Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 22
Að fá að drekka sig í hel Fyrir Alþingi liggur nú frum-varp um sölu áfengis í mjólkur-búðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálf- sögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humr- inum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu for- ræðishyggju að takmarka áfengis- kaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einka- væða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsu- tjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrð- legt og dásamlegt: Þær endalyktir öllum kunnar ég einna dýrðlegastar tel undir fána frjálshyggjunnar að fá að drekka sig í hel. Ögmundur Bjarnason geðlæknir Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar dag- lega lífi, allt frá farsímum til frysti- skápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensín- lítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda ótelj- andi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðis- auka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftir- sóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu- kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hag- stæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofan- greinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vega- kerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljepp- ling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt fram- lag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaup- um en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kost- ur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldr- ei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu sam- gangna, annað væri alger orkusóun. Af hverju rafmagn í samgöngur? Hömlur á sölu lausasölu-lyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum lönd- um Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkja- lyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og maga- lyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsu- hagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrir- komulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunar- tímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist sam- fara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum. Auðvelda þarf samanburð Í dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðslu- borðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágranna- löndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausa- sölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apó- teka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrk- leika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfj- um í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfja- lögum sem lagt var fram á síðasta þingi. Alger viðsnúningur Ánægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grund- velli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarp- ið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfja- markaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í loka- útgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótín- lyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú. Fagleg rök skortir Umrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölu- lyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausa- sölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausa- söluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frum- varp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Við- skiptaráð og stjórn Samtaka versl- unar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heil- brigðisráðherra til að gera bragar- bót í þessum efnum, áður en frum- varp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenn- ing. Ráðherra tryggi sama frjálsræði í lyfjasölu og er á Norðurlöndum Brynjúlfur Guðmundsson forsvarsmaður hóps um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þann- ig fáum við ekki bara hag- kvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmda- stjóri Orkuseturs Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. – Páll J. Árdal Dauðinn er í senn framandi en samt svo nálægur. Það ætti að vera eðlilegt að ræða um dauðann. Ýmislegt hefur verið gert undanfarin misseri til þess að setja dauðann á dagskrá í umræðunni. Dæmi um þetta eru t.d. fróðlegir útvarpsþættir Ævars Kjartanssonar og K. Huldu Guðmundsdóttur í fyrra á Rás 1, opinskáar færslur (á samfélagsmiðlum) og loks bókin Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Einnig má nefna svokallað dauðakaffi þar sem fólk hittist á kaffihúsi yfir opnum og frjálsum umræðum. Þá hefur Facebook-hópur verið stofnaður til þess að halda utan um áhugasama. Málefnið er undirritaðri hug- leikið eftir meira en tveggja áratuga prestsþjónustu og verandi nú í starfi hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna. Á undanförnum vikum hefur okkar litla samfélag verið upptekið af dauðanum. Ekki síst af ótíma- bærum og óásættanlegum dauða ungs fólks. Ungt fólk í neyslu, hvarf ungrar konu sem var rænd lífinu á hræðilegan hátt og slys sem ekki gerðu boð á undan sér. Við erum sorgmædd og slegin. Flestir eru sammála um að á slíkum stundum sýnum við okkar bestu hliðar sem þjóð. Við látum okkur annt hvert um annað. Dauðann ber að með ýmsum hætti og við þurfum að vanda okkur þegar hann er til umræðu. Það þýðir þó ekki að við eigum að forðast umræðuna, heldur þvert á móti. Það er áhugavert og gefandi að taka þátt í þróun útfararþjón- ustu. Þar, eins og víða, er gott að leita fanga hjá nágrannaþjóðum okkar annars staðar á Norðurlönd- unum. Sú nýbreytni er að ryðja sér til rúms að bjóða fólki upp á þann möguleika að fylla út bækling sem hefur yfirskriftina „hinsti vilji“. Einhverjum kann að finnast þetta framandi og jafnvel óþægilegt. En flestum þykir gott að hafa einhverja hugmynd um óskir látinna ástvina, hvernig þau hefðu séð fyrir sér kveðjustundina. Grundvallar atriði eins og það hvort óskað er eftir bál- för eða hefðbundinni kistugröf er ákvörðun sem mörgum reynist erfið og því er gagnlegt að sú umræða hafi átt sér stað fyrir andlátið. Það er heldur ekki lengur sjálfgefið hvar fólk kýs að hvíla en mörg dæmi eru um að látnir séu fluttir á milli lands- hluta og jafnvel landa til hinsta hvílustaðar. Vaxandi krafa um fagmennsku Í hraða nútímans er vaxandi krafa um fagmennsku og aukna þjónustu og þar er útfararþjónusta sannar- lega ekki undanskilin. Leitast er við að svara þeim kröfum ekki síst með því að leggja áherslu á þær hliðar þjónustunnar sem snúa að tilfinn- ingum og nærgætni. Þjónustan er viðkvæm og mikilvæg. Þau sem hafa valið að helga líf sitt þjónustu við fólk sem er að kveðja sína nánustu gera það undantekn- ingalítið af alúð og natni. Um það vitna mörg þeirra sem þegið hafa þjónustuna. Við hljótum að gera auknar kröfur um fagmennsku á þessum viðkvæmu stundum þar sem kallað er eftir kunnáttu á sviði sálgæslu og umhyggju, samhliða lögfræði og fjármálalæsi. Liður í því er að opna umræðuna um dauðann. Mikil þróun á sér stað í þjónust- unni í löndunum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Sví- þjóð er að fara af stað 40 vikna nám á háskólastigi fyrir þau sem starfa við útfararþjónustu. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem nemandinn á að auka færni í sam- skiptum, m.a. að hitta fólk í sorg og kreppu. Í náminu er lögð áhersla á fagmennsku og virðingu. Einnig er farið yfir lögfræðilega þætti sem snúa að útförum, stjórnun, rekstri og þjónustu. Frá árinu 2020 verður krafa gerð um slíka menntun til þess að mega opna útfararþjón- ustu. Hér á landi er margt vel gert en þó er þörf á samræmdum og skýrum reglum. Með það að leiðarljósi að auka fagmennsku, kröfur, eftirlit og eftirfylgni í viðkvæmri þjónustu. Ég hvet til umræðunnar. Tölum um dauðann Sigrún Óskarsdóttir guðfræðingur 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -1 6 D C 1 C 3 F -1 5 A 0 1 C 3 F -1 4 6 4 1 C 3 F -1 3 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.