Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 28
Í dag 04.00 ISPS Handa Open Golfstöðin 17.55 Gent - Tottenham Sport 17.55 Gladbach - Fiorentina Sport 2 19.05 Stjarnan - Þór Sport 3 20.00 Man Utd - St. Etienne Sport 20.00 Villarreal - Roma Sport 2 Domino’s-deild karla 19.15 Snæfell - Tindastóll Stykkish. 19.15 Keflavík - Skallagr. TM-höllin 19.15 ÍR - Haukar Hertz-h. 19.15 Stjarnan - Þór Þ. Ásgarður Olísdeild karla 19.00 Grótta - Akureyri Hertz-h. 19.30 Stjarnan - FH TM-höllin Grindavík - Stjarnan 71-74 Stigahæstar: María Ben Erlingsdóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 15 - Danielle Victoria Rodriguez 36/9 fráköst/5 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/10 fráköst. Keflavík - Snæfell 57-62 Stigahæstar: Ariana Moorer 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýs- dóttir 14 - Aaryn Ellenberg-Wiley 29/9 frá- köst, Berglind Gunnarsdóttir 10/9 fráköst. Skallagrímur - Valur 63-71 Stigahæstar: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/11 fráköst, Tavelyn Tillman 16/8 fráköst - Mia Loyd 28/24 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10/9 fráköst. Haukar - Njarðvík 61-66 Stigahæstar: Nashika Wiliams 26/13 frá- köst, Dýrfinna Arnardóttir 13 - Carmen Tyson-Thomas 38/22 fráköst/7 stoðsend- ingar, Ína María Einarsdóttir 9. Efri Skallagrím. 32 Snæfell 32 Keflavík 30 Stjarnan 24 Neðri Valur 18 Njarðvík 16 Haukar 10 Grindavík 6 Nýjast Domino’s-deild kvenna Afturelding - Valur 25-29 Afturelding - Mörk (Skot): Árni Bragi Eyjólfsson 8/3 (12/4), Elvar Ásgeirsson 5 (6), Kristinn Hrannar Elísberg 3 (5), Mikk Pinnonen 3 (7), Ernir Hrafn Arnarson 3/1 (9/2), Pétur Júníusson 2 (2), Gunnar Þórsson 1 (1), Birkir Benediktsson (1). Valur - Mörk (skot): Orri Freyr Gíslason 6 (7), Vignir Stefánsson 6 (9), Anton Rúnars- son 6/2 (12/3), Josip Juric 4 (6), Ýmir Örn Gíslason 4 (6), Sveinn Aron Sveinsson 2 (3), Alexander Örn Júlíusson 1 (2). Olís-deild karla Bayern - Arsenal 5-1 1-0 Arjen Robben (11.), 1-1 Alexis Sánchez (30.), 2-1 Robert Lewandowski (53.), 3-1 Thiago (56.), 4-1 Thiago (63.), 5-1 Thomas Müller (88.). Real Madrid - Napoli 3-1 0-1 Lorenzo Insigne (8.), 1-1 Karim Benzema (18.), 2-1 Toni Kroos (49.), 3-1 Casemiro (54.). Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri viðureign sú besta til man city carli lloyd, sem hefur verið valin besta knattspyrnukona heims undanfarin tvö ár, er gengin í raðir englandsmeistara manchester city. lloyd gerði stuttan samning við city en hún mun leika með liðinu fram í byrjun júní. lloyd hefur verið í lykil- hlutverki í banda- ríska landslið- inu í rúman ára- tug og skorað 96 mörk í 232 landsleikjum. Arsenal-menn teknir í karphúsið á Allianz Arena Yfirburðir þýsku meistaranna Arsenal veitti Bayern München ekki mikla fyrirstöðu í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Allianz Arena í gærkvöldi. Þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur og eru svo gott sem komnir áfram í 8 liða úrslit. Thiago átti stórleik og skoraði tví- vegis. Alexis Sánchez skoraði mark Arsenal sem hefur ekki komist í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2009-10. FRéTTABlAðIð/EPA golf „Ég er merkilega hress. Ég svaf frekar mikið á ferðalaginu en ég var alveg orðin steikt þegar ég kom til london. Þá vissi ég varla hvar ég var eða hvað klukkan væri,“ segir Valdís Þóra létt en hún kom heim á þriðjudag eftir 36 klukkutíma ferða- lag heim frá Ástralíu. Hún endaði í 51. sæti á mótinu og komst í gegnum niðurskurðinn á þessu fyrsta móti tímabilsins á næststerkustu mótaröð kvenna- golfsins. „Ég var ánægð með spilamennsk- una en kannski ekki 100 prósent ánægð með niðurstöðuna. Ég vildi standa mig aðeins betur. Ég er samt sátt því ég var loksins að komast á gras eftir að hafa bara æft á gervigrasi hér heima. innandyra að slá í einhver net og svona,“ segir Valdís Þóra nokkuð sátt og veit að hún á meira inni. Skemmtilegt með körlunum Það var aftur niðurskurður eftir þrjá hringi sem er óvenjulegt. Það var gert þar sem karlamót fór fram á sama tíma á sama velli. „Það var svolítið skemmtilegt að hafa þetta svona blandað. Það var stór umgjörð um mótið og margir áhorfendur. svo var líka sama verð- launafé fyrir karla og konur sem var mjög skemmtilegt.