Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 30
Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson segist hafa frekar ein­ faldan stíl þegar kemur að fata­ tísku. Fyrst og fremst hafi hann áhuga á fallegum og vel hirtum skóm og þegar vinir hans opnuðu herrafataverslun fyrir þremur árum féll hann fyrir danska fata­ merkinu Norse Projects. „Opnun verslunarinnar hafði mikil áhrif á fataval mitt. Þar kynntist ég ein­ mitt uppáhaldsfatamerkinu mínu sem hafði mikil áhrif á mig. Ég vil helst klæðast einhverjum litum og finnst mér þá rauður vera mjög fallegur. Einnig er ég mikill skó­ pervert og á fjöldann allan af skóm. Adidas hafa komið sterkir inn síðustu ár en ég er einnig mik­ ill Jordan­maður enda litar körfu­ boltinn skóstíl minn mikið. Uppáhaldsflíkin hans er skyrta úr ull frá Norse Projects sem hann keypti í Húrra Reykjavík. „Ég keypti hana fyrir ári og sé ég svo sannarlega ekki eftir því. Hún hentar við öll tilefni, hvort sem það er vetur eða sumar, og það góða við hana er að hún heldur sér ótrúlega vel þrátt fyrir mikla notkun.“ Brynjar á ekki bara skyrtu frá uppáhaldsmerkinu sínu. Fyrsta flíkin sem hann keypti frá því voru buxur (e. sweatpants) úr bómull og ull. „Seinna fékk ég peysu frá þeim sem ég hef notað óspart en gæðin í henni leyna sér ekki. Kostir merkisins eru gæði þess efnis sem þeir nota. Þeir eru ófeimnir við að nota u l l s e m aðal efni og því þarf ekki að þrífa fötin jafn oft og föt úr gerviefnum. Í dag á ég marg­ ar flíkur frá þeim sem ég klæðist nánast daglega.“ Hvernig fylgist þú með tískunni? Ég fylgist mikið með skótískunni og finnst mér gaman að geta valið flotta skó við sérhvert tilefni. Ég sæki helst innblástur í gegnum netið, aðallega Instagram. Hvað einkennir helst klæðnað karlmanna? Mér finnst virðing gagnvart ólíkum áherslum vera að aukast. Þó við séum oft einsleitir er úrvalið alltaf að aukast. Át t u þ é r uppáhalds- verslan- ir? Húrra Reykja­ vík stend­ ur upp úr hér heima. Þeir hafa gert allt rétt til þess að hafa áhrif á kaupand­ ann með því að sinna vefmiðlum af krafti. Einnig finnst mér Kormák­ ur og Skjöldur alltaf skemmtileg­ ir. Í útlöndum kíki ég í Footlocker en þar er ógrynni af flottum skóm. Hvaða tískumerki eru í mestu uppáhaldi? Norse Project er í mestu uppáhaldi. Merkið er tiltölu­ lega ungt en hefur náð ansi langt á skömmum tíma enda huga þeir að gæðum umfram annað. Hvaða flíkur á að kaupa næst? Mér tókst að týna leðurhönskunum mínum og hef ekki enn keypt mér nýja. Það er nauðsynlegt að eiga góða leðurhanska. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Nýjar vorvörur Red Wing Iron Ranger eru ein bestu kaup Brynjars Þórs. Harðgerðir en aðlagast vel að fótum. Skór sem eiga að endast ef hugsað er vel um þá og klárlega hverrar krónu virði. MYND/GVA Uppáhaldsflík Brynjars Þórs er skyrta úr ull frá Norse Projects sem hann keypti í Húrra Reykja- vík. Skyrta sem hentar við öll tilefni allt árið um kring. MYND/ERNIR Adidas Ultra Boost eru þægilegustu skór Brynjar hefur átt. „Þú svífur um á skýi um leið og þú ferð í skóna. Mýktin og útlitið er blanda sem allir hrífast af.“ MYND/GVA Fa rv i.i s // 0 21 7 KRINGLUNNI | 588 2300 PEYSA 9.495 ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Ég vil helst klæð­ ast einhverjum litum og finnst mér þá rauður vera mjög fallegur. Einnig er ég mikill skó­ pervert og á fjöldann allan af skóm. Brynjar Þór Björnsson Starri Freyr Jónsson starri@365.is 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -4 D 2 C 1 C 3 F -4 B F 0 1 C 3 F -4 A B 4 1 C 3 F -4 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.