Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.03.2017, Blaðsíða 36
Þórunn Steinsdóttir og Unnur Guðrún Páls­dóttir, eða Lukka eins og hún er jafnan kölluð, eru báðar þekktar fyrir mikinn áhuga sinn á samspili mataræðis og heilsu. Þær gáfu út matreiðslubókina Máttur matarins á síðasta ári og fengu fjóra lækna í lið með sér við gerð bókar­ innar. Markmið þeirra var að fræða um mataræði sem styrkir heilsuna og heldur jafnvel sjúkdómum frá. „Okkur fannst vanta meiri fræðslu um heilsusamlegt mataræði og að hún væri studd rannsóknum. Það er mikið framboð af heilsufæði og ýmsum varningi en það skiptir máli að það sé raunverulegur ávinningur á bak við það,“ segir Lukka. „Það þarf líka að vera ástríða í þessu,“ bætir Þórunn við. Lukka segir mikilvægt að fólk halli sér ekki að skyndilausnum. „Þótt það sé í tísku að borða heilsusamlega þá verður fólk að gæta sín. Ekki er allt, sem er markaðssett sem heilsuvara, það í raun og veru. Það þarf að sigta út og finna það sem einkennist af heiðarleika og hjarta og er ekki tæki­ færismennska. Það eru svo margir sem hoppa á vagninn þegar eitthvað verður vinsælt.“ Þær eru sammála um að úrval verslana af ferskmeti og heilsuvöru hafi stórbatnað síðustu ár. Þórunn flutti frá Vancouver árið 2010.  Fyrst eftir að hún flutti heim átti hún í mesta basli með að finna hráefni til matargerðar. „Það hefur svo margt gerst síðan þá og nú finnst mér miklu auðveldara að finna ferskt og virkilega gott hráefni. Svo er allt í lagi að það sé ekki alltaf allt til, það er sjarmi yfir árstíðunum og gaman á haustin þegar verslanir fyllast af góðu grænmeti. Á móti er maður stundum í lægð þegar það er lítið til og þá hlakkar maður til betri tíma, segir Þórunn. „Ég er sammála, svo ótrúlega margt hefur breyst,“ tekur Lukka undir. „Mér finnst stutt síðan Íslendingar borðuðu bara salt­ hnetur, nú borða þeir fjöldann allan af hnetutegundum. En við getum gert betur, við eigum auðvitað að framleiða meira hér á landi. Minnka kolefnissporið og nýta okkar góðu endurnýjanlegu orku til að framleiða meira og fleiri tegundir af grænmeti og ávöxtum,“ segir hún. Lukka bendir einnig á að verslanir eigi mikið inni í þjónustu við neyt­ endur. „Það má hafa skýrara úrval á íslensku grænmeti frá því erlenda. Stundum finnst mér erfitt að greina hvort um er að ræða íslenskt græn­ meti eða erlent sem er pakkað í umbúðir hér heima,“ bendir hún á. Þær segja heilsusamlegt mataræði ekki endilega merkja öfgar. „Græn­ metisætur eru bara venjulegt fólk. Sú ímynd að þær séu ómálaðar í mussum er bara alveg horfin, segir Lukka og skellir upp úr. Öfgarnar hafa aukist á hinn veginn, það er mikið af fólki sem borðar mikla óhollustu og sykur, segir hún. „Við erum ekki að átta okkur á alvöru málsins. Heilsufæði má ekki vera einhver tísku­ bylgja, það eiga að vera réttindi hverrar manneskju að borða hreina fæðu sem er ekki skaðleg heilsunni. Börnin okkar eru þyngri en börn á Norðurlöndunum. Eru foreldrar að taka þátt í heilsuæði en undanskilja börnin? Erum við fullorðna fólkið að kaupa okkur græn­ an drykk á meðan börnin borða kleinuhringi? Það náttúrulega gengur ekki,“ segir Lukka og nefnir ýmis merki um óheilbrigða matarmenn­ ingu Íslendinga. „Það er ekki í lagi að það sé röð klukkutímum saman eftir árs­ birgðum af kleinuhringjum. Og að á íþróttakappleikjum sé bara seldur óhollur matur.“ Þegar Þórunn er beðin um ráð við innkaup eða í því að bæta matar­ æðið bendir hún oft á fræði Mic­ haels Pollan. „Fólk ætti að kaupa og elda mat sem það skilur hvað er og hvaðan hann er. Mat sem er ekki verksmiðjuframleiddur eða hefur kannski tíu ára líftíma, það er einfalt x Sykurinn er skaðlegastur Þetta kaupa þær ekki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Þetta er alltaf til í búrinu hjá þeim Lukka • Avókadó • Egg • IPA bjór handa eigin - manninum • Mjólk • Epli Þórunn • Egg • Agúrkur • Tómatar • Hrein AB mjólk • Gæðaólífuolía í glerflösku • Hvítlaukur • Þrjár tegundir af lauk Hefur mataræði áhrif á heilsu? Þær Þórunn Steinsdóttir og Unnur Guðrún Pálsdóttir eru sann- færðar um það og gefa góð ráð um inn- kaup og hugarfar. og gott ráð sem er gott að hafa í huga við innkaup.“ En svo er fólk svo misjafnt bendir Lukka á. „Mér hentar að vera öfga­ manneskja. Allt eða ekkert. Það þýðir ekkert fyrir mig að hætta smám saman að borða sykur. Það gengur ekki. Ég þarf að ákveða að taka allan sykur út í þrjár vikur. Það er stundum sagt að það taki 21 dag að búa til nýtt mynstur eða venju og ég þarf á því að halda að vera ströng við sjálfa mig.“ Sykurinn er skaðlegastur heils­ unni segja þær. „Já, við erum að átta okkur á skaðsemi sykurs eins og við uppgötvuðum hvað sígarettur voru hættulegar fyrir áratugum síðan,“ segir Þórunn. „Markmið okkar Lukku var að fá fólk til að fræðast um það hvað það er í matnum sem nærir, hvað það er sem styrkir okkur.“ Lukka • Kleinuhringi • Morgunkorn • Sætt morgunkorn • Aldrei unnar kjöt- vörur að undan- skildu beikoni • Nammi á nammibar Þórunn • Kleinuhringi • Bjúgu eða unna kjötvöru eins og kjötfars • Sykrað morgunkorn (kaupi Cheerios og Bran Flakes, þar hef ég játað mig sigraða.) • Verksmiðjufram- leiddan mat sem hefur langan líftíma það eiga að vera réttindi hverrar manneskju að borða hreina fæðu ekki kaupa mat sem er verksmiðjuframleiddur og með tíu ára líftíma. þetta er eitt þeirra ráða sem þær stöllur þórunn steinsdóttir og Lukka eru með á tak- teinum til að bæta heilsuna. H e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ðh 36l A U g A R D A g U R 1 8 . m A R s 2 0 1 7 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -E E 6 C 1 C 7 8 -E D 3 0 1 C 7 8 -E B F 4 1 C 7 8 -E A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.