Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 10
Húðvörur án ilmefna sem húðlæknar mæla með afsláttur 20% Lægra verð í Lyfju Ráðgjafi í Lyfju Smáratorgi fimmtudaginn 16. febrúar kl. 14-16 Bandaríkin Donald Trump Banda- ríkjaforseti segir bandarísku leyni- þjónustuna leka upplýsingum eins og hún sé að dreifa sælgæti. Það sé raunverulega hneykslið. Þá segir hann fréttir af tengslum sínum og samstarfsmanna sinna við Rússa vera tómt kjaftæði, sem hafi þann eina tilgang að draga athyglina frá öllum þeim mistökum sem Hill- ary Clinton gerði í kosningabarátt- unni. Þetta segir hann á Twitter-síðu sinni í gær, en hann hefur verið býsna iðinn við að nota þann vett- vang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá sakaði hann fjölmiðla um að velta sér upp úr samsæriskenning- um. Þeir væru haldnir blindu hatri á sér. Þar tilgreindi hann sérstak- lega sjónvarpsstöðvarnar MSNBC og CNN ásamt stórblöðunum New York Times og Washington Post. Hins vegar væri Fox-sjónvarpsstöðin frábær. Þessi gusa á Twitter virðist vera viðbrögð hans við skrifum New York Times um að starfsfólk á vegum Trumps hafi átt í miklum samskipt- um við háttsetta rússneska leyni- þjónustumenn meðan kosninga- baráttan stóð enn yfir. Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir þessu frá bæði lögreglu og leyni- þjónustu. Þetta hefði komið í ljós við rannsókn alríkislögreglunnar FBI á því hvort Rússar hefðu brotist inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og lekið þaðan upplýsingum í þeim tilgangi að veikja stöðu Clinton í kosningabaráttunni. Rannsóknin hefði hins vegar ekki enn leitt í ljós að samstarfsmenn Trumps hefðu beinlínis átt í sam- vinnu við Rússa um þessar netnjósnir. Eitt stærsta áfallið sem hin nýja stjórn Trumps hefur orðið fyrir á fyrstu vikunum var afsögn þjóðar- öryggisráðgjafans Michaels Flynn, sem varð uppvís að því að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samtal sitt við sendiherra Rússlands. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa nú tekið undir kröfur um að hefja þurfi ítar- lega rannsókn á tengslum Trumps við Rússa. Þá hefur Dan Rather, fréttamað- urinn fyrrverandi, sagt nauðsynlegt að hefja óháða rannsókn á þessum tengslum. Hvorki Bandaríkjastjórn né þjóðþingið njóti lengur trausts til þess að gera slíka rannsókn: „Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna,“ sagði Rather á Facebook-síðu sinni. gudsteinn@frettabladid.is Trump sakar fjölmiðla um blint hatur Dondald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fréttir af tengslum samstarfsmanna sinna við Rússa vera samsæriskenningar, til þess ætlaðar að draga athyglina frá mistökum Hillary Clinton. Á blaðamannafundi sagði hann fréttaumfjöllun um málið afar ósanngjarna. Watergate var stærsta pólitíska hneykslið á minni ævi, þangað til kannski núna. Dan Rather, fyrrverandi fréttamaður Trump undirritaði lagafrumvarp sem léttir af olíufyrirtækjum þeirri kvöð að þurfa að gera grein fyrir peningum sem þau greiða til erlendra stjórnvalda. FréTTablaðið/EPa Flynn neyddist á endan­ um til að segja af sér þegar í ljós kom að hann hefði, þvert gegn eigin fullyrðingum, rætt við sendiherrann um við­ skiptaþvinganir Bandaríkj­ anna gegn Rússlandi. norður-kórea Kona hefur verið handtekin í Malasíu í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, en hann var hálfbróðir Kim Jong-un, leið- toga Norður-Kóreu. Talið er að eitrað hafi verið fyrir honum á mánudaginn á flugvell- inum í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, þar sem hann var að bíða eftir flugi til Makaó. Hann veiktist skyndilega meðan hann var á flugvellinum og dó stuttu síðar á leiðinni á sjúkrahús. Tvær konur og fjórir karlar eru grunuð um aðild að tilræðinu. Margt bendir til að þau hafi verið útsendarar frá Norður-Kóreu. Kim Jong-nam, sem var 45 ára, var elsti sonur fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il. Hann var lengi vel talinn líklegur arftaki hans. Hann féll hins vegar í ónáð hjá föður sínum, líklega eftir að hann reyndi árið 2001 að komast frá Norður-Kóreu til Japans á fölsuðu vegabréfi. Hann sagði þá að til- gangur þeirrar ferðar hafi verið að skreppa í Disneyland í Tókíó. Undanfarin ár, eða frá því yngsti hálfbróðir hans tók við völdum í Norður-Kóreu, hafði Kim Jong- nam dvalist utanlands. Hann er sagður hafa haldið sig mest í löndum á borð við Kína, Singapúr og Makaó. Fyrir nokkrum árum var haft eftir honum að hann teldi bróður sinn ekki hafa næga leiðtogahæfi- leika til að halda um stjórnartaum- ana í Norður-Kóreu. Þar þurfi að gera efnahagsum- bætur með svipuðum hætti og gert hefur verið í Kína, þar sem við- skiptafrelsi hefur verið í hávegum haft af stjórnvöldum undanfarið þrátt fyrir að málfrelsi lúti enn ströngum takmörkunum. – gb Kona handtekin vegna morðsins á bróður Kim Jong-un Kim Jong-nam í Malasíu árið 2007. NordicPhoTos/aFP 1 6 . f e B r ú a r 2 0 1 7 f i M M T u d a G u r10 f r é T T i r ∙ f r é T T a B L a ð i ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -4 8 3 C 1 C 3 F -4 7 0 0 1 C 3 F -4 5 C 4 1 C 3 F -4 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.