Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 20
www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM Alþingi hefur komið saman á ný eftir jólaleyfi. Ég tel, að eitt fyrsta verk þingsins eigi að vera það að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Þau kjör, sem öldruðum og öryrkjum bjóðast í dag eru ekki boðleg. Þau voru úrelt um leið og þau tóku gildi um síðustu áramót. Félag eldri borgara i Reykjavík segir, að þessi lægsti lífeyrir verði að hækka. Ég er að sjálfsögðu að tala um kjör þeirra eldri borgara og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri almannatrygginga. Fyrri ríkisstjórn lét undan Fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði upphaf- lega ekki að hækka lífeyri þessa hóps um eina einustu krónu. Það átti að hafa þennan lægsta lífeyri óbreyttan. En vegna mikilla mótmæla eldri borgara í ræðu og riti; fylgt eftir með stórum mótmælafundi í Háskólabíói, lét ríkisstjórnin undan síga og ákvað örlitla hækkun á lífeyri. Hækkunin var þessi: Hjá þeim, sem voru í hjóna- bandi eða sambúð, var hækkunin 12 þúsund krónur á mánuði. Lífeyrir fór í 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hjá einhleypum var hækkunin þessi: 20 þúsund kr. á mánuði. Lífeyrir fór í 227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þessar upphæðir eru að sjálfsögðu alltof lágar og engin leið að lifa af svo litlum lífeyri. Það er í rauninni furðu- legt, að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi telja þessar upphæðir ásættanlegar. Þarf 400 þúsund á mánuði fyrir skatt Hvað þarf eldri borgari og öryrki mikið sér til framfærslu? Hvað þarf að hækka lífeyrinn mikið til þess að hann sé sómasamlegur? Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands (könnun á meðaltalsútgjöldum heimila í landinu) er meðaltals- neyslan 321 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum. Engir skattar eru inni í þeirri tölu. Talan er því sam- bærileg upphæð lífeyris aldraðra ein- hleypinga eftir skatt. Fyrir skatt eru það rúmlega 400 þúsund kr. Þetta eru m.ö.o. þær upphæðir, sem ég tel hæfilegar fyrir aldraða og öryrkja. Engar ráðagerðir hjá ríkisstjórn- inni um hækkanir Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára. Í tengslum við framlagningu áætlunarinnar hefur komið fram hjá ríkisstjórninni, að ekki sé unnt að auka útgjöld til innviða. Það þýðir, að ekki er meiningin að verja neinu nýju fjármagni til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja og heldur ekki til heilbrigðiskerfsins þó það heiti svo, að sá málaflokkur eigi að hafa for- gang. En slík yfirlýsing án fjármagns er marklaus. Ríkisstjórnin boðar algera kyrrstöðu. Er ekki eðlilegt, að Íslendingar fái að njóta sambærilegr- ar samneyslu, sama velferðarkerfis og aðrar Norðurlandaþjóðir? Tals- vert vantar á, að svo sé. Góðærið hér á að gera það kleift að ná því marki. Lífeyrir á að hækka í 400 þúsund fyrir skatt! Björgvin Guðmundsson viðskipta- fræðingur Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðis-málum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar. Lengi vel átti þetta við um alla tekjuhópa þökk sé verkamannabústaðakerfinu, sem tryggði lágtekjufólki lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum til hús- næðiskaupa. Agnúast út í félagslegar lausnir Síðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekju- hópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sam- merkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu. Skilningsleysi bæjarstjórans? Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópa- vogi beinir spurningum til lífeyris- sjóða um hvort það sé rétt og yfir- leitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna. Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt. Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjar- stjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leigu- húsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftir- spurnar? Auðvitað er lykilatriði að hús- næði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir fram- boðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert. Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttind- um sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxta- stefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins. Hverjir reyna að græða? En reyna ekki allir að græða á fjár- festingum sínum? Flestir, en ekki allir. Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykja- vík. Og það hefur ekki verið mark- mið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna. Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkj- andi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni. Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækn- ingar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyr- issjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni. Segja eitt en gera annað Vonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opin- berir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum. Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val. En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veg- inn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi. Félagslegt húsnæði eða eigið? Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigu- fyrirtækisins, hjá þeim sem býr í hús- næðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi. Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að hús- næði er alltaf í eigu einhvers, bæjar- félags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs. Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki! Það er alltaf eigandi Ögmundur Jónasson fv. alþingis- maður Sagan hefur svartan húmor, stundum kolsvartan. Hún end-urtekur sig ef menn fást ekki til að læra af henni. Hér eru að gefnu tilefni fáeinar orðréttar tilvitnanir í eigin skrif um bankamál frá árunum 1987-2016. • „Skipulagsvandi bankakerfisins er óleystur enn.“ (Morgunblaðið, 14/8/1987). • „ … er það auðvitað afar brýnt, að þannig verði staðið að einkavæð- ingunni, þegar þar að kemur, að hún verði á engan hátt til þess að rýra traust bankanna innan lands eða út á við.“ (Fjármálatíðindi, 1993). • „Einkavæðingu Landsbankans er bersýnilega ekki lokið.“ (Frétta- blaðið, 20/2/2003). Sérpússuð silfurföt • „Eitt er næsta víst um stjórnmála- menn og flokka, sem hafa látið sig hafa það að afhenda fáum útvöldum verðmætar sameignar- auðlindir á sérpússuðu silfurfati í stað þess að setja upp sanngjarnt verð, og það er þetta: þeim er þá varla heldur treystandi til að koma ríkisfyrirtækjum í verð. Úr því að þeir afhentu völdum útvegsmönnum fiskikvótann án endurgjalds (og harðneita enn sem fyrr að opna flokksbækurnar aftur í tímann), hví skyldu þeir þá ekki hafa sama háttinn á einka- væðingu ríkisfyrirtækja? … Í þeim löndum, þar sem fyrirtæki hafa verið færð úr ríkiseigu í einkaeign undanfarin ár, hafa víða verið sett sérstök lög til að tryggja, að einkavæðingin nái tilgangi sínum og rétt verð fáist fyrir eignirnar, og einnig til að girða fyrir mistök eða bæta fyrir þau í tæka tíð. Í slíkri löggjöf eru því gjarnan endurskoðunarákvæði til taks, komi t.d. á daginn, að almanna- hagur hafi verið borinn fyrir borð. Hér hafa engin slík ákvæði verið leidd í lög.“ (Fréttablaðið, 2. júní 2005.) • „Einkavæðing bankanna var klæðskerasaumuð handa einka- vinum valdsins svo sem ráða má t.d. af lögum frá 2002 um fjár- málafyrirtæki, en þar stendur í 52. grein: „Stjórnarmenn og fram- kvæmdastjóri skulu vera lögráða og hafa óflekkað mannorð og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjald- þrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, ...“ Höfundur þessa lagatexta mætti gjarnan gefa sig fram. … Rökin fyrir því, að ríkið eigi helzt ekki að standa í bankarekstri, ekki frekar en öðrum rekstri, sem heilbrigt einkaframtak ræður við, standa enn óhögguð. Gildir þá einu, að ríkisbankarekstur tíðkast sums staðar erlendis, t.d. í Þýzkalandi, og ríkið hefur víða þurft að koma bönkum til bjargar, m.a.s. í Bandaríkjunum. Spillt einkavæðing er ekki áfellis- dómur yfir einkavæðingu, heldur yfir spillingu.“ (DV, 11/11/ 2011) • „Frumvarp Eyglóar Harðardóttur alþingismanns um, að birtar verði upplýsingar um, hverjir hafa fengið afskrifaðar skuldir yfir 100 mkr. í bönkunum, náði ekki fram að ganga á Alþingi. Fram kemur í skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis (2. bindi, bls. 200-201), að tíu alþingis- menn skulduðu bönkunum hver um sig 100 mkr. eða meira, þegar bankarnir hrundu, sumir miklu meira. Meðalskuld þessara tíu þingmanna við bankana var 900 mkr. Enn hefur ekki verið upp- lýst, hversu farið var með þessar skuldir alþingismannanna tíu. Hver getur tekið mark á slíkum þingmönnum í umræðum um bankamál? … Þessar upplýsingar skipta máli vegna þess, að bank- arnir hafa látið bera varnarlausa viðskiptavini út af heimilum sínum í stórum stíl ... Banka- leynd á rétt á sér að vissu marki, en henni má ekki misbeita til að mismuna viðskiptavinum bankanna. Í bönkum eins og annars staðar eiga allir að sitja við sama borð.“ (DV, 15/3/2013). • „Án heilbrigðrar erlendrar og innlendrar samkeppni jafn- gildir bankarekstur leyfi til að prenta peninga með því að rýja varnarlausa viðskiptavini inn að skinni.“ (Fréttablaðið, 5/2/2015). Skraddarasaumur handa einkavinum • „Einkavæðing bankanna 1998- 2003 mistókst svo hrapallega að Ísland varð að viðundri þegar bankarnir hrundu allir sem einn 2008. Lagaskilyrði sem eigendur banka þurfa að uppfylla voru skraddarasaumuð handa einkavinum. Í ljósi reynslunnar er ærin ástæða til að vera nú á varðbergi gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um eignar- hald bankanna, ríkisstjórnar sem vílar ekki fyrir sér að afhenda örfáum útvegsmönnum tugmillj- arða virði í makrílkvóta, meðan heilbrigðiskerfið getur ekki sinnt frumskyldum vegna fjárskorts.“ (Fréttablaðið, 7/5/2015). • „ … 7. nóvember 2012, samþykkti Alþingi að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna 1998- 2003 … Þingsályktunartillagan var samþykkt samhljóða með 24 atkvæðum, en 11 þingmenn sátu hjá og 28 voru fjarstaddir … Meðal þeirra 24 þingmanna sem stóðu að samþykkt tillögunnar var Pétur H. Blöndal sem nú er látinn, en enginn annar sjálfstæðismaður og enginn framsóknarmaður studdi sam- þykktina. … Með einni heiðvirðri undantekningu höfðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar engan áhuga á að rann- saka einkavæðingu bankanna … Arionbanki og Landsbankinn sæta nú harðri gagnrýni fyrir að selja eigur úr safni sínu völdum aðilum á „hóflegu verði“ eins og ekkert hafi í skorizt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks býst nú til að einkavæða banka á nýjan leik án þess að hafa gert upp við árin 1998-2003. Þeir sem neita að læra af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana.“ (Fréttablaðið, 28/1/2016). Fastir liðir eins og venjulega Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U d a g U r20 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -0 3 1 C 1 C 3 F -0 1 E 0 1 C 3 F -0 0 A 4 1 C 3 E -F F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.