Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 6
nýsköpun Þekkingarfyrirtækið
Matís og Rannsóknarstofa Háskóla
Íslands og Landspítala í öldrunar-
fræðum hafa fengið samþykki Vís-
indasiðanefndar fyrir rannsókn á
áhrifum blöðruþangs á bólguþætti
hjá of þungum, fullorðnum ein-
staklingum. Eins verður kannað
hvort blöðruþang hafi áhrif á blóð-
sykur og blóðfitu – og efnin geti nýst
í baráttunni við þekkta lífsstílssjúk-
dóma.
Hörður G. Kristinsson, rann-
sókna- og nýsköpunarstjóri Matís,
útskýrir að svokallaðir bólguþættir
séu undirliggjandi orsök í mörgum
sjúkdómum – hjarta- og æðasjúk-
dómum og liðagigt, svo dæmi séu
tekin.
„Við erum þó að skoða fleira, til
dæmis andoxunarvirkni og hvort
þangið geti jafnvel haft áhrif á þá
þætti sem valda sykursýki. Við erum
því að gera víðtæka skimun á þessu
efni sem búið er að þróa. Rannsókn-
in er til þess að sjá hvernig efnið
virkar við inntöku hjá mönnum,
en mikið liggur þegar fyrir úr til-
raunum sem lofa mjög góðu,“ segir
Hörður.
Hráefnið blöðruþang, sem einn-
ig er nefnt bóluþang, vex eingöngu
í fjörum og er víða algengt í Norður-
Evrópu – ekki síst hér á Íslandi.
„Þetta var eitthvað nýtt hér fyrr
á öldum en hefur verið vannýtt í
samanburði við sumar aðrar þang-
tegundir. Það skýrist af því að það
er ekki sérstaklega bragðgott þegar
það er borðað eitt og sér. Það sem
við erum að gera er að draga út
virku efnin í þanginu sem hægt er
að neyta beint eða blanda í önnur
matvæli,“ segir Hörður og bætir því
við að þangið er nýtt annars staðar
í heiminum en í litlum mæli – og
ekkert hér á Íslandi í dag.
En hvað ef þessi tilraun eða rann-
sókn skilar góðum árangri?
„Við erum að líta til fæðubótar-
efna og markaðar fyrir þau. Þá væri
hugmyndin sú að setja á fót fram-
leiðslu hérna á Íslandi og framleiða
meðal annars úr þessu þangi, og
þá fyrir erlendan markað. Ef vel
gengur myndum við reyna að búa
til nýjan iðnað úr ónýttu hráefni,“
segir Hörður en allt þangið er,
og yrði, handskorið og þess gætt
að hvert svæði sé vel hvílt á milli.
Helstu matarholurnar eru kannski
Breiðafjörður en mikið er af þessu
þangi við Faxaflóa og Reykjanes –
og reyndar í fjörum um allt land.
svavar@frettabladid.is
Kanna hvort blöðruþang
nýtist gegn lífsstílssjúkdómum
Matís og Rannsóknastofa í öldrunarfræðum hafa fengið grænt ljós frá Vísindasiðanefnd um rannsókn á
áhrifum þangs gegn þekktum lífstílssjúkdómum. Nýr iðnaður í fæðingu ef vel tekst til. Mikið af þanginu
finnst í íslenskum fjörum og er ónýtt hráefni í dag. Virku efnin í þanginu eru dregin út og notuð í matvæli.
Handskera þarf blöðruþangið og ekki má taka of mikið í einu. Mynd/Matís
l Þátttakendur í rannsókninni
þurfa að vera fullorðnir ein-
staklingar, 40 ára og eldri, með
líkamsþyngdarstuðul (BMI) ≥ 27.
l Þungaðar konur eða konur með
barn á brjósti eru útilokaðar frá
þátttöku.
l Einstaklingar sem hafa samband
og hafa áhuga á að taka þátt í
rannsókninni þurfa að draga
úr neyslu á matvælum sem
innihalda omega-3 og forðast
lýsi í tvær vikur áður en íhlutun
hefst og meðan á þátttöku
stendur.
l Blöðruþang/bóluþang (Fucus
vesiculosus) er ríkt af joði,
ómeltanlegri sterkju, salti og
lífvirkum efnum.
l Þangduftið verður til þegar
ákveðin lífvirk efni eru dregin út
úr því og einangruð.
l Lífvirku efnin eru sett í hylki úr
gelatíni til að auðvelda inntöku.
l Notkun á þanginu til mann-
eldis er þekkt og rannsóknir á
lífvirkum efnum í því benda til
þess að duft úr þanginu gæti
haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræði-
legar breytur (bólguþætti og
blóðsykur).
