Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 18
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð SKOÐUN Verslunin Rannsóknasetur verslunar og þjónustu sagði frá því í gær að almennt hefði velta í smá- söluverslun í janúar aukist, að undanskilinni fata- og skóversl- un, sem dróst nokkuð saman frá janúar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mæl- ingin nær til nema áfengi, sem hækkaði lítillega í janúar. En þótt hækkunin hafi ekki verið mikil í janúar má ljóst heita að síðastliðinn áratug hefur áfengi hækkað verulega. Og þá má spyrja hvort sama staða sé komin upp núna og hjá Þórði heitnum Guðjohnsen forðum sem sagði: „Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að ég hef ekki efni á að kaupa mér skó.“ Ábyrgð deiluaðila Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir ætlar að standa í lapp- irnar og láta útgerðarmenn og sjómenn um að leysa kjaradeilu sína án aðkomu Alþingis. Þetta er virðingarverð afstaða hjá ráðherranum. Útgerðarmenn og sjómenn starfa á frjálsum markaði og njóta ávaxta erfiðis síns þótt þeir greiði skatta eins og önnur fyrirtæki og hóflegt auðlindagjald. Það er því rétt hjá ráðherra að ábyrgðin á lausn vandans liggur hjá deiluaðilum og fullkominn óþarfi hjá henni að fyllast einhverjum messíasar- komplexum sem hefði í för með sér milljarða kostnað fyrir hið opinbera. jonhakon@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Sænsk-íslenska plastbarkamálið er prófsteinn á heil-brigðiskerfi viðkomandi landa. Það sænska reynir að bæta starfshætti, en það íslenska kolfellur. Skiptir það máli að tilraunasjúklingurinn sem sendur var frá Landspít- ala háskólasjúkrahúsi til Karólinska sjúkrahússins var ekki íslenskur ríkisborgari? Í Svíþjóð er viðurkennt að plastbarkamálið sé mikill álitshnekkir fyrir sænskt heilbrigðiskerfi og merkustu stofnun þess, Karolinska Institut og sjúkrahús. Nóbels- nefndarmenn hafa þurft að segja af sér. Öll stjórn Kar- olinska Institut var rekin af ríkisstjórn Svíþjóðar, jafnvel þeir sem voru fjarri ákvarðanatöku eða aðgerð, sem og margir yfirmenn. Almenningur er þannig laus undan dómgreind og ákvarðanatöku þessara aðila. Hvað með Ísland? Íslenskir læknar voru virkir aðilar að plastbarkamálinu, með tilvísun fyrsta sjúklings, leyfisveitingu aðgerðar, þátt- töku í aðgerð og „vísindaskrifum“. „Óháð“ rannsóknarnefnd hefur verið skipuð af Háskóla Íslands og Landspítala en eingöngu skipuð eigin fólki, fyrr- verandi háskólakennara og nemendum, en engum utanað- komandi! Umræður um hæfi dómara með tilliti til tengsla við álitaefnið virðast hafa farið fram hjá ráðamönnum þess- ara stofnana. Háskólinn hefur þegar vegsamað aðild sína með kynn- ingu í Hátíðasal Háskólans. Landspítalinn sem vísaði fyrsta sjúklingnum í þessa tilraunaaðgerð hefur lýst yfir trausti á eigin læknum og framkvæmd. Læknarnir hafa mikið látið á sér bera fyrir framtakssemi og dáðir í óskyldum málum, röggsemi í embættisframkvæmd og jafnvel deilt opinber- lega um hver beri meiri umhyggju fyrir LSH. Hvernig væri að rannsaka að fyrrverandi forstjóri Karólinska sjúkrahússins sem í raun leyfði aðgerðina og væri ekki lengur gjaldgengur til stjórnunarstarfa þar í landi skuli vera gerður að landlækni á Íslandi og æðsta yfirmanni íslensks heilbrigðiskerfis? Póli- tísk embættisveiting með óáfrýjanlegu valdi tryggir ekki faglega dómgreind. Það er nauðsynlegt