“ Þó að Valdís Þóra hafi aldrei keppt í Ástralíu áður og þetta væri stór stund á ferli hennar var tauga- spennan ekkert að þrúga hana. „Ég var voða róleg yfir þessu öllu saman. Það var bara spenna að byrja að keppa. Ég lenti reyndar í því að byrja eldsnemma á morgnana og sló því æfingabolta í myrkri sem ég veit ekkert hvort voru góðir eða slæmir. Ég þurfti að vakna klukkan fimm um nóttina og það er ekki mitt uppáhald enda varla til meiri b-manneskja en ég,“ segir kylfingurinn en það var heimilislegt hjá henni þar sem hún bjó heima hjá eldri hjónum sem eru meðlimir í golfklúbbnum þar sem mótið fór fram. Risasnákur á vellinum aðstæður á golfvellinum voru ekki alveg eins og hún er vön á akranesi. Í Ástralíu eru nefnilega snákar út um allt og líka á golfvöllunum. „Það var hellingur af snákum þarna. Þegar við komum á áttundu holu þá sé ég að stelpan sem á að slá á undan mér verður eitthvað skrítin. svo segir hún: „er þetta risasnákur þarna?“ og ég bara fraus. Það var sér- stakur starfsmaður á vellinum sem sá um að fjarlægja snákana og það þurfti að hringja í hann. Þeir liggja víða. bæði í grasinu sem og í sand- gryfjunum,“ segir Valdís Þóra er hún rifjar upp þetta sérstaka atvik. „snákurinn var í grasinu þegar hún sló og var kominn hálfa leið út á göngustíginn þegar ég sló. Þetta var svona snákur upp á einn og hálfan metra. Það var mjög sérstakt að hugsa að maður þurfti að slá yfir snákinn. snákurinn hvarf svo í torfæru áður en hann náðist. Ég sendi því fólk á undan mér áður en ég fór þangað.“ Þessi magnaði kylfingur segir að um sé að ræða baneitraða snáka og ef einhver er bitinn af kvikindinu er sá hinn sami látinn 20 mínútum síðar ef ekkert er að gert. „Þó að manni sé bjargað þá geta afleiðingarnar samt orðið alvar- legar. Fólk getur lent í vandræðum með hjartað í sér og annað. Þetta virtist samt hjálpa mér því ég fékk fugl á holunni. Ég þarf greinilega að spila oftar með snákum,“ segir Valdís Þóra og hló dátt en drama- tíkinni var ekki lokið þar. „Það var líka ógeðslegt að þurfa að fara á salernið á vellinum. maður hefur heyrt að þeir geti farið ofan í klósettið og jafnvel verið undir setunni. Það var frekar erfitt.“ Náði öllum markmiðum tímann utan vallar náði okkar kona líka að nýta mjög vel. „Ég fór út með fjögur markmið. að standa mig vel á mótinu, gefa kengúru, halda á kóalabirni og læra á brim- bretti. Það gekk allt nema að halda á kóalabirni því það er bannað. Ég fékk þó að klappa honum.“ Það er svolítil bið í næsta mót hjá Valdísi sem verður ekki fyrr en í lok mars. Það mót fer fram í Frakk- landi en hún mun æfa á spáni í aðdragandanum. Það kostar sitt að vera atvinnukylfingur en hvernig gengur að fá styrktaraðila? „Forskot stendur mjög vel við bakið á mér en við erum að leita að fleiri styrktaraðilum. Þeir standa því miður ekki í röð til þess að hjálpa,“ segir Valdís Þóra kímin. henry@frettabladid.is Sérstakt að að slá yfir snák Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta móti í Evrópumótaröðinni. Hún fór í mikla ævintýraferð til Ástralíu þar sem mótið fór fram. Þar var meðal annars glímt við snáka á vellinum. Valdís Þóra hress og kát á mótinu í Ástralíu. MyND/lET-MóTARöðIN 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a g U r28 s p o r T ∙ f r É T T a b l a ð I ð sport 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -5 2 1 C 1 C 3 F -5 0 E 0 1 C 3 F -4 F A 4 1 C 3 F -4 E 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.