Syrgðu fallna vini
Íbúar í vesturhluta írösku borgarinnar Mósúl syrgja fallna ættingja og vini sem fórust í loftárás í gær sem beindist að hryðjuverkasamtökunum sem
kenna sig við íslamskt ríki. Íraski herinn reynir nú að bola hryðjuverkasamtökunum úr borginni og er hart barist. nordicpHotos/aFp
Ef vel gengur
myndum við reyna
að búa til nýjan iðnað úr
ónýttu hráefni.
Hörður G. Kristins-
son, rannsókna-
og nýsköpunar-
stjóri Matís
Fyrir 40 ára og eldri í yfirþyngd
stjórnsýsla Minnihluti allsherjar-
og menntamálanefndar hefur óskað
eftir sérstökum fundi nefndarinnar
vegna nýfallins dóms Mannrétt-
indadómstóls Evrópu í máli Stein-
gríms Sævars Ólafssonar.
Minnihlutinn telur dóminn vekja
spurningar um núverandi lagaum-
gjörð tjáningarfrelsis á Íslandi.
Að mati minnihlutans þarfnast
málefnið frekari skoðunar og ósk-
aði hann því eftir að nefndin haldi
sérstakan fund. Vill minnihlutinn
að boðaður verði álitsgjafar og sér-
fræðingar til þess að ræða málið
sem allra fyrst.
Í tilkynningu sem Þórhildur
Sunna Ævarsdóttir, þingmaður
Pírata, sendi fjölmiðlum segir að
efni fundarins muni snúast um
hvernig bæta megi íslenska lagaum-
gjörð til þess að tryggja betur vernd
tjáningarfrelsis á Íslandi.
Einnig verði að komast að því
hvernig best verði tryggt að Ísland
uppfylli kröfur Mannréttindasátt-
mála Evrópu um vernd tjáningar-
frelsis, sem og sambærilegra ákvæða
í öðrum mannréttindasáttmálum
sem ríkið hefur gengist við.
Minnihlutinn hefur því óskað
eftir að fá á fundinn fulltrúa frá
Hæstarétti Íslands, fulltrúa frá
dómsmálaráðuneytinu, fulltrúa frá
menntamálaráðuneytinu, fulltrúa
frá mannréttindaskrifstofu Íslands
eða mannréttindaskrifstofu Háskóla
Íslands auk sérfræðinga í dómum
Mannréttindadómsstóls Evrópu.
Þá hefur fulltrúa blaðamanna verið
boðið á fundinn en fimm sinnum
hefur Mannréttindadómstóllinn
snúið við dómi Hæstaréttar . – jhh
Vilja fund
eftir dóm
Steingríms
Þórhildur sunna
Ævarsdóttir, þing-
maður pírata
samfélag Hjólasöfnun Barna-
heilla - Save the Children á Íslandi
er hafin. Er þetta í sjötta sinn sem
hjólasöfnunin fer fram en hún
er unnin í samstarfi við Æskuna,
Sorpu og ýmsa velunnara. Er mark-
miðið að koma ónotuðum hjólum
í notkun á ný.
Hjólin eru gefin börnum sem
hafa ekki kost á að kaupa sér reið-
hjól og er hægt að sækja um hjól
hjá félagsþjónustu sveitarfélaga.
Verður hjólunum safnað á endur-
vinnslustöðvum Sorpu, þau gerð
upp af sjálfboðaliðum og svo
afhent.
Í tilkynningu frá Barnaheillum
kemur fram að um 1.200 börn hafi
notið góðs af fyrri hjólasöfnunum.
Í ár afhenti Vilhelm
Anton Jónsson,
leikari og tón-
l i s t a r m a ð u r ,
fyrsta hjólið.
– þea
Villi Naglbýtur
gaf fyrsta hjólið
í hjólasöfnun
Barnaheilla í ár
Vilhelm
anton
Jónsson
1 8 . m a r s 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
8
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
7
8
-B
3
2
C
1
C
7
8
-B
1
F
0
1
C
7
8
-B
0
B
4
1
C
7
8
-A
F
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K