Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 2
Spáð í bolla í Borgarholtsskóla Þemadagar Borgarholtsskóla, Skóhlífadagarnir, standa nú yfir. Spákonan vinsæla Sigga Kling vakti mikla lukku þegar hún mætti á svæðið og spáði um framtíð nemenda. Hún notaði einnig tækifærið og kenndi nokkrum nemendum leyndarmálið við spádóma af þessu tagi. Fréttablaðið/Eyþór Atlantsolía | Lónsbraut 2 | 220 Hafnarfjörður | Sími 591-3100 Í dag renna 2 kr af hverjum seldum lítra til Krafts Veður Austlæg eða breytileg átt í dag, yfirleitt hægari vindur. Skýjað og rigning með köflum, en úrkomulítið norðantil. Hiti 2 til 7 stig sunnanlands, en heldur svalara fyrir norðan. sjá síðu 34 samfélag Hátt í sjötíu prósent eldri borgara hafa sjaldan eða aldrei fjár­ hagslegar áhyggjur. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísinda­ stofnun gerði en hún sýnir að íslenskir eldri borgarar eru almennt jákvæðir og líður vel. Meirihluti eldri borgara, eða 76 pró­ sent, stundar líkamsrækt á hverjum degi og 76 prósent telja að heilsufar sitt sé frekar gott eða jafnvel mjög gott miðað við aldur. Þá vekur athygli að langstærstur hluti eldri borgara, hátt í 90 prósent, þarf enga aðstoð við daglegt líf svo sem innkaup, matreiðslu og þvotta. Þá segj­ ast 92 prósent eldri borgara ekki vilja neina frekari aðstoð frá fjölskyldumeð­ limum eða öðrum nákomnum. Í könn­ uninni voru þó nokkrir sem svöruðu því til að ástæða þess að þeir vilja ekki frekari aðstoð frá fjölskyldumeðlimum sé sú að allir séu uppteknir. – snæ Eldri borgarar hafa það ágætt BRETlaND Seðlabanki Bretlands mun ekki taka núverandi fimm punda seðla úr umferð þrátt fyrir ákall samtaka vegan fólks, það er fólks sem forðast neyslu dýraafurða, þar um. Að auki mun bankinn halda ótrauður áfram áætlun um að skipta eldri tíu punda seðlum út. Nýr fimm punda seðill var settur í umferð síðasta haust. Hann er plast­ kenndari og á að endast lengur en eldri seðlar. Meðal annars hripar vökvi af honum. Ástæðan fyrir reiði vegan fólks var sú að ljóstrað var upp um að nýju seðlarnir inni­ héldu meðal annars tólg. Nýr tíu punda seðill átti að fara í umferð í september næstkomandi og sams konar tuttugu punda seðill fyrir árið 2020. Dýrt þótti að endur­ hanna seðlana og prenta upp á nýtt. Því munu þeir gömlu verða áfram í umferð. – jóe Seðlabankinn hunsar vegan samfélag „Við vorum að fara út á bardaga Gunnars Nelson og degi áður, en við fórum upp á land til að fljúga út, þá sendi hann þessa köku inn í keppnina. Hann náði því aldrei að smakka sigurkökuna. Ég er auð­ vitað ekki hlutlaus, hann er mjög góður í því sem hann gerir,“ segir Auður Ósk Vilhjálmsdóttir, kærasta Davíðs Arnórssonar, höfundar köku ársins. Skötuhjúin opnuðu bakaríið Stof­ an bakhús í maí síðastliðnum ásamt bróður Davíðs, Orra, sem einnig er bakari. Þeir bræður sendu hvor sína kökuna í keppnina en höfðu verið að vinna að sameiginlegri tillögu þegar Davíð fékk hugmyndina að sinni köku. Keppnin var haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi skyr þaðan. Sigurkakan er lagskipt og í henni er meðal annars möndlu­ kókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime með mjólkur­ súkkulaðihjúp yfir. Þetta er í fyrsta sinn sem kaka árs­ ins kemur ekki frá bakaríi á höfuð­ borgarsvæðinu. „Það er mikil gróska í matar­ menningunni í Vestmannaeyjum. Hér eru komnir margir góðir staðir, og það er meira en að segja það að halda úti svona rekstri, með svona lélega höfn. Þótt Landeyjahöfn sé léleg hefur hún gert ótrúlega mikið fyrir samfélagið hér og það er mikill uppgangur – aðallega í veitingageir­ anum.“ Hún bendir á að þegar Herj­ ólfur siglir ekki frá Landeyjahöfn sé mun minna að gera. „Hér fáum við þungar vikur þegar Landeyjahöfn er lokuð. Þá kemur stífla í allan rekstur Smakkaði ekki kökuna fyrr enn eftir sigurinn Í fyrsta sinn kemur kaka ársins ekki frá bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Bakar- inn vinnur hjá Stofunni Bakhúsi í Vestmannaeyjum. Kakan er lagskipt og í henni er möndlukókosbotn, hindberjahlaup og sykurfrómas með lime. Orri, auður og Davíð, höfundur köku ársins. Fréttablaðið/óskar Pétur FriðrikssOn sigurkakan er lagskipt og í henni er m.a. möndlukókosbotn, hindberja- hlaup og skyrfrómas með lime. slYs Tveimur mönnum var bjargað úr bátnum Hjördísi HU­16 á Breiða­ firði í gær. Betur fór en á horfðist þegar báturinn fór að taka sjó inn á sig. Í tilkynningu frá Landhelgis­ gæslunni segir að tilkynning hafi borist um atvikið um klukkan hálf fimm í gær. Neyðarkall var sent út á neyðarrás sjómanna en aðeins einn bátur svaraði. Skömmu síðar barst annað skeyti frá skipstjóra Hjördísar en þá hafði honum tekist að rétta bátinn af með því að skera á línu hans. Báturinn hafði verið ofhlaðinn. Björgunarskipið Björg var send á staðinn og var mönnunum bjargað yfir í skipið. Báturinn var dreginn til hafnar. Landhelgisgæslan átelur báta sem voru á svæðinu fyrir að hafa verið með slökkt á neyðarrásinni. - jóe Höfðu slökkt á neyðarrásinni á eyjunni. Þetta batnar með nýrri ferju, vonandi.“ Dómarar í keppninni um köku ársins þetta árið voru Margrét Krist­ ín Sigurðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Aðalsteinn Magnús­ son, sölustjóri hjá Mjólkursamsöl­ unni, og Gunnar Örn Gunnarsson, bakarameistari og sölumaður hjá Ölgerðinni. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bak­ arameistara á föstudag og verður til sölu það sem eftir er ársins. Fyrsta kakan verður afhent Elizu Reid, forsetafrú Íslands, við hátíð­ lega athöfn á Bessastöðum í dag. benediktboas@365.is 1 6 . f E B R ú a R 2 0 1 7 f I m m T u D a g u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 E -F 9 3 C 1 C 3 E -F 8 0 0 1 C 3 E -F 6 C 4 1 C 3 E -F 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.