Fréttablaðið - 18.03.2017, Side 103

Fréttablaðið - 18.03.2017, Side 103
Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Styrkir fyrir námsmenn Umsóknarfrestur er til 22. mars. Sæktu um námsstyrki Lands- bankans á landsbankinn.is. Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskóla- stigi fyrir skólaárið 2017-2018. Veittir verða styrkir í fimm flokkum  Framhaldsskólanám Þrír styrkir 200.000 kr. hver.  Iðn- og verknám Þrír styrkir 400.000 kr. hver.  Háskólanám (BA/BS/BEd) Þrír styrkir 400.000 kr. hver.  Listnám Þrír styrkir 500.000 kr. hver.  Framhaldsnám á háskólastigi Þrír styrkir 500.000 kr. hver. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA TónlisT Djasstónleikar HHHHH Flosason/Olding kvartettinn kom fram í Múlanum og flutti tónlist eftir sigurð Flosason og Hans Olding. Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 15. mars Ég heyrði einu sinni brandara sem hljómar svona: Þú heldur á skamm- byssu með tveimur kúlum og ert staddur í herbergi með Jósef Stalín, Adolf Hitler og saxófónleikaranum Kenny G. Hvað gerirðu? Svar: Þú skýtur Kenny G tvisvar. Saxófónninn fer í taugarnar á mörgum. Maðurinn sem fann hann upp hét Adolphe Sax og markmið hans var að búa til hljóðfæri mitt á milli tréblásturs- og málmblásturs- hljóðfæris. Segja má að það hafi tekist, hljómurinn í saxófóninum er miklu villtari en í klarinettunni sem er náskyld honum. Stundum getur hann verið óþægilega skerandi. Það á þó ekki við um saxófón Sigurðar Flosasonar, sem er ætíð sérlega mjúkur og ávalur þrátt fyrir að vera gæddur sprengikrafti. Sig- urður kom fram á tónleikum í djass- klúbbnum Múlanum í Björtuloftum í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Með honum léku Einar Scheving á trommur, Þorgrímur Jónsson á bassa og hinn sænski Hans Olding á rafgítar. Sigurður galdraði fram ótal blæ- brigði, leikur hans var fullur af til- finningum. Slagverksleikur Einars Scheving var margbrotinn og dýna- mískur og Þorgrímur Jónsson var fumlaus og sérlega líflegur á bass- anum. Olding lék svo á gítarinn af aðdáunarverðri fingralipurð. Ef finna má að einhverju var það helst styrkleikajafnvægið. Slag- verkið var nokkuð sterkt á kostnað bassans sem oft hefði mátt heyrast betur í. Þetta gerði heildarhljóminn Sumir elska hann, aðrir hata hann Erfðamengi og erting þagnarinnar dálítið skringilegan; það vantaði botninn í hann. Tónlistin sjálf var hins vegar skemmtilega fjölbreytt. Hún var eftir þá Sigurð og Olding og var yfirleitt mjög lífleg, hrynjandin var hröð, laglínurnar snarpar og á tíðum nokkuð ómstríðar. Það var ekki mikil rómantík í stefjunum, ólíkt músíkinni sem Tríó Sunnu Gunn- laugs flutti í Múlanum viku áður. En það gerði ekkert til; tónlist getur verið svo margt! Eitt og annað sem hér var leikið var notalega suðrænt, enda gáfu þeir Sigurður og Old- ing út geisladisk fyrir tveimur árum með eigin útsetningum á brasilískri tónlist. Hins vegar sveif líka þjóðlegur andi yfir dagskránni. Sum lögin eftir Sigurð voru innblásin af íslenskri náttúru, norð- urljósum, mosa og sand- auðnum. Þar varð yfirbragðið myrkara og tempóið rólegra, sem skapaði nauðsynlega breidd í tónleikana. Ég sá nýlega fyrir- sögn á Netinu sem hljóðaði svo: „Múl- inn er áunninn smekkur.“ Djass á borð við þann sem er spilaður í Múlanum er nátt- úrulega ekki popp þó hann njóti mikillar hylli. Hins vegar voru furðu fáir Íslendingar á tónleikunum, það voru aðallega útlendingar sem fylltu Björtuloft. Kannski er smekkur Íslendinga ekki nógu þróaður fyrir djassinn, sem væri vissulega mikil synd. Jónas Sen niðursTaða: Heildarhljómurinn hefði mátt vera fágaðri, en tónlistin var skemmtileg og fjölbreytt. Sigurður Flosason og félagar hans fóru á kostum í Múlanum í vikunni. FréttaBlaðið/anton Brink efni sínu. Þeir eru þöglir, ræskja sig, hella upp á kaffi og varpa upp ljós- myndum úr fortíðinni. Hið athyglisverða við þessa til- raunasýningu er að þeir eru ekki að rembast við að finna upp hjólið heldur treysta áhorfendunum til þess að fylla í eyðurnar. Þetta verk er ekki um þá í listinni heldur um hvernig hægt er að nota listina til þess að finna nýja fleti á sjálfum sér. Sýningin er samsuða af persónu- legum sögum, tónlist og auðvitað mismunandi útgáfum af þögninni, hvað ástandið getur þýtt og hvernig hún hefur áhrif á mannfólkið. Aftur á móti taka þeir sjálfa sig aldrei of alvarlega og er ræða Kol- beins í hlutverki föður sem er að reyna að ropa út úr sér hvað honum þykir vænt um son sinn bæði kostu- leg og sönn. Samvinna þeirra er af- slöppuð og yfirveguð, áhorfendur geta treyst því að þeir séu í góðum höndum en eru krafðir um að leita innra með sér að svörum. Fram- vindan byggist ekki á ferðalagi með byrjunarpunkti og leiðarlokum heldur samanstendur af dæmi- sögum um áhrifamátt þagnarinnar bæði andlega og líkamlega. Þögnin hefur mismunandi áferð, blæbrigði og stemningu eftir samhengi. Sómi þjóðar gerir enga tilraun til að sýna okkur allar mögulegar útgáfur, slíkt væri auð- vitað ómögulegt. Þess í stað gefa þeir áhorfendum rými til þess að skoða sig sjálfa og samfélagið út frá þessari þúsund ára þögn þjóðar. Sigríður Jónsdóttir niðursTaða: Sómi þjóðar markar sér stöðu sem forystusveit í sviðslistatilraunum. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðM r a l a 55l a u g a r D a g u r 1 8 . M a r s 2 0 1 7 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -9 5 8 C 1 C 7 8 -9 4 5 0 1 C 7 8 -9 3 1 4 1 C 7 8 -9 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.