Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 66
Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa Te & kaffi, byrjar flesta daga á að drekka matcha- te. Halldór segir teið gefa kraft og ýta undir einbeitingu. Halldór byrjaði að drekka matcha- te fyrir um sex árum. „Fyrst kunni ég ekki alveg að meta það en þegar ég lærði að laga það rétt varð það mjög gott. Núna reyni ég að byrja daginn á einum bolla af matcha, það kemur sér vel þegar ég stunda jóga og hug- leiðslu á morgnana. Matcha gefur manni aukinn kraft og skerpir hug- ann. Ef maður veit hvað maður er að gera er mjög lítið vesen að laga það,“ segir Halldór sem mælir með að nota vigt og hitamæli þegar matcha- teið er útbúið.“ Það er nefnilega mikilvægt að vatnið sé ekki of heitt, það má ekki vera heitara en 80°C. Einnig er mikilvægt að bursta teið rétt svo það freyði vel.“ „Matcha er mjög ríkt af and- oxunar efnum og gefur manni auka- orku og skarpan huga,“ segir Halldór meðal annars aðspurður af hverju hann drekki matcha. „Matcha er mjög hollur og virðulegur drykkur en það hefur verið drukkið í yfir 800 ár. Hér áður fyrr voru einungis fáir útvaldir sem áttu kost á að drekka matcha. Teið er unnið úr einu besta afbrigði af grænu te sem er fáanlegt í Japan og það er malað á ákveðinn hátt svo að þegar teið er drukkið er allt teið nýtt,“ útskýrir Halldór sem hefur und- anfarið tekið eftir auknum vinsælum matcha- tesins. Halldór segir matcha- te vera góðan kost fyrir þá sem eru að taka sig á í Meist- aramánuði og vilja t.d. minnka gosdrykkju. „Já, klárlega, ef fólk vill bæta hollum og góðum drykk við næringuna þá mæli ég hiklaust með mathca. Einnig mæli ég með því ef fólk stundar hugleiðslu því matcha hjálpar til við að auka einbeitingu.“ Eins og áður sagði reynir Halldór að byrja hvern dag á bolla af matcha en eftir það tekur kaffið við. „Ég vinn við að smakka kaffi svo suma daga eru ansi margir kaffibollar drukknir en ætli ég drekki ekki fimm til sex bolla af kaffi yfir daginn.“ Fyrir þá sem hafa aldrei vanið sig á að drekka te mælir Halldór með að kynna sér h v e r n i g á að laga ferskt te o g d ra g a fram það besta úr hráefninu. „Það er allt of algengt að te sé rangt lagað – vit- laust hitastig á vatninu, of mikið magn af telaufum á móti vatni eða að teið er látið trekkja of lengi skemmir fyrir,“ segir Halldór sem mælir með að fólk prófi sig bara áfram til að finna te við sitt hæfi. – gha Byrjar daginn á meinhollu matcha-tei Halldór Guðmundsson er aðdáandi matcha-tes. Fréttablaðið/GVa Það er ekkert flókið að útbúa matcha te að sögn Halldórs. Fréttablaðið/GVa Dagbjört Þorsteins-dóttir hjá bakarí-inu 17 sortir hefur undanfarið orðið þess vör að mikil vakning hefur orðið í tengslum við veganisma og eftir- spurnin eftir vegan kökum er alltaf að aukast. „Eftirspurnin hefur aukist undanfarnar vikur og mánuði. Og fólk er í auknum mæli að uppgötva að við bjóðum upp á þennan val- kost,“ útskýrir Dagbjört. „Nei, en þegar við byrjuðum þá höfðum við enga reynslu af vegan bakstri, og maður þarf í rauninni að hugsa þetta upp á svolítið nýjan máta þar sem undirstöðuhráefnin í venjulegri köku eru mjólkurvörur og egg,“ segir hún aðspurð hvort það sé flóknara að gera vegan kökur heldur en hefðbundnar kökur. „En við erum með nokkrar góðar grunnuppskriftir sem við getum útfært á marga mis- munandi máta.“ „Af okkar daglegu mismunandi 17 sortum eru tvær sortir sem eru ýmist vegan eða glútenfríar eða hvort tveggja,“ segir Dagbjört. gudnyhronn@365.is Algjör óþarfi að fórna kökunum Íris björk Óskarsdóttir, yfirbakari 17 sorta, er orðin sjóuð í vegan bakstri. Fréttablaðið/EyÞÓr Vegan kökudeig 300 g smjörlíki 300 g sykur 150 g rúsínur eða trönuber 450 ml vatn 1 msk. kanill 1 ½ tsk. negull Allt sett í pott og látið bráðna saman og svo látið sjóða í 3 mínútur. Kælið örlítið. 450 g hveiti 1 msk. lyftiduft 1 ½ tsk. natron Þurrefnum er blandað saman í skál og rúsínukryddblöndunni er blandað saman við. Deiginu er deilt á milli þriggja kringlóttra forma sem eru 22 cm í þvermál, u.þ.b. 500 g fara í hvert form. Bakað við 175°C í 12-16 mínútur. Botnarnir eru losaðir úr formunum þegar þeir eru orðnir nægilega kaldir. Einnig er hægt að baka kökuna í ofnskúffu eða brownie-formi. Dúnmjúk vegAn kAkA með vAnillukremi Margt fólk virðist óttast að veganismi þýði endalausar fórnir góðgætis. En svo er víst ekki. Til að sýna það og sanna fengum við Dagbjörtu Þorsteins- dóttur, rekstrarstjóra 17 sorta, til að deila með okkur uppskrift að vegan köku. 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r50 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 F -2 F 8 C 1 C 3 F -2 E 5 0 1 C 3 F -2 D 1 4 1 C 3 F -2 B D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.