að yfirmenn njóti trausts undirmanna. Skyldi myglan á fjársveltu hjúkrunarheimili vera óbætan- legri en myglan á LSH? Rannsaka hvað? Birgir Guðjónsson læknir Pólitísk embættis- veiting með óáfrýjanlegu valdi tryggir ekki faglega dómgreind. Íslensk erfðagreining hefur boðið lögreglunni að annast DNA-rannsóknir á lífsýnum sem lögreglan aflar í þágu rannsóknar sakamála án þóknunar. Í dag eru þessi sýni send til Svíþjóðar með tilheyrandi kostnaði.Að minnsta kosti tvennt myndi ávinnast með því að fela Íslenskri erfðagreiningu að rannsaka lífsýni í stað þess að senda þau út. Í fyrsta lagi myndi slíkt vera til þess fallið að hraða rannsóknum saka- mála. Í öðru lagi væri hægt að spara peninga sem er eftirsóknarvert markmið þar sem lögreglu er þröngt sniðinn stakkur. Lögreglan fékk býsna skjótt niðurstöður úr mikil- vægum lífsýnarannsóknum á fyrstu stigum rann- sóknar á manndrápsmálinu í Hafnarfirði en hefur þurft að bíða rúmar þrjár vikur eftir öðrum niður- stöðum. Þær munu styrkja sönnunarfærslu í máli þar sem engin játning liggur fyrir. Ekki eru í lögum um meðferð sakamála leið- beiningar til lögreglu um hverjum hún eigi að fela rannsóknir á lífsýnum. Þar kemur einungis fram að henni sé heimilt að taka lífsýni í þágu rannsóknar sakamáls. Lögreglan hefur sent sýnin út því hún hefur ekki aðstöðu til að rannsaka þau. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers vegna lögreglan ætti ekki að fela Íslenskri erfðagreiningu að annast þessar rannsóknir. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir- tækið er bundið af lögum og gæti aðeins meðhöndl- að þessi lífsýni í samræmi við þann lagaramma sem gildir um rannsókn og meðhöndlun lífsýna. Í þessu sambandi skiptir engu máli þótt starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar bjóði fram þann valkost að lífsýni sem aflað er í þágu rannsóknar sakamáls kunni í framtíðinni að vera borið saman við lífsýnasöfn fyrirtækisins með það fyrir augum að upplýsa um málsatvik í sakamáli. Ekki er heimilt að nota lífsýni sem veitt er í þágu vísindarannsókna í öðrum til- gangi nema með sérstöku leyfi og um lífsýnasöfn gilda lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýs- inga. Fram kemur í lögunum að heimilt sé að fengnu leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefndar, þegar það á við, að nota lífsýnin í öðrum tilgangi en fram kemur í lögunum ef brýnir hagsmunir mæli með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhag- ræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra. Af þessu leiðir að ekki er hægt að nota sýni sem veitt er vegna vísindarannsóknar í samanburðar- rannsókn á lífsýnum sem aflað er við rannsókn saka- máls nema með sérstöku leyfi. Þetta mál snýst ekki um Íslenska erfðagreiningu, Kára Stefánsson eða Sigríði Andersen eða hvað þeim finnst rétt að gera. Þetta mál snýst um það hvort við eigum að nota vísindaþekkingu sem er til staðar hér á landi til að hraða rannsóknum sakamála. Það eru hagsmunir almennings að rannsóknir sakamála gangi hratt og vel fyrir sig. Vatnið sótt yfir lækinn Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers vegna lögreglan ætti ekki að fela Íslenskri erfða- greiningu að annast þessar rannsóknir. 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -0 8 0 C 1 C 3 F -0 6 D 0 1 C 3 F -0 5 9 4 1 C 3 F -0 4 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.