litu aldrei dagsins ljós. Svo vonast ég til að samstarf mitt við Hönn- unarsafn Íslands haldi áfram og ég fái að teikna fleiri hluti úr sameign safnsins í framtíðinni.“ Sýningin Stóll verður opnuð í dag, laugardaginn 18. mars kl. 15, og stendur yfir til sunnu- dagsins 18. júní. Nán- ari upplýsingar má finna á www.honn- unarsafn.is. Fylgjast má með teikningum Elsu á Instagram (@ elsanielsen). Einn íslenskur stóll á dag Úrval íslenskra stóla frá liðnum áratugum verður til sýnis í Hönnunarsafni Íslands næsta mánuðinn ásamt teikningum Elsu Nielsen af hluta þeirra. Vörunúmer: 34268-0000 Í Danmörk kr 15.883* Í Svíþjóð kr 13.680* *skv.verðskrá levi.com og gengistöflu Íslandsbanka 16.03.17 501 SKINNY KR. 13.990 Leví s Kringlunni – Leví s Smáralind – Leví s Glerártorgi 4 KyNNINgaRBLaÐ FÓLK 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L aU g a R dag U R 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 9 -1 5 E C 1 C 7 9 -1 4 B 0 1 C 7 9 -1 3 7 4 1 C 7 9 -1 2 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.