Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 34
Dans-, söngva- og gleðimyndin
La La Land fer nú sigurför um
heiminn og er tilnefnd til fjölda
Óskarsverðlauna, meðal annars
fyrir búninga. Búningahönnuð-
ur myndarinnar, Mary Zophres,
hefur komið víða við á glæstum
ferli og sett mark sitt á myndir
eins og The Big Lebowsky, Fargo
og Interstellar. Fyrir þessa mynd
sótti hún innblástur til stjörnu-
stíls þeirra Julie Christie, Ingrid
Bergman, Grace Kelly og Kathar-
ine Hepburn.
Búast má við að áhrifa myndar-
innar gæti strax í sumar í tískunni
og hér eru nokkur góð ráð til að
dvelja í La La Landi í allt sumar.
Ekki vEra hrædd við að
vEra í lit
Myndin er öðrum þræði óður til
þeirrar byltingar sem litmyndirn-
ar voru og leiddi af sér það sem
hefur verið kallað gullöld Holly-
wood. Aðalpersónan Mia, sem
leikin er af Emmu Stone, og vin-
konur hennar klæðast aðallega
einlitum flíkum; sterkgulum,
skærbláum, djúpgrænum og há-
rauðum. Á leiðinni í partí syngja
þær um að það borgi sig að vera
sýnilegur því einhver gæti verið
á staðnum sem léti draumana ræt-
ast. Ekki vera hrædd við að skera
þig úr.
Blandaðu saman gömlu og
nýju
Þó það sé stefnan að vera í „vint-
age“ þarf ekki allt að koma af
sama flóamarkaðinum. Það er
inni núna að blanda saman gömlu
og nýju, í La La Landi ekur fólk
um á blæjubílum frá sjötta ára-
tugnum og talar í farsímann um
leið og á sama hátt er gaman að
vera í fínum kjól sem gæti verið
frá miðri síðustu öld og grófum
skóm eða stígvélum.
toppurinn að vEra í
tEinóttu
Það er líka allt í lagi að leggja
stundum litríku kjólunum og taka
Ingrid Bergman sér til fyrirmynd-
ar. Teinótt jakkaföt, kremlit silki-
skyrta og eldrauður varalitur gera
oft gæfumuninn og ekki er verra
ef hárið er sett upp í hnút.
Finndu til mEð Fótunum
Í einu atriði myndarinnar er Mia
í þeirri aðstöðu að þurfa mögu-
lega að ganga langa leið á hæla-
skóm sem hvorki eru gerðir fyrir
gönguferðir né götudans. Hún
reynist vera með flatbotna skó í
töskunni sinni, nokkuð sem allir
ættu að taka sér til fyrirmyndar.
vErtu mEð til vara
Og að lokum eitt ráð sem snýr að
þægindum og hagkvæmni. Mia
lendir í því í myndinni að ein-
hver sullar kaffi yfir hana nokkr-
um mínútum áður en hún fer í
áheyrnarprufu. Ef þú ferð út á
lífið í hvítri skyrtu eða bol marg-
faldast líkurnar á því að einhver
helli niður á þig. Það er bara þann-
ig. Vertu í einhverju innan undir
sem virkar eitt og sér eða taktu
með aukabol.
Hér undirbúa þau Mia, sem leikin er af Emmu Stone, og Sebastian, sem leikinn er af Ryan Gosling, steppdansinn en það er
mjög skynsamlegt að vera með sléttbotna skó í töskunni sinni ef slík tækifæri bjóðast á leið heim úr partíi.
Ef þú vilt láta sjá þig eru sterkir litir málið. Hér eru Mia og vinkonur hennar að búa
sig undir að fara í veislu þar sem skiptir öllu máli að vera áberandi.
Kvikmyndagyðjur fjórða og fimmta
áratugarins eru innblástur Miu á
örlagastundu í lífinu.
nokkur góð ráð
úr lala landi
Kvikmyndin La La Land fer sigurför um heiminn og má reikna með að
áhrifa frá henni gæti fljótt í tískunni. Þar má ennfremur grípa nokkra
góða fatasiði sem kynnu að koma sér vel við ýmsar aðstæður.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Gömlu ónýtu fötin gætu verið verðmæt
Við bjóðum viðskiptavinum okkara að fá eitthvað fyrir gömlu ónýtu fötin
sín, með því að koma með þau til okkar í Belladonna á endurvinnsludögum
NO SECRET og notaðu gömlu þau sem hluta af greiðslu upp í nýja flík.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið
virka daga
kl. 11–18
laugardaga
kl. 11-15
„Kryddaðu
fataskápinn”
Kjóll á 7.900 kr.
- einn litur: army/
svart/kremhvítt
- stærð: 36 - 46/48
Leggingsbuxur á 6.500 kr.
- 5 litir: svart, blátt,
grátt, grænt, brúnt
- stærð: 36 - 48
FÖSTUDAGA KL. 21:15
1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r6 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a
1
6
-0
2
-2
0
1
7
0
5
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
F
-2
5
A
C
1
C
3
F
-2
4
7
0
1
C
3
F
-2
3
3
4
1
C
3
F
-2
1
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K