Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 8
Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Samfélag Nýlega voru sendir utan tugir þúsunda hjálpargagna í nafni 600 íslenskra fyrirtækja og var kostnaðurinn þrjár milljónir króna. Er þetta stærsta einstaka pöntun frá upphafi, samkvæmt tilkynningu frá UNICEF. Í lok janúar var listi yfir þau 624 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu Creditinfo fyrir framúrskarandi árangur í rekstri kynntur. Meira en helmingur á í viðskiptasambandi við Landsbankann og gaf bankinn í þeirra nafni sannar gjafir hjá UNICEF fyrir þrjár milljónir króna, en aldrei hefur verið gerð svo stór pöntun frá Íslandi. Hagnaður Landsbankans á árinu 2016 nam 16,6 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 36,5 milljarða króna á árinu 2015. Í árslok 2016 námu eignir bankans alls 1.111 milljörðum króna. „Við erum innilega þakklát fyrir þetta ótrúlega rausnarlega fram- lag,“ segir Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við höfum aldrei fengið jafn stóra pöntun á sönnum gjöfum og erum hæstánægð með þetta,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, fjáröflunarfull- trúi UNICEF. Gjöfunum verður nú dreift til barna og fjölskyldna þeirra með milligöngu birgðastöðvar UNI- CEF. – bb Stærsta einstaka pöntun frá upphafi Neyðin er mikil víða um heim. Nordicphotos/AFp Í sendingunni voru: l 95 moskítónet sem gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn malaríu l 1.070 hlý teppi fyrir börn á flótta l 8.550 skammtar af næringar- dufti fyrir vannærð börn l 8.770 pakkar með náms- gögnum l 9.030 skammtar af vítamín- bættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn l 12.550 skammtar af bóluefnum gegn mænusótt og mislingum l 49.000 skammtar af ormalyfi sem vinnur bug á sníkjudýra- sýkingum l 95.000 vatnshreinsitöflur verSlun Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumar- húsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfið- leika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís. „Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fast- eignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annað- hvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni- Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri inn- kaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg. jonhakon@frettabladid.is Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð húsnæðið hefur hýst vegasjoppu í einni stærstu sumarhúsabyggð á Íslandi. rekstur þar lagðist af í október síðastliðnum. AðseNd myNd HeilbrigðiSmál „Þetta hefur verið mjög óþægilegt. Ég upplifði það að ég hafi svolítið þurrkað út þennan tíma. Ég segi það svo það komi fram að ég skammast mín. Ég skammast mín fyrst og fremst fyrir að ég hafi ekki gert betur,“ segir Reynir Ingibjartsson, aðstandandi fyrrverandi heimilis- manns á Kópavogshæli, um umræðu undanfarinna daga um hælið. Sjálfur var Reynir í aðstandendafélagi hælis- ins síðustu ár vistar bróður síns. Bróðir Reynis var á hælinu í um 25 ár og sótti Reynir kynningar- fund Þroskahjálpar, Þroskaþjálfa- félags Íslands og Átaks, félags fólks með þroskahömlun, um skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952 til 1993 í gær. Skýrslan kom út þann 7. febrúar. Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar sem vann skýrsluna, segir fundinn hafa verið góðan að sínu mati. „Ég myndi áætla að hér hafi verið um áttatíu manns. Þetta var blandaður hópur. Hérna var fólk með þroskahömlun, aðstandendur og fyrrverandi starfs- fólk,“ segir hún. Hrefna segir gott rými hafa verið gefið fyrir spurningar og umræður. „Þetta er ekki einfalt. Þetta er erfitt. Margir lýstu því að þeim hefði fund- ist erfitt að lesa þetta og þetta hefði verið erfið umræða en á endanum er opin umræða alltaf af hinu góða,“ bætir hún við. Þá segir Hrefna að sér finnist fólk hafa fagnað því að fá skýrsluna. Jafnt uppgjörið við fortíðina og til- lögur fyrir framtíðina. Reynir var á leiðinni út af fund- inum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta hreinsaði and- rúmsloftið og var mjög upplýsandi. Formaður nefndarinnar, Hrefna, að öðrum ólöstuðum, hefur gert þetta alveg frábærlega. Þarna er búið að vinna mjög gott verk,“ segir Reynir. Hann segir enn fremur að allir hafi tekið undir það sem í skýrslunni stendur. „Þar er ekki verið að ofgera eða dramatísera heldur eru stað- reyndirnar uppi á borðinu.“ Hann vill koma því á framfæri að skýrslan sé stórvirki út af fyrir sig. „Það er gríðarleg vinna þarna að baki. Hún er grundvallarrit um stöðu þessara mála á landinu á seinni hluta síðustu aldar. Ég ætla rétt að vona að það læri allir af þessu.“ Ein forsendan fyrir því að bróðir Reynis fór á Kópavogshæli var að fá talkennslu og gönguþjálfun. „Hann gat aldrei gengið og þegar hann fór þarna inn hreyfði hann sig í göngu- grind. Hann gat heldur ekki tjáð sig almennilega,“ segir Reynir. Hann segir hins vegar að þetta hafi brugð- ist. „Það er hægt að segja að hann fékk enga kennslu og enga þjálfun.“ Reynir segir að húsnæðið hafi verið slæmt, starfsfólkið ómenntað og of fátt og umhverfið ekki upp á marga fiska. „Bróðir minn böðlað- ist um með grind þannig hann gæti staðið betur en þarna voru aðallega malarstígar,“ segir Reynir. Þá segir hann starf aðstandenda- félagsins ekki hafa verið velkomið. „Ég fann það mjög fljótt að þetta var ekki litið jákvæðum augum að aðstandendur skiptu sér af.“ Reynir segir forsenduna fyrir lokun Kópavogshælis hafa verið opnun sambýla. „Það er ekki hægt að bera saman hvað það breytti miklu,“ segir hann. Sambýlin hafi verið minni og þar hafi verið fag- fólk. „Ég man aldrei eftir því á Kópa- vogshæli að bróðir minn hafi verið nefndur með nafni. Á sambýlinu er það alltaf gert.“ Samkvæmt Reyni lauk fundinum á þeim orðum að allir ættu rétt á því að vera fullgildir einstaklingar þó þeir búi við andlega eða líkam- lega fötlun. „Ég ætla rétt að vona að næstu kynslóðir búi í samfélagi þar sem börn sem fæðast með fötlun geta notið þess sama og við njótum,“ segir Reynir. thorgnyr@frettabladid.is Umræðan um Kópavogshæli óþægileg Aðstandandi heimilismanns á Kópavogshæli fagnar skýrslu um hælið og fundi gærdagsins. Hann skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur. Skýrslan var kynnt á fundi á Grand hóteli í gær. Formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna telur fundinn hafa heppnast vel. Fjölmenni var á kynningarfundinum á Grand hóteli í gær. FréttAblAðið/steFáN Ég ætla rétt að vona að næstu kynslóðir búi í samfélagi þar sem börn sem fæðast með fötlun geta notið þess sama og við njótum. Reynir Ingibjarts- son, aðstandandi Margir lýstu því að þeim hefði fundist erfitt að lesa þetta og þetta hefði verið erfið umræða en á endanum er opin umræða alltaf af hinu góða. Hrefna Friðriksdóttir, formaður vist- heimilanefndar 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f i m m T u D a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -3 4 7 C 1 C 3 F -3 3 4 0 1 C 3 F -3 2 0 4 1 C 3 F -3 0 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.